Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 4
4 4 / 2 0 0 3 FRÁ RITSTJÓRN BLAÐ lögmanna og undirritaðurgætu átt það sameiginlegt að fagna 40 ára afmæli á þessu ári. Svo er þó ekki. Lögmannablaðið er yngra. Það þarf þó ekki að vera betra. Allt er fer- tugum fært. Þetta varð mér ljóst í sumar. Lögmenn stóðu fyrst að útgáfu Tíma- rits lögfræðinga sem þeir afhentu síðar til Lögfræðingafélags Íslands og er það enn gefið út. Nokkrum árum eftir þetta, eða í nóvember 1963 fyrir réttum fjörtíu árum, kom út Blað lögmanna. Því var ætlað að birta styttri greinar um lög- fræðileg málefni, vera vettvangur umræðu um hagsmunamál lögmanna- stéttarinnar og einnig var blaðinu ætlað að flytja afþreyingarefni. Það átti engum lögmanni að vera ofraun eftir langan dag að renna í gegnum blaðið góða. Þessi útgáfa varð ekki mjög lang- líf en var svo endurreist þegar Lög- mannablaðið hóf göngu sína seint á síð- ustu öld. Markmiðin með útgáfu blaðsins eru enn þau sömu og þau voru fyrir fjörtíu árum (sem sannar náttúrulega að fjörtíu ár eru engin aldur). Styttri umfjöllun um lögfræðileg málefni, hagsmuna- og félagsmál og síðan smá léttmeti. Stóri bróðir, þ.e.a.s. Tímarit lögfræðinga, sér um lengri fræðigreinar ásamt hinum síunga Úlfljóti. Lögmannablaðið er sem sagt rekið m.a. á þeirri hugmynd að í stað þess að hafa stóra ritstjórnarskrifstofu þá eru lögmenn allir greinarhöfundar. Þeir eru þó ekki sérlega vel meðvitaðir um þessa skyldu sína. Miklu meira mætti vera um innsendar greinar frá lögmönnum. Stutt minnisblöð upp á eina A-4 síðu um lög- fræðileg álitaefni eða sjónarmið sem kollegarnir hefðu gaman eða gott af að lesa og hugsa um. Fyrir tveimur árum tók undirritaður við embætti ritstjóra blaðsins og hefur ásamt ritstjórn staðið að útgáfu átta tölublaða. Ágætlega hefur gengið að finna efni en án stuðnings skrifstofu LMFÍ væri blaðið í vanda. Byrjaði rit- stjórinn á ákalli líkt og hér að framan og nú er það endurtekið í lok ritstjórnarfer- ilsins. Allir sem leitað hefur verið til um efni í blaðið hafa tekið því vel og er það þakkarvert. Eins hefur verið reynt að tengja efni blaðsins við þemu, líkt og framtíð laganáms, og það hefur gefið góða raun. En lögmenn mega samt sem áður ekki gleyma því að blaðið er þeirra vettvangur fyrst og fremst. Undirritaður og forveri hans sátu tvö ár á ritstjórastóli. Það er heppileg við- miðun þótt ekki þurfi að vera nein algild regla þar um. Lögmannablaðinu óska ég langlífis og góðra heilla. Samstarfs- mönnum í ritnefnd og starfsfólki LMFÍ þakka ég gott og gefandi samstarf. Gleðileg jól! Þórður Bogason ritstjóri.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.