Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 20
20
FÉLAG um vátryggingarétt varstofnað á fundi í Lögbergi í
Reykjavík 14. mars 2001. Stofnfund-
inn sóttu tíu lögfræðingar en auk þeirra
óskuðu nokkrir sem ekki gátu sótt
fundinn eftir að gerast stofnfélagar. Sá
hópur taldi 17 manns og því eru stofn-
endur alls 27. Þeirra á meðal voru tveir
tryggingafræðingar og einn laganemi.
Hinir eru lögfræðingar.
Félaginu voru settar samþykktir á
stofnfundi en samkvæmt þeim er til-
gangur félagsins:
• að vera deild í alþjóðlega félaginu Association
Internationale Du Droit Des Assurances
(AIDA),
• að stuðla að kynningu og framþróun vátrygg-
ingaréttar,
• að efla samskipti á milli lögfræðinga sem starfa
að vátryggingamálum,
• að stuðla að útgáfu efnis á sviði vátrygginga-
réttar og tengdra efna.
Allir þeir sem lokið hafa embættisprófi í lög-
fræði geta orðið félagsmenn svo og laganemar.
Félagsmenn geta einnig orðið þeir sem með
störfum sínum hafa að mati stjórnar félagsins sýnt
fram á þekkingu sína á sviði vátryggingaréttar.
Vátryggingafélög, lögmannsstofur og firmu
vátryggingamiðlara geta gerst félagar. Ennfremur
opinberar stofnanir og félagasamtök sem tengjast
vátryggingum.
Á aðalfundi 21. maí 2002 var samþykkt að
óska eftir að félagið fengi inngöngu í Alþjóðasam-
band um vátryggingarétt (AIDA).
Aðdragandi að stofnun félagsins.
Sú hugmynd að stofna félag á sviði vátrygg-
ingaréttar hafði komið upp nokkrum sinnum en
komst á skrið þegar íslenskir lögfræðingar tóku
þátt í ráðstefnu norrænna aðildarfélaga árið 1998 í
Osló og komust þar í kynni við formann danska
félagsins um vátryggingarétt og þáverandi forseta
AIDA, Mikael Rosenmejer, sem nefndi þá hug-
mynd að íslenskir lögfræðingar
myndu stofna slíkt félag sem jafn-
framt gæti átt aðild að AIDA.
Um AIDA.
Alþjóðasambandið AIDA var
stofnað 28. apríl 1960 í Lúxemborg
og eru aðildarfélög nú 57 talsins.
Heimsþing sambandsins eru haldin á
fjögurra ára fresti og var hið fyrsta
haldið í Róm árið 1962 þar sem voru
yfir 1000 þátttakendur frá 50 löndum.
Síðan hafa verið haldin heimsþing í Hamborg
(1966), París (1970) Lausanne (1974), Madrid
(1978), London (1982), Búdapest (1986), Kaup-
mannahöfn (1990), Sydney (1994), Marrakech
(1998) og New York (2002). Á slíkum þingum eru
tekin fyrir umfjöllunarefni sem varða stærri
grundvallaratriði í löggjöf, uppbyggingu bóta-
kerfa eða umhverfi vátryggingarstarfseminnar í
heild. Næsta heimsþing verður haldið í Buenos
Aires en forseti AIDA, sem var kosinn á síðasta
heimsþingi þegar Mikael Rosenmejer lét af starfi
forseta, kemur frá Argentínu. Er það í fyrsta sinn
sem forseti félagsins kemur frá landi utan Evrópu.
Settir hafa verið á fót vinnuhópar sem hafa
kannað tiltekin réttarsvið og skilað af sér
skýrslum um starfið.
Norrænt samstarf.
Norræn aðildarfélög hafa með sér samvinnu
sem felst í því að haldin hafa verið málþing á 2-3
ára fresti þar sem framsögumenn flytja erindi sem
varða sérstaklega norrænan rétt og umræður eiga
sér stað. Félagið hefur jafnvel enn frekar gagn af
þessu norræna samstarfi en hinu alþjóðlega sam-
starfi, þar sem íslenskur skaðabótaréttur og vá-
tryggingaréttur hefur átt samleið með norrænum
rétti. Má þar nefna lög nr. 20/1954 um vátrygging-
arsamninga sem eru að grunni til samnorræn og
frumvarp sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi
til nýrra laga um vátryggingarsamninga sækir
fyrirmynd sína til norskra laga. Jafnframt hafa
meðlimir úr stjórnum norrænu félaganna hist á
fundum þar sem sameiginleg mál eru rædd, þ.á m.
4 / 2 0 0 3
Félag um
vátryggingarétt
Rúrik Vatnarson
hdl.