Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 25
25
LÖGGJÖF um fjármálafyrirtækisnýst í stuttu máli um öryggi og
traust. Lagasetningin þarf að miða að
því að tryggja hagsmuni innlánseig-
enda og lúta að því að takmarka eða
hafa stjórn á áhættu sem fólgin er í
bankastarfsemi. Með lagasetningunni
þarf einnig að huga að eftirliti með
fjármálastarfsemi og tryggja fjármála-
fyrirtækjum hér á landi jafna sam-
keppnisstöðu með því að samræma
innlendar reglur við þær reglur sem
gilda á alþjóðlegum mörkuðum.
Lög nr. 161/2002 eru heildarlög um fjármála-
fyrirtæki og koma í stað laga um viðskiptabanka
og sparisjóði nr. 113/1996, laga um aðrar lána-
stofnanir nr. 123/1993, stofnanaþáttarins í lögum
um verðbréfaviðskipti nr. 13/1996 (nú lög nr.
33/2003), og laga um rafeyrisfyrirtæki nr.
37/2002, auk þess sem breytingar urðu á reglum
um rekstrarfélög verðbréfasjóða í lögum um verð-
bréfasjóði nr. 10/1993 (nú lög nr. 30/2003 um
verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði).
Í lögunum er vikið að ýmsum sameiginlegum
reglum um fjármálafyrirtæki s.s. varðandi hlutafé,
stofnfé og áhættu. Áhætta sem felst í banka- og
fjármálastarfsemi er margþætt. Tjónsáhætta
(credit risk) felur í sér að viðskiptavinir bankans
standa ekki við þær skuldbindingar sem þeir hafa
undirgengist. Markaðsáhætta (market risk) er sú
áhætta nefnd þegar sveiflur á efnahagsstærðum á
markaðinum valda því að verðbréfaeign bankans
lækkar. Rekstraráhætta (operational risk) er
stundum skilgreind sem öll önnur áhætta en tjóns-
áhætta og markaðsáhætta, en fyrst og fremst er um
að ræða áhættu vegna slakrar stjórnunar, ófull-
nægjandi eftirlits, sviksamlegrar háttsemi o.fl.
Kerfisbundin áhætta (systematic risk) er sú áhætta
nefnd þegar vanskil eins fjármálafyrirtækis hafa
áhrif á önnur fjármálafyrirtæki. Þessi áhrif geta
komið fram í því að viðkomandi fjármálafyrirtæki
getur ekki staðið við skuldbindingar gagnvart
öðru fjármálafyrirtæki eða því að almenn hræðsla
grípur um sig á fjármálamarkaði sem leiðir til þess
að viðskiptavinir taka út fjármuni.
Þessar tegundir af áhættu tengjast inn-
byrðis. Slök stjórnun leiðir til ófull-
nægjandi lánaeftirlits, sem hefur áhrif
á tjónsáhættu bankans og áhættudreif-
ingu verðbréfaeignar. Þetta getur leitt
til þess að fjármálafyrirtækið getur
ekki staðið við skuldbindingar sínar
sem kemur af stað kerfisbundinni
áhættu hjá öðrum fjármálafyrir-
tækjum.
Starfsemi banka og starfsheimildir
samkvæmt lögum hafa tekið miklum
breytingum á undanförnum árum. Starfsemin
hefur færst úr því að vera eingöngu milliganga
með innlán og útlán yfir í það að bankar eru farnir
að veita víðtæka fjármálaþjónustu og stunda fjár-
festingarbankastarfsemi. Þessar breytingar taka
mið af þróun á alþjóðlegum fjármálamarkaði og
fellur þessi þjónusta undir starfsheimildir banka
eins og þær eru t.d. skilgreindar í tilskipunum
Evrópusambandsins. Þetta er niðurstaða sem
hefur skapast m.a. af hreinni þörf viðskiptalífsins
og þeim hugmyndum sem almennt eru viður-
kenndar í nútíma bankastarfsemi. Bankarnir hafa
eignast hlut í einstökum fyrirtækjum og átt þátt í
umbreytingarferli þeirra og hefur það í mörgum
tilvikum skilað sér í stærri og öflugri fyrirtækjum
sem hafa haft burði til þess að láta að sér kveða
bæði hér á landi og erlendis. Þetta er sérstaklega
mikilvægt hérlendis þar sem naumast er til að
dreifa öðrum aðilum sem geta komið að verk-
efnum með þessum hætti. Verðbréfasjóðum og líf-
eyrissjóðum er þetta óheimilt í ljósi reglna um
áhættudreifingu auk þess sem erfitt væri fyrir líf-
eyrissjóði að standa að ýmsum sársaukafullum
aðgerðum sem slíkar breytingar geta haft í för
með sér.
Löggjöf á evrópska efnahagssvæðinu felur í sér
að starfsleyfi fjármálafyrirtækis í einu ríki veitir
því heimild til þess að opna útibú í öðru ríki innan
EES. Eftirlit með starfseminni er í höndum fjár-
málaeftirlitsins í heimaríki fyrirtækisins. Fjár-
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
Lög um
fjármálafyrirtæki
Helgi Sigurðsson
hrl.