Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 12
12 4 / 2 0 0 3 PIST ILL FORMANNS: ÉG er viss um að fleirum er farið eins ogmér, að hafa oft í hneykslunartón rætt um „yfirgripsmikla vanþekkingu“ fréttamanna í umfjöllun um lögfræðileg málefni. Því er áreið- anlega eins farið með aðrar stéttir sérfræðinga, þær fárast yfir um- fjöllun um eigið sérsvið. Þessi gagnrýni er oft réttmæt, en kannski er stundum nokkur hrokablær á henni. Það verður vart til þess ætl- ast að fréttamenn lítilla íslenskra fjölmiðla hafi djúpa þekkingu á hverju því sviði sem þeir fjalla um. Sennilega er ekki sanngjarnt að krefjast annars en þeir leggi sig fram og láti ekkert frá sér fara nema þeir telji sig skilja það. Lögmannafélagið ákvað að leggja sitt afmörkum til þess að gera opinbera umræðu um lögfræðileg málefni upplýstari. Í samstarfi við Blaðamannafélag Íslands, var fjölmiðlum boðið að senda starfsmenn á hálfs dags nám- skeið undir yfirskriftinni „Námskeið um lög- fræði fyrir fjölmiðlafólk.” Viðtökur fóru fram úr björtustu vonum og verður í raun að segjast að blaðamennirnir gerðu lögmönnum skömm til, sé litið til aðsóknar félagsmanna á ýmis námskeið sem þeim hafa staðið til boða. Á námskeiðinu var gerð örlítil grein fyrir lögmannafélaginu, en aðaláherslan lögð á umfjöllun um þau svið lög- fræðinnar sem hvað mest eru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Lögfræði sem varðar fjármála- markaðinn, stjórnsýslu og dómsmál í víðum skilningi. Ástráður Haraldsson, Róbert Spanó, Sif Konráðsdóttir og Þórólfur Jónsson sáu um kennsluna og kann LMFÍ þeim bestu þakkir fyrir það. Blaðamennirnir verða vitaskuld ekki full- numa í lögfræði á stuttu námskeiði sem getur vart snúist um annað en helstu hugtök. Vonandi fóru þeir þó upplýstari af námskeiðinu en þeir komu til þess, sem var markmið félagsins. Þá skaðaði heldur ekki að einhverjir þátttakenda hefðu farið af námskeiði með jákvæðara hugar- fari gagnvart LMFÍ en áður. Vikið var að auknu vægi ýmiskonar reglna og boða, sem stafa frá stofnunum Evrópusam- bandsins, í síðasta pistli. Á þeim vettvangi ger- ist ýmislegt sem snertir lögmenn og starfsum- hverfi þeirra með beinum hætti. Lögmannafélagið hefur enga burði til þess að fylgjast með öllu sem þar gerist, hvað þá veita andsvör þegar við á. Sem betur fer erum við ekki ein á báti. Sú heilladrjúga ákvörðun var tekin af LMFÍ fyrir tæpum ára- tug að ganga í ráð lögmannafélaga í Evrópusambandinu, CCBE. CCBE var stofnað árið 1960. Lög- mannafélög allra landa Evrópusam- bandsins og Evrópska efnahags- svæðisins, alls 18 landa, eiga aðild að samtökunum. Þá eiga lögmannafélög 15 ann- arra Evrópulanda aukaaðild að þeim, þ.m.t. allra landanna sem hafa tekið ákvörðun um að ganga í Evrópusambandið. Samtökin eru því í forsvari fyrir meira en hálfa milljón lögmanna og hafa rödd sem heyrist og hlustað er á. Markmið samtakanna er m.a. að vera sameig- inlegur vettvangur lögmannafélaga til þess að hafa áhrif á reglur, sem settar eru um störf lög- manna og kunna að hafa áhrif á réttindi umbjóð- enda þeirra. Þessu hlutverki sínu gegnir CCBE m.a. með nánu sambandi við helstu stofnanir Evrópusambandsins eins og Evrópuráðið, Evr- ópuþingið, Evrópudómstólinn og Mannréttinda- dómstól Evrópu. Hjá samtökunum er tíu manna starfslið með aðsetur í Brüssel. Megnið af vinn- unni fer þó fram í sjálfboðastarfi innan fjölda fastanefnda um einstök málefni, sem hittast reglulega. Nefndirnar eru skipaðar fulltrúum hinna ýmsu lögmannafélaga og starfslið sam- takanna er þeim til aðstoðar í sínum störfum. Það er gott til þess að vita, að CCBE gætir hagsmuna LMFÍ og umbjóðenda félagsmanna þegar reglurnar verða til í svo mikilli fjarlægð sem raun ber vitni. Það setur LMFÍ hins vegar einnig þær skyldur á herðar að taka nokkurn þátt í starfinu, kannski meiri en verið hefur. Þátttaka LMFÍ hefur annars vegar verið fólgin í því að svara alls kyns erindum og könnunum, Gunnar Jónsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.