Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 28
Gleðileg jól – gott og farsælt komandi ár 28 Í þriðja lagi var markmið með nýjum lögum að stuðla að skilvirkari neytendavernd. Í þessu fólst ekki síst víðtækara gildissvið en áður. Í gildistíð eldri laga voru verðbréfasjóðir eina tegund sjóða um sameiginlega fjárfestingu sem lutu eftirliti og ákvæðum sérlaga. Um félög sem stunduðu nákvæmlega sömu starfsemi en uppfylltu ekki skilyrði um að teljast til verðbréfasjóða, giltu ein- ungis almenn hlutafélagalög. Þó áttu sömu rök við um þörf á lagasetningu gagnvart þeim. Þessi félög voru nefnd hlutabréfasjóðir, en hugtakið var hvergi skilgreint í lögum. Við þessu tómarúmi er brugðist í nýjum lögum. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir nýrri tegund sjóða um sameiginlega fjár- festingu. Hugtakið ,,fjárfestingasjóður“ er bundið í lög um slíka sjóði. Um þá gilda töluvert rýmri heimildir um skipulag og fjárfestingar en verð- bréfasjóði. Að sama skapi er eingöngu heimilt að markaðssetja þá á Íslandi. Rétt er að geta þess að ný lög gera einnig ráð fyrir tilvist sjóða sem ein- göngu fagfjárfestum er heimilt að fjárfesta í. Rekstur slíkra sjóða er eingöngu tilkynningar- skyldur til Fjármálaeftirlits en um starfsemina eru engin ákvæði. Slíkir sjóðir eru oft áhættusæknari en aðrir sjóðir. Umræða í Bandaríkjunum Óþarfi er að fjölyrða um umræðu um ósiðleg og ólögleg vinnubrögð í tengslum við rekstur ýmissa stórfyrirtækja í Bandaríkjunum. Á síðustu vikum hefur umræðan teygt sig til starfsemi sjóða um sameiginlega fjárfestingu. Í ljós hefur komið að ýmsir rekstraraðilar og mikilvægir viðskipta- menn þeirra hafa á skipulegan hátt misnotað aðstöðu sína við rekstur sjóða í eigin hagnaðar- skyni í nokkrum mæli undanfarin ár. Í sumum til- fellum er um umfangsmikla ólöglega háttsemi að ræða. Flest bendir til þess að orsakir hennar megi meðal annars rekja til slælegrar framkvæmdar eft- irlits frekar en skort á lagaákvæðum þar um. Hin umdeilda háttsemi hefur aðallega verið tvenns konar. Annars vegar felst hún í viðskiptum með hluti í sjóðum, eftir að daglegt innlausnar- gengi hefur verið ákveðið, á grundvelli upp- lýsinga sem lágu ekki fyrir þegar innlausnar- gengið var ákveðið. Slík viðskipti eru oft nefnd ,,market trading“ og eru ólögleg. Hins vegar hafa mikilvægir viðskiptamenn og jafnvel starfsmenn ýmissa sjóða fengið að eiga mjög tíð viðskipti með hluti í sjóðum á kostnað langtímafjárfesta ,,market timing“. Slík viðskipti eru oft á gráu svæði lagalega. Allsherjar endurskoðun er nú hafin um lagaumhverfi þessara sjóða í Bandaríkj- unum. Búast má við ýmsum breytingum í kjöl- farið. Í Evrópu er þegar hafin umræða um hvort svipuð vandamál komi upp þar. Fyrirfram eru ekki taldar líkur til þess. Það verður því fróðlegt að fylgjast með þróun mála á þessu sviði næstu miss- eri. 4 / 2 0 0 3 Reykjavík Fulltingi ehf. lögfræðiþjónusta Suðurlandsbraut 18 Lára V. Júlíusdóttir hrl. ehf Suðurlandsbraut 18 Lögmannstofan Suðurlandsbraut 4 ehf Árni Einarsson hdl., Steingrímur Eiríksson hrl. Suðurlandsbraut 4 Juris - Lögfræðiskrifstofan Suðurlandsbraut 6 Lögmannsskrifstofa Gissur V. Kristjánsson hdl. Síðumúla 15 Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf. Vegmúla 2 Löglist ehf Ármúla 15 Lögmenn Höfðabakka - Höfðabakka 9 - Lögmenn Austurstræti 10a Austurstræti 10a AM PRAXIS sf Sigtúni 42 Lögmannsstofa Magnúsar Baldurssonar Engjateigi 9

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.