Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 16
Þann 24. október sl. komu yfir 100 konur saman í húsakynnum LOGOS lögmannsþjónustu til að gera sér glaðan dag og skála í freyðivíni. Var teitið í boði þeirra níu kvenna sem starfa sem lögfræðingar hjá LOGOS og A&P Árnason, eða þeirra Ernu Hjaltested, Guðrúnar Bjarkar Bjarnadóttur, Guðrúnar Birgisdóttur, Helgu Melkorku Óttarsdóttur, Hjördísar Halldórsdóttur, Lovísu Jónsdóttur, Sophie Romaniello, Sigríðar Þorgeirsdóttur og Svanhvítar Axelsdóttur. 16 ÞAÐ var skemmtileg tilviljunað boðið bar upp á sama dag og 28 ára afmæli kvennafrídags- ins en um leið markaði þessi dagur upphaf svokallaðar „fem- ínistaviku“ þar sem konur voru m.a. hvattar til að sækja um launahækkun. Konurnar í boðinu áttu það sameiginlegt að vera allar lög- fræðingar og þekkja eitthvað til þeirra kvenna sem að boðinu stóðu. Voru konurnar á öllum aldri, allt frá nýútskrifuðum lög- stjórnarráðinu. Til að halda kostnaði í lágmarki voru allar veitingar í boðinu (þ.e.a.s. aðrar en þær sem voru fljótandi) heimagerðar af gestgjöfunum og voru þeim gerð góð skil. Ein- hverjar konur notuðu síðan tækifærið og héldu gleðinni áfram á veitingastöðum og börum borgarinnar. Við sem að boðinu stóðum viljum þakka öllum þeim konum sem sáu sér fært að mæta kærlega fyrir kom- una. fræðingum (einstaka laganemi slæddist líka með) og til virðu- legra hæstaréttardómara og hér- aðsdómara á eftirlaunum. Var gaman að sjá svo mikinn fjölda íslenskra kvenlögfræðinga úr svo mörgum áttum saman kom- inn á einum stað. Á svipuðum tíma í fyrra var haldið sams- konar boð sem þótti heppnast svo vel að ákveðið var að endur- taka leikinn í ár. Höfðu sumir á orði að nú væri þetta orðin hefð og því spurning hvort að von sé á enn einu boði að ári liðnu? Í upphafi var boðið hugsað sem huggulegt kampavínsboð þar sem hver og ein okkar, sem starfa hjá LOGOS og A&P Árnason, myndi bjóða sínum vinkonum úr lögfræðistéttinni. Fljótlega kom þó í ljós að áhug- inn á boðinu var svo mikill að ákveðið var að útvíkka hópinn. Í ár var enn fleiri konum boðið í veisluna og tæplega 200 boðs- kort send út á rafrænu formi. Í ljós kom ýmsar netþjónustur skilgreindu boðskortið væntan- lega sem ruslpóst. Þannig gekk t.d. illa að koma boðskortum til þeirra kvenna sem störfuðu hjá 4 / 2 0 0 3 Lögfræðingaboð á LOGOS Guðrún Björk Bjarnadóttir hdl. Sigríður Þorgeirsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir. Heiðrún Jónsdóttir og Unnur Sig- urðardóttir í góðum gír.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.