Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 10
10 TIL leiks mættu 5 lið, hvert öðru fagurlim-aðra. Þó skal viðurkennt að „bleiku bol- anna“ frá síðasta ári var sárt saknað en von- andi lætur Vala Valtýs ekki sitt eftir liggja og mætir til leiks að ári með sitt frábæra lið. Að venju öttu kappi allir við alla og í lokin stóð Grínarafélagið án Markarinnar uppi sem sigurvegari enn eitt árið.........nei, nei, afsakið, þetta er orð- ið að vana enda sig- urlið undanfarinna þriggja ára............. Það var lið Reynslu og léttleika sem sigr- aði þetta árið. Lið Reynslu og léttleika var öðrum liðum fremra og vann alla sína fjóra leiki, skoraði 24 mörk en hirti knöttinn fjórum sinnum úr möskvum sínum. Lið Grínarafélagsins án Markarinnar hreppti annað sætið, sigraði tvo leiki og tap- aði hinum tveimur. Ljóst er að liðið saknaði Gunnars Jónssonar markvarðar sárlega og því fór sem fór. Hann var staddur erlendis og ekki náðist að fljúga með hann heim fyrir mótið. Lið LA-LAW og LOGOS innbyrtu bæði einn sigur og eitt jafntefli, en lutu tvisvar í gras. Markatala LOGOS var betri og hrepptu þeir því þriðja sætið. Kom því fjórða sætið í hlut LA-LAW. Restina rak lið Fulltingis sem ekki stóð undir nafni í þetta sinn, liðið gerði tvö jafntefli og laut tvisvar í gervigras. Ljóst er að piltarnir þarfnast meiri og betri þjálfunar en vonandi verður búið að bæta úr því fyrir næsta mót. Innanhúsmótið verður að venju haldið í byrjun maí n.k. og er það í 10 skiptið sem 4 / 2 0 0 3 Lesendum til glöggvunar er skilgrein- ing Íslenskrar orðabókar á knatt- spyrnu þessi: knatt · spyrna KVK ÍÞR. • knattleikur þar sem tvö lið reyna að sparka leður- klæddum knetti (69-71 cm ummáls, 397-453 g að þyngd) í mark hvort hjá öðru á velli 91,5 til 119 x 46 til 91,5 m (í milliríkjakeppni 101 til 110 x 64 til 73 m) stórum, fótbolti (2) Heimild: Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt, bls 793. Af fóthvötum lögmönnum Hið árlega knattspyrnumót utanhúss fór fram föstudaginn 3. október 2003 í blíðskaparveðri. Samkvæmt venju og góðu fordæmi var ákveðið að lögjafna mótsstaðnum við mótsstaði undanfarinna ára, þannig að gervigrasið í Laugardal varð fyrir valinu níunda árið í röð. Knattspyrnumótið LMFÍ utanhúss haustið 2003 fór fram í blíðskaparveðri í Laugardalnum. Lögmenn nutu þess að teygja úr stirðum limum, valhoppa, taka spretti, sparka lauslega í andstæðingana og elta knöttinn fimlega en ungmennafélagsandinn sveif yfir vötnum sem endranær á svona stundum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.