Lögmannablaðið - 01.12.2003, Síða 23

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Síða 23
23 VINNURÉTTARFÉLAG ÍSLANDS er tveggjaára um þessar mundir. Það var stofnað 12. desember 2001 í þeim tilgangi að vinna að um- fjöllun og rannsóknum á sviði vinnuréttar, efla samskipti milli þeirra sem starfa að vinnuréttar- málum og stuðla að útgáfu greina og rita um vinnurétt. Félagsmenn eru um 70 talsins. Formaður félagsins er Sigurður Líndal, fyrrver- andi prófessor. Aðrir í stjórn eru Hrafnhildur Stef- ánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífs- ins, og Atli Gíslason hrl. Í varastjórn eru Magnús Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ, og Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri starfsmanna- skrifstofu fjármálaráðuneytisins. Það sem af er hefur félagið haldið nokkra fræðafundi. Fjallað hefur verið um Félagsdóm, til- urð hans og hlutverk. Sigurður Líndal hafði fram- sögu en skiptar skoðanir eru um þörfina á slíkum sérdómstól og tilnefningar aðila í dóminn. Töldu sumir fundarmanna að skipan dómsins hefði reynst vel. Hægt sé að fá dóm á mjög skömmum tíma og innan þess 7 daga frests sem er boðunar- tími verkfalls. Slíkur möguleiki þurfi að vera fyrir hendi. Flýtimeðferð fyrir almennum dómstólum svari ekki þeim kröfum. Aðrir töldu skipan dóms- ins vera barn síns tíma. Stærsti ágallinn sé að efn- isdómum hans verði ekki áfrýjað. Fyrir komi að Félagsdómur sé að taka ákvarðanir sem hafa áhrif langt út fyrir vinnumarkaðinn. Það sé ein megin röksemdin fyrir breytingum á réttinum. Á öðrum fundi var rætt um félagafrelsi starfs- manna í ljósi dóms Félagsdóms í máli nr. 2/2002. Félagsdómur taldi að í forgangsrétti stéttarfélags fælist ruðningsréttur, þ.e. að við uppsögn eigi félagsmenn þess félags að sitja fyrir um vinnu umfram félagsmenn annars félags sem ekki hafði samið um forgangsrétt félagsmanna sinna að um- ræddum störfum. Framsögu höfðu Ragnar Árna- son hdl. og Lára V. Júlíusdóttir hrl. Umræður voru líflegar en niðurstaða dómsins virtist koma sumum félagsmönnum á óvart. Bótamál þeirra starfsmanna sem Félagsdómur taldi að ólöglega hefði verið sagt upp eru nú til meðferðar í Hæsta- rétti. Að loknum aðalfundi félagsins s.l. vor var síðan fjallað um persónuvernd starfsmanna. Fram- sögu höfðu Elsa Þorkelsdóttir, lögfræðingur hjá Persónuvernd, og Bergþóra Ingólfsdóttir, Mandat lögmannsstofu. Þessir fundir hafa verið haldnir í hádeginu og verið mjög vel sóttir. Þá hefur félagið gerst aðili að alþjóða vinnu- réttarfélaginu, International Society for Labour Law and Social Security, en það félag gengst reglulega fyrir ráðstefnum á sviði vinnuréttar, nú síðast í Montevideo. Lögmenn sem hafa hugmyndir um efni eða verkefni sem vert gæti verið að taka upp eru hvattir til að koma þeim á framfæri við stjórnar- menn. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Stjórn Vinnuréttarfélags Íslands. F.v. Sigurður Líndal formaður, Hrafnhildur Stefánsdóttir ritari og Atli Gíslason. Af fundi Vinnuréttarfélags Íslands. Vinnuréttarfélag Íslands Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.