Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 7
7 Lögfræðin endurspeglar samfélagið Ágúst Þór Árnason hefur haft veg og vanda af metnaðarfullri fundaröð við Háskólann á Akureyri í haust sem nefnist "Lögfræðitorgið". Að sögn Ágústs er þetta mikil breyting á framboði á fræði- legri og almennri umfjöllun um lögfræðileg og samfélagsleg málefni á lands- byggðinni en stefnt er að því að hafa Lögfræði- torgið á hverjum þriðjudegi meðan kennt er allt til vors. Eruð þið að bregðast við samkeppni við aðra skóla með Lögfræðitorginu? Nei, við erum að fara nýjar leiðir. Það er okkar stefna að veita laganemum sem besta sýn á við- fangsefni og eðli lögfræðinnar auk þess sem við viljum geta boðið starfandi lögmönnum og öðrum löglærðum, sem og öllu áhugafólki um lögfræði- leg efni, tækifæri til að kynnast því sem hæst ber í fræðunum. Hverjir eru það sem sækja þessa fundi? Það eru nemendur á fyrsta ári sem fá þarna óvenju djúpa og breiða starfskynningu og viðbót við hefðbundið námsframboð. Bæjarbúar, sérstak- lega lögfræðingar og aðrir sem hafa með lagaleg málefni að gera starfs síns vegna, hafa verið að mæta á þessa fundi. Fundarsókn hefur farið fram úr björtustu vonum okkar sem að þessu standa. Það voru t.d. um 60 manns á fyrirlestri Eyþórs Þorbergssonar, fulltrúa hjá sýslumanninum á Akureyri, „Afbrot unglinga og uppbyggilegt rétt- arkerfi. Telur þú að nám í lögfræði eigi að endurspegla þjóðfélagsumræðuna frekar en nú er? Lögfræðin endurspeglar samfélagið og sam- félagið lögin þannig að varla verður hjá því kom- ist að nám í lögfræði endurspegli þjóðfélagsum- ræðuna að verulegu leyti. Fyrirlestrum á Lög- fræðitorginu er ætlað að fylla betur út í þá mynd sem nemendur hafa af samfélaginu, gildi lögfræð- innar og tengslum hennar við þjóðfélagið. Ekki er ætlunin að erindi flutt á Lögfræðitorgi fjalli sér- staklega um það sem efst er á baugi hverju sinni þótt slíkt geti að sjálfsögðu gerst. Markmiðið er að veita áheyrendum innsýn í stofnanir samfélags- ins, starfsvettvang lögfræðinga og viðfangsefni lögfræðinnar. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Sjálfsagt mæta ekki alltaf margir á morgun-, hádegis-, eða kvöldfundina sem lögfræðingum býðst um þessar mundir. Þessi mynd er tekin á vorþingi LMFÍ 2003.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.