Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 21
21 undirbúningur vegna norræna málþingsins. Var slíkur fundur haldinn hér á landi hinn 2. júní 2003 sem 8 norrænir gestir sóttu og flutti einn gestanna erindi á fundi Félags um vátryggingarétt um endurskoðun laga um vátryggingarsamninga í Danmörku. Viðfangsefni. Heiti félagsins er Félag um vátryggingarétt en vátryggingaréttur og skaðabótaréttur eru ná- tengdar greinar lögfræðinnar. Vátryggingafélög koma að stærstum hluta skaðabótauppgjöra. Félagið lætur sig þess vegna varða báðar þessar greinar lögfræðinnar. Árlega kveður Hæstiréttur upp fjölmarga dóma á þessu réttarsviði. Þá hefur átt sér stað talsverð þróun í löggjöf á þessu sviði. Það hefur sýnt sig að ekki er skortur á umfjöll- unarefnum til að taka fyrir á fræðafundum, m.a. hafa margar nýjar vátryggingagreinar orðið til á síðustu árum og nægir þar að nefna síaukinn fjölda starfsábyrgðartrygginga, sjúklingatrygg- ingu og réttaraðstoðar- eða málskostnaðartrygg- ingar í fjölskyldu- og fasteignatryggingum. Fræðslufundir félagsins. Frá stofnun félagsins hefur það haldið ellefu fræðafundi, sem nú verða taldir: Hinn 19. júní 2001 hafði formaður félagsins fram- sögu um Áhættutöku farþega í bifreið með ölvuðum ökumanni. Ritgerð sama efnis eftir framsögumann birtist síðar í Líndælu, afmælisriti, sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út til heiðurs Sigurði Líndal í tilefni sjötugsafmælis hans 2. júlí 2001. Annar fræðafundurinn var haldinn 29. nóvember 2001. Fjallaði prófessor Viðar Már Matthíasson þá um efni, sem hann nefndi Er nýrra laga um vátryggingarsamninga að vænta? Gerði fyrirlesar- inn m.a. grein fyrir ýmsum nýmælum, sem stjórn- skipuð nefnd um ný lög um vátryggingarsamninga, hafði fjallað um. Þriðji fundurinn var 15. janúar 2002. Hélt for- maður félagsins þá erindi, sem hann nefndi Spjall um skaðabótarétt í Bandaríkjunum – Sviptingar á síðustu árum. Fjórði fræðafundurinn var haldinn í tengslum við aðalfund félagsins 21. maí 2002. Framsögumaður var Ingvar Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður og talaði um efnið Hefur hugtakið varanleg örorka fengið lögákveðna merkingu? Tilefni erindisins var dómur Hæstaréttar 15. nóvember 2001, sem fjallar um rétt starfsmanns til bóta úr atvinnuslystrygg- ingu launþega skv. kjarasamningi. Fimmti fundurinn var 30. ágúst 2002. Þá flutti Hans Jacob Bull prófessor við lagadeild Oslóarhá- skóla fyrirlestur, sem hann nefndi Identifikasjon i forsikringsretten. Efni hans var áhrif þess á réttar- stöðu vátryggðs, að aðrir en hann, einkum starfs- menn hans, vátryggingartaki eða meðvátryggðir, gerast sekir um brot gagnvart vátryggjanda. Var einkum rætt um efnið í ljósi norsku laganna um vátryggingarsamninga frá 1989. Til samanburðar vék prófessor Bull að eldri norrænum lögum um vátryggingarsamninga. Sjötti fræðafundurinn var haldinn 10. október 2002. Kristján Guðjónsson, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri sjúkratryggingasviðs Trygginga- stofnunar ríkisins, fjallaði þá um Sjúkratryggingar skv. lögum um almannatryggingar. Sjöundi fundurinn var 26. nóvember 2002. Á honum var fyrirlesari Jakob R. Möller, hæstaréttar- lögmaður. Fundarefni var Verðsett skírteini í skaða- tryggingum. Áttundi fundurinn var 21. janúar 2003. Þá talaði Una Björk Ómarsdóttir, lögfræðingur hjá Trygg- ingastofnun ríkisins um Sjúklingatryggingu skv. lögum nr. 111/2000. Níundi félagsfundurinn var haldinn 18. febrúar 2003. Þá hélt Þorvarður Sæmundsson, lögfræð- ingur og framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá Sjó- vá-Almennum tryggingum hf. erindi um Endur- tryggingar. Tíundi fundurinn var 25. mars 2003. Rúnar Guð- mundsson, formaður Úrskurðarnefndar í vátrygg- ingamálum og yfirlögfræðingur hjá Fjármálaeftir- litinu hélt þá erindi um Starfsemi Úrskurðar- nefndar í vátryggingamálum. Ellefti fundurinn var haldinn 2. júní 2003. Jakob Thyssen Valerius, lögfræðingur og skrifstofustjóri hjá Forsikring & Pension í Danmörku hélt þá erindi um Endurskoðun dönsku laganna um vátrygging- arsamninga (Forsikringsaftaleloven). Fundi félagsins sækja að jafnaði um 20-30 félagsmenn en í félaginu eru 67 einstaklingar, sex vátryggingafélög og þrjár lögmannsstofur. Fleiri fræðafundir eru ráðgerðir á næstunni. Þeir sem áhuga hafa á að sækja fundina og ganga í félagið eru hvattir til að hafa samband við ein- hvern stjórnarmanna. Formaður félagsins er Arnljótur Björnsson, rit- ari Erla S. Árnadóttir, hrl. og gjaldkeri Rúrik Vatnarsson hdl. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. er varastjórnarmaður. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.