Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 27
27 ÞANN 1. júlí 2003 tóku gildi ný lögum verðbréfasjóði og fjárfestinga- sjóði nr. 30/2003. Í þessari grein er ætl- unin kynna stuttlega lagaumhverfi sjóða um sameiginlega fjárfestingu og breytingar á því með nýjum lögum. Þá er vakin athygli á athyglisverðri umræðu sem á sér stað í Bandaríkj- unum um starfsemi skyldra sjóða. Af hverju lög um sjóði? Engin altæk skilgreining er til um sjóði um sameiginlega fjárfestingu. Margvíslegar tegundir sjóða eru til. Aðgreining felst til dæmis í því hvort sjóður kaupi einungis ákveðnar tegundir fjármálagerninga eða hvort almenningi eða ein- göngu fagfjárfestum er heimilt að fjárfesta í þeim. Sjóði má líka til dæmis flokka eftir því hvort þeim er skylt að kaupa hluti fjárfesta aftur að kröfu þeirra eða, hvort sjóður starfi sem sjálfstætt félag eða hluti af starfsemi stærra fjármálafyrirtækis. Svona mætti lengi telja. Það sem öllum sjóðum er sameiginlegt er sú starfsemi að taka við fé frá fjárfestum til þess að endurfjárfesta í fjármála- gerningum. Þá er litið svo á að félög sem eru í annari starfsemi eða blandaðri starfsemi teljist ekki til sjóða. Kostir sjóða felast meðal annars í möguleikum fjárfesta á meiri áhættudreifingu, aðgangi að sérfræðiþekkingu og lægri viðskipta- kostnaði en ef þeir fjárfestu eingöngu á eigin vegum. Að auki leika sjóðir mikilvægt hlutverk við að flytja fjármagn frá fjárfestum til fram- kvæmda. Vegna þjóðhagslegs mikilvægis sjóða og þeirrar staðreyndar að hluti af ævisparnaði fjöl- margra einstaklinga er bundinn í sjóðum hefur víðast hvar þótt rétt að setja sérlög um sjóði um sameiginlega fjárfestingu. Sjóðir sem falla undir gildissvið slíkra laga lúta þá eftirliti og sæta tak- mörkunum um skipulag og starfsemi. Því er laga- setning oft rökstudd með vísan til neytenda- verndar. Á Íslandi hafa verið ákvæði í lögum um sjóði um sameiginlega fjárfestingu síðan 1986. Árið 1993 voru sett sérlög um verðbréfasjóði. Gildandi lög tóku við þeim. Inntak laga um sjóði um sameigin- lega fjárfestingu Samkvæmt íslenskum lögum er rekstur sjóða um sameiginlega fjár- festingu starfsleyfisskyldur. Eingöngu aðilar sem uppfylla skilyrði laganna fá starfsleyfi. Skilyrðin lúta meðal annars að skipulagi með tilliti til félagaforms og innri verkferla, hæfi starfsmanna, upplýsingagjöf til fjárfesta og yfir- valda, óhæfi gagnvart öðrum en fjárfestum, útreikning á gengi og fjárfestingaheimildum. Að auki eru ákvæði í lögunum um eftirlit og viðurlög. Markmið og breytingar nýrra laga Megin markmið nýrra laga eru þrjú. Í fyrsta lagi að innleiða breytingar í samræmi við breyt- ingar á ESB rétti. Nýlegar breytingar á UCITS til- skipun frá árinu 1985 um sjóði um sameiginlega fjárfestingu kölluðu á breytingar í íslenskum lögum. Sjóðir sem uppfylla skilyrði tilskipunar geta fengið starfsleyfi á öllu EES svæðinu. Skil- yrðin eru ströng til dæmis hvað varðar heimilar fjárfestingar. Um 90% af fjárfestingum slíkra sjóða þurfa vera í skráðum fjármálagerningum. Afleiðuviðskipti eru takmörkuð og ítarleg ákvæði um áhættudreifingu gilda. Þá er þeim ávallt skylt að kaupa til baka hlut fjárfesta að kröfu þeirra. Hugtakið ,,verðbréfasjóður“ er samkvæmt þessu lögbundið um sjóði sem hafa starfsleyfi á grund- velli skilyrða tilskipunar. Með nýjum lögum voru starfsheimildir verðbréfasjóða rýmkaðar til sam- ræmis við breytingar á tilskipun. Í öðru lagi var markmið nýrra laga að auka samkeppnishæfni íslenskra sjóða. Í þessu skyni var skattaleg staða sjóða bætt. Þá voru ákvæði um stjórnskipulag sjóðanna endurskoðuð og fleiri rekstrarform heimiluð. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Lagaumhverfi sjóða um sameiginlega fjárfestingu Jóhann Pétur Harðarson hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.