Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 6
6 Aukið framboð kemur með nýjum kennurum Kolbrún Linda Ísleifs- dóttir, skrifstofu- og kennslustjóri við lagadeild Háskóla Íslands, seg- ir að málstofur á vegum Laga- stofnunar hafi verið vikulega í haust á afmörkuðum réttar- sviðum. Á vegum lagadeildar hafa svo verið málstofur sem kallast „Af vettvangi dómstólanna“ og þar eru teknir fyrir nýir hæstaréttardómar sem eru í umræðunni og þykja nýmæli. Auk þess er Stofn- un stjórnsýslufræða og stjórnmála mjög öflug og er stundum með fræðafundi sem eru lögfræðilegs eðlis. Ekki má svo gleyma Orator, félagi laga- nema, sem eru með nokkra fræðafundi á ári. Eruð þið að bregðast við samkeppni við aðra skóla með svo miklu framboði? Í sjálfu sér ekki. Þetta kemur meira með nýjum stjórnendum og kennurum. Til dæmis er hluti af kennslu Bjargar Thorarensen, sem er nýráðinn prófessor við lagadeild HÍ, að hafa opnar mál- stofur í stjórnskipunarrétti. Þar fær hún lögfræð- ing og sérfræðinga úr öðrum greinum til að taka þátt í málstofunni og þetta hefur gefist ákaflega vel. Hverjir eru það sem sækja þessa fundi? Laganemar auðvitað eru duglegir að sækja þessa fundi. Svo eru lögmenn og lögfræðingar. Þegar umræðuefni tengjast t.d. Alþingi þá sækja alþingismenn þessa fundi og svo mætti lengi telja. Auðvitað vildum við sjá fleiri lögfræðinga og lög- menn á þessum fundum. Telur þú að skólarnir eigi að endurspegla þjóð- félagsumræðuna eða halda sig við fræðin? Fræðin eiga að endurspeglast í kennslunni en þjóðfélagsumræðuna tökum við í fyrirlestrum og viðtölum. 4 / 2 0 0 3 Gróskan í fræðafundunum Á haustmánuðum hafa áhugasamir lög- fræðingar getað setið á fræðafundum allt að fimm sinnum í viku! Háskólar jafnt sem fag- og áhugamannafélög lögfræðinga hafa boðið upp á fjölda funda og ráð- stefna og óhætt er að fullyrða að framboð hefur sjaldan eða aldrei verið meira. Þetta mikla úrval má fyrst og fremst þakka þeirri samkeppni sem er komin milli háskólanna fjögurra sem bjóða upp á laganám í dag. Samkeppnin kemur m.a. fram í viðleitni þeirra til að bjóða upp á eitthvað nýtt og ferskt í fræðunum en tím- inn mun svo leiða í ljós hvort lagadeild- irnar hafi úthald í að bjóða stöðugt upp á nýtt efni. Það er ekki einungis að gróska sé í fræðafundum heldur hafa aldrei fleiri stundað laganám á Íslandi og fjöldi manns er í framhaldsnámi erlendis. Sem stendur njóta lögfræðingar þessa og geta, eins og fyrr segir, sótt ótal fjölda funda um ýmis áhugaverð efni. Ýmsir hafa haft á orði að það sé orðið tímabært að öll kynning á viðburðum innan lögfræðistéttar- innar verði á einni heimasíðu þar sem áhugasamir geta kynnt sér hvað er í boði hverju sinni og jafnvel bókað sig. Sjálfsagt er það bara spurning um tíma hvenær slík heimasíða kemur. Velta má fyrir sér hvort það sé hlutverk lög- fræðideilda háskólanna fjögurra að bjóða upp á efni sem er á jaðri þess að falla undir kennslu eða námsefni í laganámi. Eiga deildirnar að halda sig við fræðin eða endurspegla þjóðfélagsumræðuna? Hverjir eru það sem sækja þessa fundi? Eru það lögmenntaðir eða lögfræði- nemar? Lögmannablaðið hafði samband við fulltrúa skólanna og spurðist fyrir um þetta.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.