Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 19
Fréttir frá félagsdeild
19
Fréttir frá félagsdeild
Þetta ár sem senn er á enda hefur verið gott fyrir
félagsdeild LMFÍ og hún hefur fest sig enn frekar
í sessi. Það sést m.a. á því að fjöldi
lögmanna sem hefur skráð sig í
deildina er talsvert meiri en á síðasta
ári en félagsmenn fá afslátt af nám-
skeiðum og LÖGMANNALIST-
ANUM auk afsláttar hjá fyrirtækjum
úti í bæ. LÖGMANNALISTINN,
þar sem almenningur getur leitað að
lögmanni eftir málaflokki, er mjög
þarfur en lögmenn þurfa að skrá sig
sérstaklega á hann. Til að athuga
skráningu er mönnum bent á að
fletta upp á sjálfum sér á heimasíðu
félagsins og ef þeir eru skráðir með málaflokka
er skráning í lagi. LÖGMANNALISTINN er
sennilega ódýrasta auglýsing sem hægt er að fá
fyrir lögmenn. Nú er verið að þýða málaflokk-
askrána á sex önnur tungumál þannig að auk
ensku og dönsku verður hægt að finna lögmenn á
spænsku, þýsku, frönsku, tælensku, serbó-króa-
tísku og pólsku.
Haustnámskeið
Námskeið haustannar urðu alls ellefu og voru
sótt af 130 manns. Fimm þeirra voru af fræði-
legum toga fyrir lögmenn. Fjögur snéru að
almennri færni og voru einnig auglýst fyrir
starfsmenn lögmannsstofa. Þar má t.d. nefna
tölvunámskeið en námskeið í upplýsingaleit á
internetinu var auglýst bæði fyrir lögmenn og
starfsmenn þeirra en tilgangur þess var að kenna
þátttakendum að nota Karnov, Ufr, vef Alþingis,
EES-vefinn og CELEX. Bókasafn LMFÍ hefur
keypt aðgang að Karnov og Ufr á netinu en verið
er að íhuga að kaupa aðgang að CELEX sem er
lagagagnagrunnur Evrópusambandsins. Það
verður sífellt mikilvægara fyrir lögmenn að
kunna leita sér upplýsinga á sem fljótvirkastan
hátt og félagið reynir að koma til móts við þessar
þarfir félagsmanna sinna. Auk þessa var haldið
sérstakt 6 klukkustunda enskunámskeið fyrir
starfsfólk lögmannsstofa sem var
haldið í tvennu lagi vegna góðrar
aðsóknar. Erlendína Kristjánsson lög-
fræðingur og enskukennari kenndi á
námskeiðinu en verið er að huga að
framhaldi á vorönn auk námskeiðs
fyrir lögmenn. Þegar líða tók að
jólum var haldið villibráðarnámskeið
þar sem Úlfar Finnbjörnsson kenndi
en því námskeiði eru gerð nánari skil
á öðrum stað í blaðinu.
Síðasta námskeið haustannar var
haldið fyrir blaða- og fréttamenn um
hugtök lögfræðinnar. Þórólfur Jónsson hjá
LOGOS kenndi um fjármálamarkaðinn, Róbert
Spanó hjá Umboðsmanni Alþingis kenndi um
stjórnsýsluna og Ástráður Haraldsson og Sif
Konráðsdóttir hjá Mandat sáu um dómsmál. Það
væru miklar ýkjur að segja að þeir 20 fjölmiðla-
menn sem mættu hefðu verið útlærðir eftir þessa
þriggja klukkustunda kennslu í lögfræði en þeir
urðu einhvers vísari og voru duglegir að spyrja
kennarana. Námskeiðið var haldið í samstarfi við
Blaðamannafélag Íslands sem hefur lýst yfir
áhuga að hafa það aftur að ári. Áhugi er fyrir að
halda fjölmiðlanámskeið fyrir lögmenn á vorönn.
Félagsdeild óskar
lögmönnum gleðilegra
jóla og farsældar á nýju
ári með þökk fyrir sam-
starfið á liðnu ári.
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
Eyrún Ingadóttir
Ástráður Haraldsson var
einn af kennurum á
fjölmiðlanámskeiðinu.
Þátttakendur á námskeiði í lög-
fræði fyrir fjölmiðlafólk komu af
flestum fjölmiðlum landsins.