Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 8
8
Vikulegar málstofur
Hólmfríður Sveinsdóttir
er verkefnisstjóri rannsókna-
og upplýsingamála hjá Við-
skiptaháskólanum á Bifröst en
næsta vor útskrifar skólinn
fyrstu viðskiptalögfræðingana.
Viðskiptaháskólinn á Bifröst
heldur málstofur í hverri viku þar sem við fáum til
okkar fólk hvaðanæva úr þjóðfélaginu. Þessir
fundir eru sérstaklega ætlaðir nemendum okkar en
eru engu að síður öllum opnir. Við auglýsum þá á
heimasíðu skólans en eðli málsins samkvæmt þá
skjótast menn ekki hingað upp í Borgarfjörð á
hádegisverðarfund! Það er hefur þó færst í aukana
að lögfræðingar og lögmenn mæti á málstofur hjá
okkur, við höfum orðið vör við það. Skólinn er í
stöðugri þróun og ég tel að við eigum eftir að fara
meira út í að halda ráðstefnur í framtíðinni sem
snerta þjóðfélagsumræðuna.
Eiga deildirnar að halda sig við fræðin eða end-
urspegla þjóðfélagsumræðuna?
Skólar eiga fyrst og fremst að endurspegla
fræðin og stöðugt að þróa þau með rannsóknar-
vinnu. Með málstofunum erum við að fá utanað-
komandi einstaklinga til að endurspegla þjóðfé-
lagsumræðuna og reynum að sjálfsögðu að gæta
jafnræðis í því.
Vel sóttir fundir
Jóna K. Kristinsdóttir
deildarfulltrúi við Háskólann í
Reykjavík segir að mikið hafi
verið af fræðafundum við Há-
skólann í Reykjavík í haust,
þar af hafi verið meðal annars
verið haldnar tvær Evrópuráð-
ráðstefnur og sérstök rann-
sóknarvika.
Er mikið framboð fræðafunda hluti af þeirri
samkeppni sem er milli háskólanna?
Fundirnir eru haldnir fræðanna vegna en ekki
til að endurspegla samkeppni. Ráðstefnan í sept-
ember var haldin af Evrópuréttarstofnun Háskól-
ans í Reykjavík, Academy of European Law í
Trier í Þýskalandi með stuðningi Utanríkisráðun-
eyis, Dómsmálaráðuneytis og Samtaka Iðnaðar-
ins. Ráðstefnan 29. október var haldin af Evrópu-
réttarstofnunni í samstarfi við Fastanefnd Evrópu-
sambandsins í Oslo og Euro Info Center á Íslandi.
Eins og sjá má er Háskólinn í miklu samstarfi við
ýmsa aðila á sviði Evrópumála og Evrópuréttar og
eru ráðstefnurnar iðulega haldnar í samtarfi við
þessa aðila.
Hverjir eru það sem sækja þessa fundi?
„Fundir Lögréttu, sem er félag laganemanna,
eru aðallega sóttir af laganemum. Síðan voru það
fyrst og fremst lögfræðingar og starfsmenn
stjórnsýslunnar sem sóttu Evrópuráðstefnurnar
sem við héldum í september og október. Helm-
ingur ráðstefnugestanna í september voru erlendir
starfsmenn Evrópusambandsins, diplómatar og
starfsmenn stjórnsýslu hinna nýju aðildarríkja
ESB í Austur Evrópu. Rannsóknarvikan var opin
og auglýst fyrir almenning og þar komu lögfræð-
ingar og áhugafólk um stjórnskipunarrétt og
skaðabótarétt og svo mætti lengi telja. Við erum
mjög ánægð með hve vel hefur tekist til með fundi
fundina sem hafa verið vel sóttir.“
Telur þú að skólarnir eigi að endurspegla þjóð-
félagsumræðuna eða halda sig við fræðin?
Skólarnir eiga ekki að „endurspegla“ umræð-
urnar í þjóðfélaginu um lögfræðileg málefni. Þeir,
eða öllu heldur kennararnir, eiga hins vegar að
vera virkir þátttakendur í henni og móta hana ef
vel tekst til fremur en að endurspegla hana. Til-
gangurinn á að vera sá að tryggja að lögfræðileg
sjónarmið séu kynnt almenningi, þegar um slík
mál ræðir.
4 / 2 0 0 3