Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 24
24 FÉLAG lögfræðinga fjármálafyrir-tækja á rætur sínar að rekja allt til ársins 1972. Þá hittust nokkrir lögfræð- ingar sem störfuðu hjá bönkum í Reykjavík og ákváðu að stofna félags- skap sem myndi hafa forgöngu í sam- eiginlegum hagsmunamálum félags- manna, einkum að því að bæta störf og starfsaðstöðu þeirra með hvers konar félagslegum úrræðum. Félagið hét upphaflega Félag íslenskra bankalög- fræðinga og voru við stofnun þess 20 lögfræðingar skráðir í það. Strax frá upphafi voru lög félagsins orðuð með þeim hætti að innan félagsins gætu hugsanlega verið allir þeir starf- andi lögfræðingar sem ynnu hjá lánastofnunum sambærilegum við banka og spari- sjóði. Hefur það og verið raunin. Árið 1999 var félagið stækkað þannig að lögfræðingum hjá vátryggingafé- lögum var boðin aðild að félaginu, auk lögfræðinga hjá tengdum stofn- unum og fyrirtækjum á fjármálamark- aði svo sem Fjármálaeftirlitinu, Verð- bréfaskráningu Íslands og Kauphöll Íslands. Var það gert m.a. í ljósi þess að samstarf á milli tryggingafélaga og lánastofnana hafði færst í vöxt auk þess sem umsvif íslensks verðbréfamarkaðar hafði aukist til muna á þeim árum frá því sem áður var. Í dag eru skráðir u.þ.b. 130 lögfræðingar í félagið og geta allir þeir verið félagsmenn sem hafa lögfræðipróf og starfa hjá íslenskum fjár- málafyrirtækjum eins og þau eru skilgreind í lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Mikilvægasta hlutverk félagsins í dag er að gangast fyrir skoðanaskiptum og fræðastarfi á sviði lögfræði hjá félagsmönnum og stuðla að endurmenntun þeirra. Þannig heldur félagið a.m.k. fjóra fundi árlega auk aðalfundar. Hápunktur starfseminnar er árlegt fræðsluþing félagsins. Hafa slík þing á undanförnum árum verið haldin úti á landi og fengnir sérfróðir fyrir- lesarar um þau efni sem til umræðu eru hverju sinni. Auk þessa eru haldnir styttri fræðslufundir þar sem fjallað er um nýjar laga- eða reglugerðar- breytingar eða tillögur þar um, athyglisverða dóma sem fallið hafa eða önnur málefni er varða hagsmuni eða störf lögfræðinga hjá fjármálafyrir- tækjum. Stjórn félagsins eru skipuðum þremur mönnum; formanni, varaformanni, sem jafnframt er gjaldkeri og ritara. Stjórnina skipa nú þau Daði Bjarnason hjá Sparisjóðabanka Íslands, Helga Jónsdóttir hjá Sjóvá Almennum og Stefán Þór Bjarnason hjá Landsbanka Íslands. Þeir sem hafa áhuga á að ganga til liðs við félagið geta sett sig í samband við framangreinda aðila. 4 / 2 0 0 3 Félag lögfræðinga fjármálafyrirtækja Daði Bjarnason hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.