Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 29
29 LÖG og reglur um verðbréfavið-skipti hafa verið mikið til umræðu undanfarin misseri, ekki hvað síst á meðal stjórnmálamanna og fjölmiðla. Oft er það með þeim hætti að bent er á brotalamir, hvað megi betur fara og jafnvel að íslensk verðbréfalöggjöf sé ófullkomin eða hún sé vart til staðar! Allt slíkt er fjarri raunveruleikanum og staðan hérlendis í raun sú að löggjafinn og framkvæmdavaldið hafa fylgst náið með þróun á fjármálamarkaði í Evrópu og settu nýlega nokkuð heildstæða lög- gjöf um verðbréfamarkaðinn. Ætlunin er að fjalla stuttlega um lög nr. 33/2003 um verðbréfafyrir- tæki í þessari grein. Það fer vart á milli mála að þróun á verðbréfa- mörkuðum og í verðbréfaviðskiptum hefur verið gríðarlega ör síðustu misseri. Þannig má geta þess að fram til ársins 1986 voru ekki í gildi hérlendis lög sem sérstaklega fjölluðu um verðbréfavið- skipti. Að sjálfsögðu áttu menn þó í verðbréfavið- skiptum fram til þess tíma en kæmi til ágreinings varð að leysa úr honum eftir almennum reglum kröfu- og viðskiptabréfaréttar sem og reglum hlutafélagalaga. Fyrstu lög sem sett voru um verð- bréfaviðskipti á Íslandi voru lög nr. 27/1986 um verðbréfamiðlun. Árið 1989 voru síðan sett lög nr. 20/1989 um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði, sem líkt og nafnið ber með sér, giltu bæði um við- skipti með verðbréf og starfsemi verðbréfasjóða. Voru þau mun ítarlegri en lögin frá 1986 og að ýmsu leyti í samræmi við löggjöf nágrannaríkja okkar. Árið 1993 voru sett lög nr. 9/1993 um verð- bréfaviðskipti og var þá tekið mið af reglum Evr- ópusambandsins um þetta efni, auk löggjafar nágrannaríkjanna, vegna fyrirhugaðrar aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Þau lög voru síðan leyst af hólmi með lögum nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti, þar sem innleiddar voru tilskipanir ESB um fjárfestingarþjónustu á sviði verðbréfaviðskipta (93/22/EB) og eiginfjárkröfur fjárfestingarfyrirtækja og lánastofnana (93/6/EB). Þeim lög- um var breytt samtals 10 sinnum á árunum 1998 til 2003, er núgildandi lög nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti öðluðust gildi. Eins og sést á þessari upptalningu er ljóst að mikil þróun hefur átt sér stað á því regluverki sem gildir um verðbréfamarkaði og oft hefur löggjafinn gripið inn í eða aukið við þar sem slíkt hefur verið talið nauðsynlegt. Til samanburðar má geta þess að lög um lausafjárkaup nr. 39/1922, sem giltu um viðskipti manna með lausafjármuni og með lögjöfnun um fasteignakaup, stóðu svo gott sem óbreytt þar til ný lög voru sett árið 2000, tæpum 80 árum síðar! Á tæplega tuttugu ára tíma- bili, þ.e. frá því lagareglur um viðskipti manna með verðbréf litu fyrst dagsins ljós, hefur slíkri löggjöf á hinn bóginn margsinnis verið breytt og bætt við. Segja má að þessi þróun löggjafar um verð- bréfaviðskipti hafi haldist nokkurn veginn í hendur með þróun skipulegs verðbréfamarkaðar hér á landi. Þannig var skipulegum verðbréfa- markaði fyrst komið á hérlendis árið 1985 en til samanburðar má geta þess að slíkir verðbréfa- markaðir tóku til starfa í Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku á ofanverðri 19. öld og enn fyrr í helstu fjármálamiðstöðvum heimsins, New York og London, þar sem kauphallir með verðbréf tóku til starfa um aldamótin 1800. Þannig vorum við 100 til 200 árum seinni að koma okkur upp skipu- legum verðbréfamarkaði en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Skipulegum verð- bréfamarkaði var fyrst komið á hér á landi með reglum nr. 268/1985 um Verðbréfaþing Íslands sem settar voru af bankastjórn Seðlabanka Íslands og staðfestar af viðskiptaráðherra hinn 28. júní 1985. Voru reglurnar birtar í B-deild Stjórnartíð- L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Lög um verðbréfaviðskipti Bjarki H. Diego hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.