Lögmannablaðið - 01.09.2004, Síða 16

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Síða 16
16 3 / 2 0 0 4 H v e r f a n d i l a n d a m æ r i l ö g m e n n s k u n n a r Karl Georg Sigurbjörnsson hrl. Alþjóðlegi sakamála- dómstólinn frá sjónar- horni verjenda Undirritaður varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá styrk í gegnum Lög- mannafélag Íslands til að setjast á námskeið á vegum CCBE (the Council of Bars and Law Societies of the Europ- ean Union) og ERA (the Academy of Eur- opean Law in Trier, Germany) með styrk frá framkvæmdaráði Evrópubandalagsins. Námskeiðið er til þess ætlað að þjálfa verj-endur í að koma fram fyrir hinum Alþjóð- lega sakamáladómstóli (International Criminal Court eða ICC) sem nú er að taka til starfa og er með aðsetur í Haag í Hollandi. Tilgangurinn með námskeiðinu er að þjálfa verjendur í alþjóðlegum refsirétti og í þeim formreglum sem gilda fyrir ICC til að hægt sé að kalla til verjendur sem þekkja gangverk dómstólsins þegar hann tekur til starfa. Megináhersla við val á verjendum á námskeiðinu eru starfandi lögmenn frá austur- og mið Evrópu en til að byggja upp tengslanet milli lögfræðinga í Evr- ópu eru teknir lögmenn á námskeiðið frá Evr- ópubandalagslöndunum. Verjendurnir voru valdir af viðkomandi lögmannafélögum í hverju landi fyrir sig og voru valdir 98 lögmenn til að sitja námskeiðið, 16 lögmenn koma frá Evrópu- bandalagslöndunum og 82 koma frá austur- og mið Evrópu. Námskeiðið er tvíþætt. Í fyrsta lagi er það byggt upp til að þjálfa þátttakendur með fyrir- lestrum, verkefnum og vinnuhópum. Heim- sóknum til þeirra alþjóðlegu dómstóla sem eru starfandi s.s. dómstólinn fyrir fyrrum Júgóslavíu og ICC. Heimsóknum frá dómurum við dómstól- ana fyrir Rwanda og Sierra Leone. Einnig eru þjálfunarréttarhöld sett á svið (moot-court excer- ises). Í öðru lagi er tilgangurinn með námskeiðinu að byggja upp vefaðgang fyrir alþjóðlegan saka- málarétt og kennsluefni fyrir verjendur fyrir ICC sem hægt er að nota síðar sem þjálfunarefni hvar sem er í heiminum fyrir lögfræðinga sem hafa áhuga á að kynna sér gangverk dómstólsins og komast á lista hjá honum sem hæfir starfandi verj- endur fyrir ICC. Námskeiðinu er skipt í fjóra hluta og tekur tvö ár að ljúka því. Öðlast þátttakendur rétt til að sækja um að komast á lista yfir hæfa verjendur fyrir dómstólnum að því loknu. Þátttakendur fara fjórum sinnum til Trier í Þýskalandi og Haag í Hollandi og sitja námskeiðið. Hvert námskeið tekur fimm daga. Fyrsti hluti námskeiðsins, sem var haldinn í lok árs 2003, var kynning á alþjóð- legum sakamálarétti, kenningum um alþjóðlegan sakamálarétt, sögu alþjóðlegs refsiréttar og sak- sókn á vegum alþjóðlegra sakamáladómstóla s.s. Nuremberg, Japan, dómstólinn fyrir fyrrum Júgó- slavíu, Rwanda dómstólinn og dómstólinn fyrir Sierra Leone. Annar hluti námskeiðsins, sem var í byrjun árs 2004, fjallaði um uppbyggingu ICC og lögsögu dómstólsins. Lögsaga ICC tekur til alvarlegustu glæpa sem framdir eru í samfélagi manna og eru þeir glæpir gegn mannkyninu, stríðsglæpir, þjóð- armorð og árásir þjóða hver á aðra (aggression). Þriðji og fjórði hluti námskeiðsins mun snúa að málarekstri fyrir ICC og byggjast upp á heim- sóknum til dómstólsins og heimsóknum til starf- andi dómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu og fylgst með málflutningi í nokkrum málum þar og svo málflutningsæfingum fyrir þátttakendur. Það sem er mjög áhugavert við námskeiðið er áherslan á sjónarhorn verjanda í svo alvarlegum málum sem alþjóðlegir glæpadómstólar taka á og ICC er ætlað á taka á í framtíðinni. Helstu vanda- málin þar frá sjónarhóli verjenda eru vandamál sem starfandi lögmenn sem flytja opinber mál þekkja frá sínum heimalöndum. Vandamál sem snúa að ofurafli ríkisins gagnvart einstaklingunum sem eru sakborningar, takmörkuð fjárráð varnar-

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.