Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 8
8 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 Í tilefni af 100 ára afmæli lagakennslu á Íslandi Í tilefni af 100 ára afmæli lagakennslu á Íslandi færði Lögmannafélag Íslands nýverið lagadeild Háskóla Íslands peningagjöf að fjárhæð krónur 400 þúsund sem ætlaðar eru t i l uppbyggingar bókasafns deildarinnar. Lagadagur 2009 Sérstök nefnd hefur hafið undir- búning næsta Lagadags sem verður haldinn 30. apríl 2009 á vegum Lögmannafélags Íslands, Lög fræð- inga félags Íslands og Dómarafélags Íslands. Ákveðið hefur verið að leita á ný til laga deildanna með efnisval, sem og til nokkurra lögmannsstofa, en að auki er gert ráð fyrir að stjórnir félaganna vinni tillögur að efni. Gert er ráð fyrir að málstofum verði fjölgað nokkuð frá síðasta lagadegi og þannig komið til móts við breiðari hóp lögfræðinga. Konur fjórðungur félagsmanna Þann 1. október s.l. var fjöldi félags- manna í Lögmannafélagi Íslands kominn upp í 770 manns en þar af eru konur 193 eða 25,1% félags- manna. Konur hafa aldrei verið svo margar í félaginu eða svo stór hluti félagsmanna. Af 770 félagsmönnum eru 333 (44%) lögmenn sjálfstætt starfandi og 119 (15%) lögmenn fulltrúar á lög mannsstofum. Þá starfa 278 (36%) lögmenn sem innanhússlögmenn, en af þeim starfa 196 (25%) lögmenn hjá fyrir- tækjum og félagasamtökum, en 82 (11%) hjá ríki og sveitar félögum. Auk þess eru 40 (5%) lögmenn hættir störfum sökum aldurs. Á síðustu misserum hefur fjölgun félagsmanna í Lögmannafélaginu að stórum hluta byggst á auknum umsvifum fjármálafyrirtækja eða starfsemi tengdum þeim. Óvíst er hvort og þá með hvaða hætti þær miklu hræringar sem orðið hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu hefur á fjölda og/eða samsetningu félagsmanna, 30 klára hdl-námskeið Nýlega luku 30 lögfræðingar námskeiði til öflunar réttinda til að vera héraðsdómslögmaður en upphaflega voru 43 þátttakendur skráðir til leiks. Var þetta annað námskeiðið sem haldið er á þessu ári og það ellefta í röðinni frá því nýtt fyrirkomulag réttindaöflunar komst á. Þetta síðasta námskeið var sérstakt fyrir þær sakir að í fyrsta sinn voru skráðir þátttakendur frá lagadeildum allra þeirra fjögurra háskóla sem útskrifað geta lög- fræðinga hér á landi. S j á l f st æt t st a r f a ndi 4 4 % Ful l t r úa r l ögma nna 15 % Fy r i r t æk i og f é l a ga sa mt ök 2 5 % H æt t i r st ör f um 5 % Rí k i og sv e i t a r f é l ög 11% Myndin sýnir skiptingu félagsmanna í LMFÍ eftir því hvar þeir starfa. Kynjahlutfall 0,0% 20,0% 40,0% 60,0% 80,0% 100,0% 120,0% 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 Hlutfall Konur% Karlar % Myndin s nir róun kynjahlutfalls félagsmanna í LMFÍ sí autu 10 ár. 32 klára hdl-námskei N lega luku 2 lögfræ ingar námskei i til öflunar réttinda til a vera héra sdómslögma ur en upphaflega voru 43 átttakendur skrá ir til leiks. Var etta anna námskei i sem haldi er á essu ári og a ellefta í rö inni frá ví n tt fyrirkomulag réttindaöflunar komst á. etta sí asta námskei var sérstakt fyrir ær sakir a í fyrsta sinn voru skrá ir átttakendur frá lagadeildum allra eirra fjögurra háskóla sem útskrifa geta lögfræ inga hér á landi. Mynd: bókasafn2008 9.jpg Bókasafn LMFÍ hefur v ri endurn ja og lagfært. Búi er a stækka r mi , koma upp snyrtia stö u og kaffia sta a er handan vi horni . Auk ess er komin rá laus nettenging, tvær n jar tölvur og a sta an öll or in eins og gó og hugsast getur. Bokasafn2008 10.jpg Bokasafn2008 3.jpg myndin sýnir þróun kynjahlutfalls félagsmanna í LmFÍ síðustu 10 ár. myndin sýnir skiptingu félagsmanna í LmFÍ eftir því hvar þeir starfa.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.