Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 28
28 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 breytingar á gjafsóknarákvæðum þáverandi einkamálalaga nr. 85/1936. Markmiðið var að auðvelda efnalitlu fólki að ná rétti sínum að lögum. Lögbundnar gjafsóknarheimildir er einnig að finna í íslenskum sér- lögum. Er ekki fyllilega ljóst hvers vegna Alþingi hefur valið tiltekna málaflokka fram yfir aðra til að tryggja gjafsókn án tillits til efna- hags. Vekur sú staðreynd upp spurn ingar um jafnræði borgaranna fyrir lögunum. Mun einfaldara væri að hafa rýmri almennar reglur um gjafsókn og tryggja jafnræði borgar- anna með þeim hætti. Standast núgildandi gjafsóknar ákvæði kröfur MSE? Með setningu laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var meðal annars lögfestur sá vilji Alþingis að veiting gjafsóknar væri ekki ein- göngu grundvölluð á fjárhagslegum sjónarmiðum. Hægt væri að veita gjafsókn í málum sem hefðu mikla þýðingu fyrir samfélagið í heild eða þegar um grundvallar mannréttindi viðkomandi væri að ræða. Með lögum nr. 7/2005 var svo felld brott heimildin til að veita gjafsókn á öðrum grundvelli en fjárhags- legum. Þegar horft er til síðastnefndrar brottfellingar þarf að líta til þess hvort lagabreytingin hafi hugsanlega falið í sér of umfangsmiklar tak- markanir á gjafsóknarréttinum. Mikilvægt er að skoða dóma MDE vegna 1. mgr. 6. gr. MSE enda líklegt að íslenskir dómstólar muni horfa til þeirra við túlkun 1. mgr. 70. gr. stj.skr. Telur MDE að í sumum tilvikum sé nauðsynlegt að gjafsókn sé veitt til að skilyrði réttlátrar málsmeðferðar séu uppfyllt. Hefur MDE sett fram viðmiðunarreglu í því samhengi þar sem áhersla er lögð á að meta verði allar aðstæður einstaklingsins og málsins í heild svo sem hversu flókið málið sé og mikilvægi þeirra réttinda sem eru í húfi. Það er því hugsanlegt að eftir að b-liður 1.mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var felldur úr gildi standist núgildandi gjafsóknarákvæði í íslenskum lögum ekki kröfur MSE. Ólík útfærsla norrænu gjaf- sóknar ákvæðanna Gjafsóknarákvæðin í Danmörku, Svíþjóð og Noregi byggja á sama hugmyndafræðilega grunni og þau íslensku en eru útfærð á ólíkan hátt. Íslensku lögin eru þau einu sem ekki bjóða upp á neins konar ókeyp- is réttaraðstoð heldur eingöngu möguleika á gjafsókn en dönsku, sænsku og norsku lögin bjóða öll upp á möguleika á annars konar réttaraðstoð ásamt gjafsóknar- heimildinni. Sú staðreynd að hið opinbera býður ekki upp á annars k o n a r r é t t a r a ð s t o ð h l ý t u r óhjákvæmi lega að ýta undir rýmri túlkun á íslensku gjafsóknar- ákvæðunum þar sem einstaklingum er ekki boðið upp á aðra möguleika á opinberri fjárhagsaðstoð vegna lögfræðilegra álitaefna sem komið geta upp. Þótt erfitt geti verið að bera saman tekjuviðmiðunarmörk á milli landa vegna mismunandi aðstæðna í hverju landi vekur það samt athygli að tekjuviðmið hinna Norðurland- anna eru mun hærri en þau viðmið sem sett eru í reglugerð nr. 45/2008 um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar. Í 7. gr. segir að miða eigi við 1.600.000 íkr. fyrir einstakling en í Danmörku er miðað við 236.000 dkr., í Svíþjóð 260.000 skr. og í Noregi við 230.000 nkr. fyrir einstaklinga. Auk þess sæta þessar fjárhæðir árlegri endurskoðun í Danmörku a.m.k., en hér er hvorki kveðið á um endurskoðun né vísitölubindingu. Víðtækar takmarkanir á gjafsókn 2008 Á grundvell i breytinganna á gjafsóknarákvæðunum frá 2005 var sett reglugerð nr. 45/2008 en í henni er að finna víðtækar takmarkanir á gjafsóknarveitingum. Tekju- og eignaviðmið þrengjast og eru ítarlegar reglur um til hvers skuli líta við mat á því hvort veita eigi gjafsókn. Í ljósi þess að gjafsókn á að tryggja borgurum aðgang að dómstólum og réttláta málsmeðferð sem varinn er í 1. mgr. 70. gr. stj.skr. og 1. mgr. 6. gr. MSE verður að teljast athugavert að heimildir til jafn víðtækra takmarkana og finna má í reglugerð nr. 45/2008 séu ekki lögfestar. Í dönsku og sænsku gjaf- sóknarlögunum eru tekju- og eigna- mörk gjafsóknar tiltekin í lögunum sjálfum en í þeim norsku, líkt og þeim íslensku, er ráðuneytinu veitt heimild til að setja reglugerð um nánari framkvæmd laganna þar á meðal tekju- og eignamörkin. Samantekt Mikilvægt er að gjafsóknarákvæði XX. kafla laga nr. 91/1991 um með- ferð einkamála verði endurskoðuð með það í huga að tekju- og eigna- viðmiðunarmörk verði sett í lögin sem og aðrar takmarkanir á gjaf- sóknarheimildinni. Reglugerð nr. 45/2008 yrði þannig felld úr gildi hvað varðar þau atriði. Einnig er mikilvægt að skoða hvort brottfelling b-liðar 1. mgr. 126. gr. laga nr. 91/1991 með lögum nr. 7/2005 hafi falið í sér of víðtækar takmarkanir á gjafsóknarréttindum og þannig komið í veg fyrir raunhæfa virkni réttarins til aðgangs einstakl inga að dómstólum og réttlátri máls með ferð í einhverjum tilvik um.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.