Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 24
24 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 Úrræði gildandi laga ekki komið að gagni Í gildandi rétti eru ákvæði um nauðasamninga í lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 sem kveða á um að gera megi samning um greiðslu skulda og eftirgjöf af skuldum milli skuldara og áskilins meirihluta lánadrottna hans. Slíkur samningur er bindandi fyrir aðra lánadrottna skuldarans uppfylli hann skilyrði laganna um að hafa hlotið samþykki meirihluta kröfuhafa. Af einhverjum ástæðum hefur þetta úrræði ekki komið að gagni þrátt fyrir sérstaka réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga, sbr. ákvæði laga nr. 65/1996. Laganefnd taldi rétt að það yrði kannað hvers vegna úrræði í gildandi rétti virkuðu ekki eins og þeim var ætlað í upphafi og að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að sambærilegar hindranir leyndust í nýju frum varpi. Óljóst orðalag og umfangsmikið starf nefndar Orðalag frumvarpsins er á ýmsan hátt óheppilegt. Víða gætir skilyrða sem eru í eðli sínu mjög matskennd og þar að auki afstæð. Um er að ræða stjórnsýslunefnd sem gæta þarf að jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar í ákvörðunum sínum og því þarf orðalag að vera skýrt. Kveða þarf skýrar á um ferli um sóknar í frumvarps- drögunum og í hverju starf greiðsluaðlögunar nefndar á að vera fólgið. Af inntaki frumvarpsdraganna má ráða að hlutverk greiðsluaðlögunarnefndar verður mjög umfangsmikið. Nefndin á að aðstoða umsækjendur við gerð umsókna, skoða og taka ákvörðun um umsóknir, lýsa eftir kröfum, halda utan um kröfulýsingar, gera drög að greiðsluaðlögun, funda með kröfuhöfum, taka ákvörðun um greiðsluaðlögun, og tilkynna kröfuhöfum, veðhöfum, veðþolum, ábyrgðarmönnum og samskuld- urum. Allt innan þriggja mánaða umsóknartíma. Óljós kæruleið Ekki kemur fram í frumvarps drögunum hvort ákvörðun greiðslu aðlögunarnefndar sé kæranleg til æðra stjórnvalds eða hvort hún sé endanleg á stjórnsýslu- stigi. Ákvörð unin er einhliða og bindandi fyrir alla kröfuhafa skuld ara og skal kynnt kröfuhöfum, veðhöfum, veðþolum, ábyrgðar mönnum og samskuldurum skuldara með sannanlegum hætti. Ákvörðun nefndarinnar um niðurfellingu krafna að hluta eða öllu leyti getur því snert lögvarða hagsmuni allra þeirra einstaklinga sem nefndir eru að skuli fá tilkynningu um ákvörð unina en hvergi er skilgreint hvort þessir aðilar fái stöðu aðila við meðferð málsins áður en ákvörðunin er tekin þannig að þeir geti gætt hagsmuna sinna. Frumvarpsdrög um greiðsluaðlögun: Gegn ákvæðum stjórnarskrár Í drögum frumvarps til laga um greiðsluaðlögun, sem voru til umsagnar hjá laganefnd LMFÍ fyrir stuttu, er að finna þau ný mæli að stofna greiðslu­ aðlögunar nefnd skipaða af viðskipta ráð herra. Nefndin á að veita ein stakl ingum sem eiga í verulegum erfiðleikum við að standa við fjárskuldbindingar sínar aðstoð við endurskipu­ lagningu á greiðslu skulda eða eftirgjöf þeirra að hluta eða öllu leyti. Laganefnd gerði ýmsar athugasemdir við drög frum varpsins, jafnt um einstakar greinar og framkvæmd laganna.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.