Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 20
20 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 Í síðasta pistli ræddi ég um blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar og fyrirsjáanlegan samdrátt á mörgum sviðum. Ég sá þó ekki frekar en flestir aðrir fyrir það mikla gerningaveður sem skall á nú í október og sér ekki fyrir endann á. Þannig stefnir að óbreyttu í gjaldþrot fjölmargra fyrirtækja bæði stórra og smárra en einnig er hætt við að hrikti mjög í stoðum margra félaga sem litið hefur verið á sem burðarása í þjóðfélaginu til þessa. Næstu miss- er in mun vafalaust reyna mjög á alla innviði okkar samfélags, heilbrigðis- kerfi, félagsþjónustu og allt fram- kvæmdarvaldið, löggjafann og dómstóla. Ekki síst mun þó reyna á okkur sem þjóð og vonandi berum við gæfu til þess að haga málum þannig að þegar öldurnar lægir þá stöndum við eftir sterkari þótt það verði væntanlega ekki á fjárhags- legan mælikvarða enda sá mæli- kvarði sem betur fer kominn aftar í forgangsröðina heldur en verið hefur. Að mínu mati er mikilvægt nú á tímum sem þessum er mikilvægt að flýta sér eins hægt og mögulegt er. Það á sérstaklega við um aðgerðir stjórnvalda hvort sem er fram- kvæmda valds eða löggjafans. Stíga verður til að mynda varlega til jarðar þegar löggjöf er breytt án mikils undirbúnings beinlínis vegna ástandsins. Sérstaklega á það við þegar mikilsverðum meginreglum íslenskra laga er vikið til hliðar um sinn a.m.k. Vissulega skapast þær aðstæður stundum að nauðsynlegt er að grípa hratt inn í atburðarrásina en kappkosta verður ætíð að aðferðin og niðurstaðan grafi ekki undan trúverðugleika og trausti almennings á því regluverki sem við búum við, og höfum þróað á mjög löngum tíma og með yfirveguðum hætti. Hið sama gildir vitaskuld um traust erlendra þjóða og lögaðila gagnvart okkur því oftar en ekki eiga meginreglur sér beina skír- skotun eða samsvörun í rétti okkar helstu vina- og viðskipta þjóða. Við þessar aðstæður er og áríðandi að halda uppi lögum og reglu í víðasta skilningi þeirra orða. Þar gegnum við lögmenn sem fyrr mikil vægu hlutverki og berum mikla ábyrgð hvort sem er í sókn eða vörn. Gerningaveður Lárentsínus Kristjánsson hrl. Formannspistill

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.