Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 > 13 og beinan útlagðan kostnað við endurupptöku málsins. Hins vegar tel ég líklegt að Eggert muni óska eftir því að sveitarfélagið sem í hlut á geri upp við hann á sanngjarnan hátt þannig að það auðgist ekki á hinni röngu endurskoðunarskýrslu eða hinum upphaflega sakfellisdómi sem nú er úr gildi fallinn. Eggert Haukdal hefur reyndar í millitíðinni reynt að fá dóm um slíkt uppgjör en Hæstiréttur hafnaði því að mestu og er augljóst að þar hafði sakfellis- dómurinn frá 2001 úrslitaáhrif. Viðurkenning mistaka Nú varð algjör umsnúningur í dómi Hæstaréttar, hefur þetta mál fordæmis­ gildi? Mál Eggerts Haukdal er fyrsta málið sem Hæstiréttur fellst á að endur- upptaka að kröfu dómfellda en gegn mótmælum ákæruvalds. Að því leyti hefur endurupptöku ákvörðunin fordæmisgildi. Í hinum nýja dómi felst einnig viðurkenning á því að dómarar Hæstaréttar séu ekki óskeikulir. Ég hef ástæðu til að ætla að á meðal margra dómara ríki sú skoðun að dómstólar setji niður ef þeir viðurkenni mistök við dóm- gæsluna sem hafi leitt til rangrar niðurstöðu. Ég er þessu með öllu ósammála og tel að virðing almenn- ings fyrir Hæstarétti aukist við það að dómarar viðurkenni að þeim verði á mistök eins og öðrum. Meðferð endurupptökumála sér stæð Eru of þröngar heimildir til endur­ upptöku mála? Ég er ekki viss um að heimildirnar séu of þröngar. Gallinn er hins vegar sá að meðferð endurupptökumála er afar sérstæð og lýtur ekki reglum réttarfarslöggjafarinnar um máls- meðferð. Telja verður að ákvarðanir í endurupptökumálum séu stjórn- valds ákvarðanir og því ætti að vera unnt að bera þær undir almenna dómstóla og gera kröfur fyrir héraðsdómi um ógildingu slíkra stjórnvaldsákvarðana. Þetta er afar óheppilegt. Ég tel að taka eigi ákvörðunarvaldið um endurupptöku úr höndum hæstaréttardómaranna og fela það sérstökum dómstól sem yrði skipaður einum hæstaréttar- dómara, einum lögmanni tilnefnd- um af LMFÍ og formanni sem ekki væri dómari, tilnefndum af laga- deildum háskólanna. Um málsmeð- ferð fyrir slíkum endurupptöku- dómstól ættu svo að g i lda réttar fars lög. Eru fleiri svipuð mál í farvatninu? Ekki á skrifstofu minni. Verjendur mega ekki láta misnota sig Hvað með nýlega húsle i t h já

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.