Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 30
30 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008
byggja hús í blautri mýri. Til þess að það væri mögulegt
þyrfti fyrst að veita vatninu burtu og þurrka byggingar-
svæðið. Á því væri býsna mikið af stöðnu vatni og
öðrum óhreinindum sem væru útlendu lagaboðin. Svo
þyrfti að draga byggingarefnið saman en það væru
íslensk lög, íslenskar venjur og íslenskir dómar. Þá fyrst
væri hægt að byggja úr efninu, koma rannsóknum fyrir
í kerfi og búa til kennslubækur.
Auk Lárusar var Einar Arnórsson ráðinn til skólans og
Jón Kristjánsson haustið 1909. Sex nemendur hófu nám
við lagaskólann í upphafi en í nóvember bættist sá
sjöundi við. Lagaskólinn var einn af þremur
embættismannaskólum landsins sem rann í Háskóla
Íslands þegar hann var stofnaður þann 17. júní 1911.
Þaðan útskrifuðust fyrstu kandídatarnir með íslenskt
embættispróf í lögum sumarið 1912.
Á nýju ári kemur út bók um lagadeild Háskóla Íslands
sem undirrituð ritstýrir.
Eyrún Ingadóttir
Lárus H. bjarnason Einar arnórsson jón Kristjánsson
Útgáfa íslenskra lögfræðirita 19081918
Mikið starf beið þremenninganna sem urðu
kennarar lagaskólans en á næstu tíu árum sömdu
þeir níu kennslubækur í lögum auk þess að skrifa
fjölda greina um lögfræðileg málefni.
1910: Íslenskur sjóréttur eftir Jón Kristjánsson. Prentað
sem handrit.
1911: Dómstólar og réttarfar á Íslandi eftir Einar
Arnórs son.
1911: Ný lögfræðisleg formálabók eftir Einar Arnórs
son.
1912: Íslenzkur kirkjuréttur eftir Einar Arnórsson.
1913: Íslenzk stjórnlagafræði eftir Lárus H. Bjarnason.
Prentuð sem handrit.
1913: Réttarstaða Íslands eftir Einar Arnórsson.
1913: Íslenskur kröfurjettur (sjerstaki parturinn) eftir
Jón Kristjánsson.
1916: Íslenskur verslunarrjettur, ætlaður verslunar
skólanum eftir Jón Kristjánsson.
1918: Meðferð opinberra mála eftir Einar Arnórsson.
Fylgirit með Árbók Háskóla Íslands háskólaárið 1918
1919.
Lárus H. bjarnason var ötull baráttumaður fyrir stofnun
Háskóla Íslands. Í blaðinu Reykjavík 3. apríl 1909 birtist
ræða sem hann flutti á alþingi er háskólamálið var til
umræðu.