Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 > 21 Í árslok 2007 felldi úrskurðarnefnd lögmanna úrskurð í máli á þann veg að lögmaður sætti áminningu og var auk þess gert að greiða kæranda 50.000 krónur í málskostnað. Þetta er í fyrsta sinn sem úrskurðarnefndin gerir málsaðila í kærumáli gert að greiða gagnaðila sínum málskostnað. Í þessu tiltekna máli braut lögmaðurinn á ýmsan hátt gegn góðum lögmannsháttum í störfum sínum fyrir kæranda. Meðal annars svaraði hann ekki ítrekuðum fyrirspurnum kæranda um rekstur og stöðu innheimtumáls og veitti kæranda rangar upplýsingar um málsókn fyrir dómi. Lögmaðurinn braut einnig gegn góðum lögmannsháttum með því að draga það að gera úrskurðarnefnd lögmanna viðhlítandi grein fyrir máli sínu. Úrskurðarnefnd taldi framferði kærða ekki í samræmi við þær skyldur sem hvíla á lögmanni samkvæmt lögmannalögum og siðareglum lögmanna. Hægt er að lesa þennan úrskurð nefndarinnar á heimasíðu LMFÍ ásamt öðrum úrskurðum sem fallið hafa. Þar til nýlega bárust úrskurðarnefndinni að jafnaði 30- 40 erindi á ári. Málum hefur fækkað undanfarið og á síðasta ári bárust nefndinni einungis 18 mál. Það sem af er þessu ári hafa nefndinni borist 18 mál. Úrskurðarnefnd skipa Gestur Jónsson, hrl., formaður, Einar Gautur Steingrímsson, hrl. og Kristinn Bjarnason, hrl. Lögmanni gert að greiða málskostnað

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.