Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 8
8 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Um langan aldur munu lög nr. 125 frá 7. október 2008 skjóta upp kollinum í lagakennslu á Íslandi. Með lögunum var brugðist við fyrirsjáanlegu bankahruni á Íslandi, hruni sem síðar kom í ljós að á sér vart hliðstæðu í gervallri hagsögunni. Mælt var fyrir frumvarpi til laganna af hálfu forsætisráðherra skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis á þeim örlagaríka degi 6. október 2008 og var frumvarpið samþykkt með atkvæð um 50 þing manna laust fyrir miðnætti. Óhætt er að fullyrða að lög nr. 125/2008 eigi sér ekki hliðstæðu í sögu löggjafarvalds á Íslandi. Með lögunum voru breytingar gerðar á fjórum lagabálkum auk þess sem Alþingi veitti fjármálaráðherra sérstaka heimild til að reiða fram fjármagn til að stofna nýtt fjár mála­ fyrirtæki eða yfirtaka fjármála­ fyrirtæki eða þrotabú þess í heild eða að hluta. Einna viðurhlutamest var sú breyting sem gerð var á lögum um fjármálafyrirtæki þar sem Fjármálaeftirlitinu var fært æðsta vald í málefnum fjármálafyrirtækja vegna sérstakra aðstæðna eða atvika í því skyni að takmarka tjón eða hættu á tjóni á fjármálamarkaði. Með ákvæðinu var margvíslegum réttindum hluthafa og annarra vikið til hliðar á grundvelli almanna hags­ muna. Hafa lög nr. 125/2008 því réttilega verið nefnd neyðar lögin. Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir opnum fundi um neyðar­ lögin miðvikudaginn 12. nóvember sl. undir yfirskriftinni: „ Með lögum skal (nýtt) land byggja ­ Lögfræðileg álitamál á umbrotatímum,“ þar sem sex fræðimenn við lagadeild skólans fluttu erindi um mörg þeirra álita­ mála sem risið höfðu í kjölfar setningar neyðarlaganna. Stjórnskipulegur neyðarréttur Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, flutti erindi um stjórnskipulegan neyðarrétt. Fram kom í máli Ragn­ hildar að íslensk réttarsaga hefði að geyma tvö dæmi um beitingu stjórn­ Með lögum skal (nýtt) land byggja

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.