Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 23
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 23 Krókhálsi 3 569-1900 PO RT h ön nu n Data copy er góður pappír í afar hentugum og meðfærilegum umbúðum. Hvað gerir ljósritunarpappír góðan? Ein pappírstegund til allra nota • Ljósritunarpappírinn á að vera vel hvítur • Ljósritunarpappírinn þarf að taka prentlit vel svo ólíkar fyrirmyndir verði skýrar • Hann þarf að vera fjölnota; hæfur til ýmissa nota skrifstofunnar; jafnt í svart/hvítu sem í lit, - í ljósritunarvél, prentara og faxtæki • Trygging sé fyrir vistvænu vinnsluferli pappírsins Fulltrúar Lögmannafélagsins áttu samráðsfund með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins þriðjudaginn 25. nóvember s.l. þar sem rætt var um kostnað í opinberum málum og hugmyndir ráðuneytisins til að draga úr honum, rætt um vankanta á framkvæmd uppgjöra vegna verjenda­ og réttargæslustarfa lögmanna og ófullnægjandi upplýsingastreymi frá rannsóknaraðilum í tengslum við afgreiðslu mála. Einnig hugsanlegar breytingar á reglum um öflun málflutningsréttinda fyrir Hæstarétti, þar sem opnað yrði fyrir þann möguleika að tiltekin mál fyrir þriggja manna dómi yrðu gjaldgeng sem prófmál. Rætt var um málskostnaðarákvarðanir dómstóla og hvort hugsanlega mætti setja upp sambærilegar viðmiðunarreglur og gilda um þóknun í verjenda og réttargæslumálum. Fulltrúar félagsins gerðu grein fyrir þeirri miklu óánægju meðal lögmanna með þá breytingu sem dómsmálaráðherra gerði með reglugerð nr. 45/2008 um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar. Var fulltrúum ráðu­ neytisins afhent skýrsla sem sérstök nefnd á vegum félagsins tók saman um gjafsóknarmálefni. Loks var rætt um hvort gera ætti breytingar á fyrirkomulagi námskeiða til öflunar réttinda til að vera héraðs­ dómslögmaður, þannig að kennslu og hugsanlega prófum yrði dreift á lengri tíma en nú er. Áfram verður unnið með framangreind málefni í samráði við ráðuneytið og félagsmenn Lögmannafélagsins. I.I. Samráðsfundur LMFÍ með dómsmálaráðuneyti Af vettvangi félagsins

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.