Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 9
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 9 skipulegs neyðarréttar, annars vegar þegar Alþingi tók þjóð höfðingja­ valdið í sínar hendur árið 1940 og hins vegar þegar kosningum var frestað árið 1941. Ragnhildur sagði að með neyðar­ lögunum svokölluðu frá 6. október sl. hefði verið gripið til róttækra aðgerða, bæði hvað varðaði rétthæð krafna við hugsanlegt gjaldþrot og „aftengingu“ ýmissa almennra laga, stjórnsýslulaga, samkeppnislaga o.fl. Engu að síður sagði Ragnhildur það mikilvægt að þau lög sem berum orðum var vikið til hliðar eða breytt með neyðarlögum væru almenn lög en ekki stjórnarskrá. Kom fram hjá Ragnhildi að lög skýringargögn með lögunum gæfu heldur til kynna að löggjafinn hafi talið sig vera innan ramma stjórnar skrárinnar. Taldi hún ekki hægt að byggja á því að þingmenn hafi litið svo á er þeir settu lögin að þeir væru að fara á svig við stjórnarskrána á grundvelli neyðarréttar. Ragnhildur sagði í erindi sínu að það kæmi endanlega í hlut dómstóla að dæma um það hvort ákvæði stjórnarskrár hefðu verið virt í að­ draganda og eftirmálum banka­ hrunsins og að hugsanlega myndi þeir taka tillit til aðstæðna er þeir túlkuðu og beittu ákvæðunum. Hún sagði hins vegar mestu máli skipta, þrátt fyrir tröllasögur um annað, að stjórnarskráin væri í fullu gildi í landinu og að ramminn utan um stjórnskipunina og utan um þjóð­ félagið héldi. Samspil neyðarlaganna og hins almenna fullnusturéttarfars Þegar Ragnhildur hafði lokið máli sínu f jal laði Sigurður Tómas Magnús son, sérfræðingur við laga­ deild Háskólans í Reykjavík, um samspil neyðarlaganna svokölluðu og hins almenna fullnusturéttarfars. Sagði Sigurður að yfirvofandi fall þriggja stærstu fjármálastofnana landsins hefði kallað á skoðun á því hvort gildandi lagaákvæði dygðu til að tryggja afar mikilsverða hags­ muni: Í fyrsta lagi að vernda íslenskt hagkerfi, í öðru lagi að tryggja hagsmuni almennings á Íslandi og í þriðja lagi að skapa skilyrði fyrir stöðugleika í efnahagslífinu. Niður­ staðan hefði orðið sú að treysta lagagrundvöll fyrir inngripi Fjár­ mála eftirlitsins með sérúrræðum, m.a. á sviði fullnusturéttar. Sigurður sagði að neyðarlögin fælu það í sér að útilokað væri að aðrir en Fjármálaeftirlitið gætu krafist gjald­ þrotaskipta á búi fjármála fyrirtækja meðan skilanefndir væru að störf­ um. Þá væri útilokað að aðfarargerð eða kyrrsetningu yrði komið fram á meðan skilanefnd væri að störfum. Sigurður fjallaði einnig nokkuð um möguleika á riftun tiltekinna skuld­ bindinga og vakti athygli á því að frestdagur væri í raun ekki runnin upp. Fram kom hjá Sigurði að með 6. gr. neyðarlaganna væri lögfest nýtt frávik frá grundvallarreglunni um jafnræði kröfuhafa við skipti þrota­ bús. Hann varpaði fram þeirri spurn­ ingu hvort þessi breyting stæðist eignarréttarákvæði stjórn arskrár. Þar kæmi til skoðunar krafan um fyrirsjáanleika og að um væri að ræða breytingu á þeim reglum sem í gildi voru þegar bankarnir stofnuðu til skulda, auk þess sem takmarkanir væru á aftur virkni laga. Hins vegar hefðu breyt ingar á skuldaröð áður verið lögfest án þess að athugasemdir væru gerðar um að það bryti gegn eign arr réttarákvæðum stjórnarskrár, en slíkar breytingar hefðu þó haft lengri aðdraganda. Sigurður vakti athygli á því að eina lagaheimildin fyrir stofnun nýju ríkisbankanna þriggja væri að finna í 1. mgr. 1. gr. neyðarlaganna sem Ragnhildur Helgadóttir. Sigurður tómas magnússon.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.