Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 26
26 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Hjördís sagði málskostnaðarákvarðanir í einkamálum eilífðardeilumál lögmanna og dómara og taldi upp þá gagnrýni sem lögmenn hafa komið á framfæri: „Í fyrsta lagi eru málskostnaðarákvarðanir ekki eða lítt rökstuddar. Það skýtur skökku við að hluti af dóms­ úrlausn sé í engu rökstuddur og fer í sjálfu sér gegn 1. mgr. 114. gr. laga um meðferð einkamála, þar sem segir að forsendur skuli fylgja dómsorði. Máls kostnaður er ein af kröfum aðila máls og því þurfa forsendur að liggja til grundvallar þeim hluta dómsorðs sem þá kröfu varðar, eins og aðrar kröfur. Í öðru lagi er umtalsvert misræmi á milli dómara í málskostnaðarákvörðunum þegar mál ganga til efnis­ dóms. Í þriðja lagi endurspegla málskostnaðarákvarðanir í frávísunarmálum ekki að á því stigi hefur málið meira og minna verið unnið, lögmaðurinn hefur þá skilað mestum hluta vinnu sinnar. Málflutningur til efnisdóms er ekki meginþorri vinnu lögmannsins. Í fjórða lagi þá telja lögmenn það mikið álitaefni hvort málskostnaðarákvarðanir samrýmist fyrirmælum 21. kafla laga um meðferð einkamála. Eru menn þá aðallega að hugsa um ákvæði 1. mgr. 130. gr. laganna sem mælir fyrir um að sá sem tapi máli í öllu verulegu skuli að jafnaði dæmdur til að greiða gagnaðila sínum máls­ kostnað. Nú er það svo að lögmenn skila alla jafna máls kostn­ aðarreikningum við aðalmeðferð. Það sem meira er þá skila margir lögmenn einnig útprentun úr rafrænu bókhaldskerfi, sem sýnir einnig innborganir frá umbjóð­ andanum. Þrátt fyrir þetta víkja dómarar í flestum til­ vikum verulega frá umkröfðum málskostnaði, líka í þeim málum sem annar aðilinn tapar því í öllu veru­ legu. Þá vaknar sú spurning hvort það samrýmist fyrr­ nefndu lagaákvæði. Það stenst varla sérstaklega ef litið er til 3. mgr. 130. gr. laganna, sem mælir fyrir um tilvik þar sem dæma má aðila til að bera hluta málskostnaðar. Með öðrum orðum vaknar sú spurning; hvers vegna ætti að mæla fyrir um það í 3. mgr. hvenær dæma má aðila til að bera hluta málskostnaðar, ef það felst ekki í 1. mgr. að dæma skuli aðila til að bera allan málskostnað gagnaðila síns? Þá má líka velta því fyrir sér hvers vegna dómarar víki alla jafna verulega frá umkröfðum málskostnaði. Ég hef í störfum mínum heyrt því fleygt að dómarar telji sig með þessu hafa áhrif á málafjölda fyrir dómstólunum. Hér er þó rétt að benda á að sú háttsemi ynni beinlínis gegn reglunni um aðgang borgaranna að dómstólum, auk þess sem lög mæla ekki fyrir um þess konar hlutverk dómara. Ég hef líka heyrt því fleygt að einhverjir dómarar telji umkrafinn málskostnað hafa einfaldlega verið hærri en lögmenn ættu að fá greiddan. Dómarar séu því með þessu að tempra einhvern veginn hvað lögmenn fái greitt fyrir sína vinnu. Það viðhorf er mjög alvarlegt ­ hinn kaldi sannleikur er að í öllum grundvallaratriðum hafa málskostn­ Hjördís Halldórsdóttir, hdl. Eilífðardeilumál lögmanna og dómara Ræða á aðalfundi Dómarafélags Íslands Í lok nóvember ávarpaði Hjördís Halldórsdóttir, varaformaður Lögmannafélags Íslands, aðalfund Dómarafélags Íslands. Meðal annars ræddi Hjördís um málskostnaðarákvarðanir í einkamálum og verður sá kafli ræðunnar birtur hér. Ræðan í heild sinni er birt á heimasíðu LMFÍ.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.