Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 10
10 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 segði einfaldlega að við sérstakar og mjög óvenjulegar aðstæður á fjár­ málamarkaði væri fjármála ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að reiða fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki. Að mati Sigurðar virtist þessi lagastoð fremur veik og þyrfti að bæta þar úr. Stjórnsýsluréttur og neyðarlögin Margrét Vala Kristjánsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, undirstrikaði í fyrirlestri sínum að með 8. mgr. 5. gr. neyðarlaganna hefði fjölmörgum grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins verið vikið til hliðar við hinar sérstöku ráðstafanir sem Fjármálaeftirlitinu væri heimilt að grípa til á grundvelli laganna. Benti hún sérstaklega á að í athuga­ semdum við greinina væri hnykkt á nauðsyn þess að Fjármálaeftirlitið gæti brugðist hratt við ef hætta steðjaði að fjármálastöðugleika á Íslandi. Margrét Vala sagði að með laga­ ákvæðinu væru ákvæði stjórn sýslu­ laganna sem tryggðu andmæla­ og upplýsingarétt vikið til hliðar og sama gilti um tilkynningarskyldu, birtingu ákvarða og leiðbeiningar og skyldu til rökstuðnings. Þá væri vikið til hliðar ákvæðum sem vörðuðu afturköllun stjórn valds ákvarðana og kæruheimildir. Eftir sem áður giltu ákvæði I.­III. kafla stjórnsýslulaga um málsmeðferð og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins og skilanefnda. Gildi yfirlýsinga ráðamanna að þjóðarétti Í eftirmála bankahrunsins beindist athygli fjölmiðla að samskiptum ráðamanna hér á landi við ráða­ menn í Bretlandi vegna svokallaðra Icesave­ deilu og beitingu hryðju­ verkalaga í Bretlandi gegn íslenskum hagsmunum. Meðal þess sem til umræðu var í þessum eftirmála voru hljóðrituð samtöl einstakra ráðherra ríkjanna. Í fyrirlestri sínum fjallaði Þórdís Ingadóttir, dósent við laga­ deild Háskólans í Reykjavík, um þjóðréttarlegt gildi yfirlýsinga sem fram færu á milli ráðamanna. Fram kom hjá Þórdísi að óumdeilt væri að ríki gætu gengist undir þjóðréttar­ legar skuldbindingar með einhliða yfirlýsingu. Þá væru þjóðhöfðingjar, forsætisráðherrar og utanríkis­ ráðherrar sjálfkrafa taldir hafa um­ boð til að skuldbinda ríki vegna eðlis starfa þeirra. Sagði Þórdís að mat á því hvort yfirlýsing ráðamanna teldist hafa þjóðréttarlegt gildi réðist einkum af þremur atriðum: Skýrleika yfir lýs­ ingarinnar, hver ásetningur gefanda hefði verið og loks hvaða væntingar viðtakandi hefði haft og hvort hann hefði verið í góðri trú. Þá kom fram hjá Þórdísi að innanlandsréttur gæti aldrei verið afsökun fyrir því að uppfylla ekki þjóðréttarlega skuld­ bindingu. Hins vegar yrði jafnan að gera greinarmun á yfirlýsingum og samningaviðræðum milli ríkja. Icesave í brennidepli Gunnar Þór Pétursson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, fjallaði í erindi sínu á fundinum um álitaefni sem vörðuðu Evróputil­ skipun um innstæðutryggingakerfi, einkum með hliðsjón af skuld­ bindingum íslenska ríkisins vegna svokallaðra Icesave reikninga sem verið höfðu mjög í umræðunni. Fór Gunnar almennt yfir t i lgang tilskipunarinnar og bótaábyrgð ríkja að Evrópurétti. Þegar kom að mati á því hvort íslenska ríkinu væri skylt að bæta tjón innstæðueigenda í erlendum útibúum íslensku bankanna þá sagði Gunnar Þór að margvísleg rök hnigu að því að svo væri. Í fyrsta lagi að tilgangurinn með tilskip uninni væri skýr, þ.e. að tryggja að innistæðu­ eigendur töpuðu ekki innistæðum undir 20 þúsund evrum, og að innistæðutryggingar í útibúum erlendis væru sérstaklega tilgreindarí markmiðum tilskipunarinnar. Í öðru lagi bæri íslenska ríkinu að tryggja með innleiðingu að staðið væri við ofangreinda skuldbindingu, þ.e. að markmið væri náð. Í þriðja lagi að ef íslenska tryggingarkerfið tryggði ekki innistæðueigendur upp að 20 þúsund evrum þá hefði tilskipunin ekki verið réttilega innleidd. margrét Vala Kristjánsdóttir. Þórdís ingadóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.