Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 12
12 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Í bréfi sem formaður Lögmanna­ félags Íslands sendi forseta Alþingis 5. desember sl. gerir félagið athuga­ semdir við vinnubrögð Alþingis við löggjafarstörf. Segir í bréfinu að nokkuð hafi borið á því á undan­ förnum vikum að lagafrum vörp hafi verið afgreidd sem lög frá Alþingi í miklum flýti og jafnvel án þess að leitað hafi verið eftir umsögn eða áliti sérfræðinga á þeim, svo sem jafnan er gert. „Stjórn Lögmannafélags Íslands gerir sér grein fyrir því að Alþingi hefur, vegna hinna umfangsmiklu erfiðleika sem upp hafa komið í kjölfar falls íslensku bankanna og tengdra atburða, þurft á stundum að bregðast við með skjótum hætti. Stjórn félagsins leyfir sér hins vegar að benda á að nauðsyn þess að vanda vel til við smíði og máls­ meðferðar lagafrumvarpa fyrir þinginu er sjaldnast meiri en einmitt undir slíkum kringumstæðum,“ segir í bréfinu. Formaður LMFÍ segir í bréfinu að það sé sammerkt þeim frumvörpum sem lögð hafa verið fram á Alþingi á síðustu vikum, að þau snerta mörg hver mikilsverð réttindi manna, svo sem friðhelgi einkalífs, málsmeðferð fyrir rannsóknaraðilum og dómstólum, meðferð trúnaðar­ upplýsinga o.fl., þ.e. réttindi sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttinda­ sáttmála Evrópu. „Telur stjórn Lögmannafélagsins afar brýnt þegar svo mikilsverð réttindi eru til meðferðar í þinginu, að jafnan sé leitað álits færustu sérfræðinga á viðkomandi sviði, bæði fyrir og ekki síður á meðan frumvörp eru til meðferðar þingsins,” segir í bréfinu. Þá áréttar formaður Lögmanna­ félagsins við forseta Alþingis í bréfinu það grundvallaratriði að ný löggjöf sé þannig úr garði gerð að engin hætta sé á að hún brjóti gegn stjórnarskrá lýðveldsins og/eða öðrum viðurkenndum grund vallar­ reglum og/eða alþjóðasátt málum sem íslensk stjórnvöld hafa undir­ gengist. Segir í bréfinu að slíkt sé til þess fallið að auka á ósætti og ágreining í samfélaginu og þá jafn­ framt álag á réttarkerfi landsins. Að endingu bendir formaður Lögmannafélagsins á það í bréfinu að sú þróun sem þar er lýst gæti ógnað réttaröryggi borgaranna og vegið að þeim gildum sem almennt eru viðurkennd í lýðræðis sam­ félögum. „Með þessu gæti ímynd Íslands sem lýðræðisríkis ekki aðeins beðið hnekki á alþjóða­ vettvangi, heldur einnig gert þá slæmu stöðu sem nú er uppi, enn verri. Sú staða gæti á örskotsstundu eyðilagt margt það sem áunnist hefur á undanförnum áratugum, nokkuð sem erfitt gæti verið að vinna til baka nema á löngum tíma,” eru lokaorð bréfsins. Bréf LMFÍ til Alþingis Lögmannafélagið átelur vinnubrögð löggjafans

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.