Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 20
20 lögMannaBlaðið tBl 04/10 UMfjöllUn fjörugar umræður á fjölmennu málþingi um millidómstig Þann 8. OktóBer sl. stóðu lögmannafélag íslands, dómarafélag íslands, lögfræðingafélag íslands og ákærendafélag íslands fyrir málþingi um stofnun sérstaks millidómstigs. er þetta í fyrsta sinn sem félögin fjögur halda sameiginlegt málþing. aðsóknin var með eindæmum góð enda um mikið hagsmunamál að ræða. Þrír lögfræðingar voru með framsögur á málþinginu. fyrstur var Símon Sigvaldason, héraðsdómari og formaður dómstólaráðs. Rakti hann söguna og fjallaði um hvort millidómstig væri tálsýn eða raunveruleiki. næstur tók til máls Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og fjallaði hann um málið frá sjónarhóli dómara. Síðastur framsögumanna var valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sem fjallaði um sjónarmið ákæruvaldsins. að loknum framsögum reifuðu fjórir lögfræðingar ýmis sjónarmið um fundarefnið. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, ræddi um hvort Hæstiréttur gæti við núverandi skipan gegnt hlutverki sínu sem fordæmis­ dómstóll. Ása Ólafsdóttir, hæsta­ réttarlögmaður og lektor við lagadeild Háskóla Íslands, fjallaði því næst um aðgengi að dómstólum við úrlausn smærri ágreiningsmála. eva Bryndís Helgadóttir, hæstaréttarlögmaður, ræddi um þörf á millidómstigi í einkamálum og Sigurður tómas magnússon prófessor við Háskólann í Reykjavík fjallaði um endurskoðun á sönnunarmati í ljósi meginreglunnar um milliliðalausa sönnunarfærslu. einhugur fundarmanna eftir að frummælendur höfðu lokið máli sínu spunnust mjög líflegar umræður undir stjórn eiríks tómassonar fundarstjóra. fjölmargir fundargesta tóku til máls en athygli vakti hversu mikill einhugur ríkti í salnum um brýna nauðsyn þess að breyta skipulagi dómstólanna og koma á fót milli­ dómstigi. fundarmenn voru sammála um að fyrirséð væri að dómskerfið myndi að óbreyttu ekki anna því álagi sem yfirvofandi er vegna fjölgunar munnlegra fluttra mála. Gríðarlega mikilvægt væri að séð yrði til þess að íslenskt dómskerfi réði við þau mál sem því berast og að tryggt yrði að mál sem tengjast hruni íslenska efnahagskerfisins tefjist ekki vegna skipulags dómskerfisins. velt var upp hugmyndum um hvernig best væri að standa að því að koma millidómstigi á laggirnar. Hvort stofna ætti nýtt millidómstig sem tæki við málum frá héraðsdómstólunum eða hvort stofna ætti nýtt dómstig sem væri þriðja og síðasta dómstigið þannig að hlutverk núverandi Hæstaréttar yrði að vera millidómstig. aðsókn á málþing um millidómstig fór fram úr björtustu vonum og komust færri að en vildu.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.