Lögmannablaðið - 01.12.2010, Side 26

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Side 26
26 lögMannaBlaðið tBl 04/10 UMfjöllUn Í mÁli nR. 2/2009 komst úrskurðar­ nefndin að þeirri niðurstöðu það hafi verið aðfinnsluverð vanræksla lögmanns að hafa ekki orðið við kröfu kæranda um að að fá sundurliðaðan reikning og skýringar á uppgjöri. Hafi slíkt brotið gegn 15. gr. siðareglna lögmanna. Kærandi taldi að lögmaður hans hefði ofkrafið hann um málskostnað vegna vinnu sinnar og gerði því kröfu um að fá hluta hans endurgreiddan. lögmaðurinn hafði rekið héraðsdómsmál fyrir kæranda vegna innheimtu tryggingabóta. málinu var síðan áfrýjað til Hæstaréttar en áður en það var flutt fyrir réttinum náðust sættir milli aðila um viðurkenningu bótaskyldu og greiðslu bóta. niðurstaða sáttarinnar var sú að kærandi fengi greiddar 4,1 milljón króna frá tryggingafélaginu og 995.000 krónur í málskostnað. voru fjármunirnir lagðir inn á fjárvörslureikning lögmannsins sem greiddi kærða kr. 3.592.199 sem uppgjör á hinum innheimtu bótum. Kærandi var ósáttur við þessa niðurstöðu og óskaði eftir skýringum og sundurliðuðum reikningi fyrir öllum málskostnaðinum. Kærandi sætti sig ekki við skýringar lögmannsins og fyrir úrskurðarnefndinni gerði hann þær kröfur að fá endurgreiddar eftirstöðvar bótagreiðslunnar að fjárhæð kr. 507.801. Þar sem engin tímaskýrsla eða upplýsingar úr tímaskýrslu lágu fyrir í málinu, þrátt fyrir tilmæli úrskurðarnefndarinnar til lögmannsins að senda nefndinni slík gögn, varð nefndin að miða við önnur gögn málsins til að leggja mat á hvort endurgjald lögmannsins teldist hæfilegt. af tölvupóstsamskiptum aðila varð ekkert ráðið um að lögmaðurinn hefði upplýst kæranda um að hann áskildi sér hærra endurgjald en sem næmi hinum tildæmda málskostnaði sem samkomulag var um að tryggingafélagið greiddi. nefndin taldi því hæfilegt endurgjald lögmannsins fyrir málflutningsstörf í þágu kæranda við innheimtu tryggingabótanna nema þeim 995.000 krónum sem héraðsdómur hafði dæmt og sátt milli aðila hljóðaði um. var hinum kærða lögmanni því gert að greiða kæranda 507.801 krónu. Ingvi Snær Einarsson hdl. tók saman. Mikilvægi sundurliðunar reikninga 15. gr.Lögmanni ber að láta skjólstæðingi í té sundurliðaðan reikning yfir verkkostnað í hverju máli. Sé þóknun áskilin á grundvelli tímagjalds skulu upplýsingar veittar úr tímaskýrslu ef eftir þeim er leitað. 40 útskrifast með héraðsdómslögmannsréttindi Þann 12. nÓvemBeR s.l. fór fram útskrift af námskeiði til öflunar réttinda til að vera héraðsdómslögmaður en um var að ræða seinna námskeiðið af tveimur sem haldið var á árinu 2010. alls útskrifuðust 40 lögfræðingar að þessu sinni, 22 konur og 18 karlar, en þetta er í fyrsta sinn um langt árabil sem fleiri konur útskrifast en karlar. til fróðleiks má geta þess að af þeim 44 sem þreyttu próf á fyrri hluta námskeiðsins í fyrsta sinn náðu 26 þátttakendur, eða 59%, fullnægjandi árangri, en 18 þátttakendur, 41%, þurfa að reyna á nýjan leik. Þá náðu 17 þátttakendur af 26, eða 65%, sem skráðir voru í endurtektarpróf fullnægjandi árangri.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.