Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Side 3
„Alger kaflaskil fyrir okkur“ n Norðurskautsríkin semja um alþjóðlegar olíuvarnir n Forsenda tilraunaborana á Drekasvæðinu Þ essi sögulegi samningur um alþjóðlegar olíuvarnir sem við lukum hér í Reykjavík í síðustu viku er að mínu mati alger forsenda þess að hægt sé að leyfa tilraunaboranir og olíuvinnslu á Drekasvæðinu og á Jan Mayen svæðinu hinum megin línunnar sem Norðmenn ráða,” segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann segir samninginn sögulegan „enda fyrsti samningurinn sem norðurskautsríkin gera sameigin- lega um varnir gegn olíuslysum.“ Össur segir að samningurinn feli í sér gagnkvæmar skyldur sem feli meðal annars í sér að hendi alvar- legt olíuslys, þá eigi Íslendingar sjálfkrafa rétt til að kalla eftir mann- afla hinna ríkjanna, sem er þjálfað- ur í að takast á við slík vandamál, og fá búnað og efni sömuleiðis frá þeim. Meðal norðurskautsríkjanna átta eru sum helstu olíuríkja heims- ins eins og Rússland, Bandaríkin, Noregur og Kanada, en önnur ríki eru Svíþjóð, Finnland og Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands. Um 70 sérfræðingar frá öllum ríkjunum tóku þátt í að leiða samn- inginn til lykta. Össur segir að sér hafi komið á óvart hversu hratt gekk að ljúka málinu, en aðeins er ríflega ár frá því ráðherrar norðurskauts- ríkjanna samþykktu að ráðast í gerð slíks samnings. Það var á frægum ráðherrafundi í Nuuk á Grænlandi. „Þetta eru alger kaflaskil fyrir okkur. Án samnings af þessum toga hefði verið óðs manns æði að ráð- ast í meiriháttar uppdrátt á olíu á Drekanum án þess að hafa öryggis- tryggingar af þessu tagi. Samn- ingurinn, og sá aðgangur að bún- aði og þjálfuðu atgervi sem hann tryggir, gerir okkur líka miklu hæf- ari til að grípa til björgunaraðgerða ef stórt olíuskip fer niður norðan Ís- lands, en það má búast við mikilli fjölgun ferða slíkra skipa á næstu áratugum vegna bráðnunar íssins.“ „Hraðinn við gerð samnings- ins undirstrikar líka hversu skil- virk íslenska utanríkisþjónustan er þegar hún beitir sér fast í tiltekn- um málum. Við höfum verið eins og húsleki með þetta mál á öllum fundum með utanríkisráðherrum, embættismönnum og sérfræðing- um hinna ríkjanna, og stöðugt sett á oddinn að ráðist verði í samn- inginn. Ég tók þessi mál aftur og aft- ur upp við Jónas Gahr Störe, þáver- andi utanríkisráðherra Noregs, og olíusamningurinn var það mál sem ég lagði þyngsta áherslu á þegar ég átti frægan fund með Hilary Clint- on í Washington í fyrra. Hún tók mjög ákveðið undir minn málflutn- ing um þetta. Sömuleiðis ræddi ég þetta oftar en einu sinni við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa.“ Utanríkisráðherra segist gera ráð fyrir að árið 2025 verði þrjú olíu- svæði starfrækt norðan Íslands. Eitt útaf Norðaustur-Grænlandi, ann- að á Drekanum og hið þriðja Nor- egsmegin lögsögunnar á svæði sem jafnan er kennt við Jan Mayen. n Fréttir 3Mánudagur 15. október 2012 Ræddi við þjóðarleiðtoga Össur segir gerð samningsins undirstrika hversu skilvirk íslenska utanríkisþjónustan sé. Lögreglan á að rannsaka lækni n Ríkissaksóknari snýr við frávísun lögreglunnar R íkissaksóknari hefur sent kæru Páls Sverrissonar aftur til rannsóknar hjá lög- reglunni eftir að henni hafði verið vísað frá. Kæran snýr að háttsemi Magnúsar Kolbeins- sonar læknis sem í tvígang skoðaði sjúkraskrá Páls vegna kærumáls fyrir siðanefnd Læknafélags Íslands, sem var Páli sjálfum óviðkomandi. Gögn úr sjúkraskránni notaði Magnús svo í vörn sinni fyrir nefndinni en hún fjallaði um ummæli sem hann lét falla um annan lækni í samtali við Pál. Greindur með vitræna skerðingu Í gögnunum sem Magnús sendi siðanefndinni kom fram að Páll hefði verið greindur með vitræna skerðingu F07.9 en sjálfur hafði hann aldrei fengið að vita af þeirri greiningu, að eigin sögn. Málið komst upp þegar siðanefnd Lækna- félagsins birti brot úr sjúkraskránni í úrskurði sínum í deilu Magnúsar við Skúla Bjarnason, sérfræðilækni á bráðadeild Landspítalans. Úrskurð- urinn var birtur í Læknablaðinu án þess að upplýsingarnar um Pál væru afmáðar. Saksóknari telur ástæðu til rannsóknar Í ákvörðun Helga Magnúsar Gunn- ars sonar vararíkissaksóknara kem- ur fram að hann telji ástæðu til að lögregla rannsaki kæru Páls á hend- ur Magnúsi. Þar kemur fram að það sé rökstuddur grunur um að Magn- ús hafi brotið gegn ákvæði almennra hegningarlaga þegar hann miðl- aði upplýsingum um Pál vegna eig- in ágreiningsmáls við annan lækni. Vararíkissaksóknari telur einnig að lögregla eigi að kanna háttsemi Magnúsar með það fyrir augum að hann hafi kannski brotið læknalög sem kveða á um fyllstu þagmælsku. Málið snérist um ummæli Magn- úsar þegar hann kallaði Skúla „fylli- byttu úr Borgarnesi“. Í kjölfar þess að siðanefndin tók upp málið skoð- aði Magnús sjúkraskrá Páls í tvígang í þeim tilgangi að finna gögn máli sínu til stuðnings en hann hélt því fram að ummælin hefðu ver- ið misskilin og að hann hefði aldrei kallað Skúla fyllibyttu. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að Magnús hefði gerst brotlegur við siðareglur en felldi þann úrskurð úr gildi eftir að hann kærði niðurstöð- una vegna galla á meðferð málsins. Persónuvernd hefur fjallað um málið Málið hefur farið fyrir Persónuvernd en stofnunin sendi athugasemd til forstöðulæknis Fjórðungssjúkra- húss ins í Neskaupstað. Í svörum hans kom fram að stjórnendur sjúkrahússins teldu ekki óeðlilegt að Magnús hafi skoðað gögnin þegar kvörtun vegna hans barst siðanefnd lækna. Í svarbréfinu, sem DV hefur undir höndum, segir hins vegar að kvörtunin hafi borist frá Páli. Hins vegar harmar forstöðulæknirinn að Magnús hafi sent upplýsingarnar úr sjúkraskránni til siðanefndarinnar. Persónuvernd hefur einnig fjallað um Heilbrigðisstofnun Austurlands fyrir að senda sjúkraskrá sína með hefðbundnum pósti til siðanefndar- innar. Persónuvernd gerði í raun líka mistök í því máli en Páll var nafn- greindur í úrskurði stofnunarinnar. Í niðurstöðum Persónuverndar kom einnig fram að það hefði ekki verið eðlilegt að senda sjúkraskrána með hefðbundnum pósti. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Hann kall- aði Skúla „fyllibyttu úr Borgarnesi“ Ekki ánægður Páll Sverrisson kærði athæfi læknisins til lög- reglu. Embætti ríkissaksóknara hefur nú beint því til lögreglunnar að rannsaka málið eftir að því var fyrst vísað frá. MyND GuNNaR GuNNaRSSoN Jarðskjálfti í jöklinum Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 á Richter-skalanum varð um klukk- an 12:20 á sunnudag. Upptök skjálftans var um fjórum kílómetr- um norðnorðaustan við Kistufell í Vatnajökli, samkvæmt upplýsing- um frá Veðurstofu Íslands. Afar ólíklegt er talið að hann hafi fundist í byggð en engin frek- ari merki eru sjáanleg um óróa. Þó fylgdu nokkrir eftirskjálftar í kjölfarið. Skjálftar af þessari stærð mælast annað slagið í jöklinum. Árásir vegna sonar síns „Þjóðfélag er komið í mikinn vanda ef fjölmiðlar og dómstól- ar láta óátalið að foreldrar eða börn stjórnmálamanna þurfi að sæta persónulegum árásum vegna stjórnmálastarfa ættingja sinna,“ segir Gunnlaugur M. Sigmunds- son í nýlegri tilkynningu sem hann hefur sent á fjölmiðla. Af því sem þar stendur má skilja Gunn- laug sem svo að hann telji sig sjálf- an hafa orðið fyrir „persónulegum árásum“ vegna þess að hann er faðir Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar. Málið á rætur að rekja til meið- yrðamáls hans á hendur bloggar- anum Teiti Atlasyni en Héraðs- dómur Reykjavíkur sýknaði Teit vegna málsins í síðasta mánuði. Teitur skrifaði pistil á sínum tíma þar sem hann rifjaði upp hið svo- kallaða Kögunarmál en það lík- aði Gunnlaugi ekki. Hann kærði niðurstöðu héraðsdóms til Hæsta- réttar sem tók kæruna ekki til greina með úrskurði síðastliðinn föstudag. Svo virðist sem Gunn- laugur ætli að berjast áfram í mál- inu: „Slíkt ástand á ekki að líða og við munum halda áfram að berjast gegn slíkri þróun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.