Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 15. október 2012 Mánudagur Í slenskir lífeyrissjóðir hafa flest­ ir þurft að sæta harðri gagn­ rýni vegna fjárfestinga sinna fyrir hrun íslenska fjármálakerf­ isins í október 2008. Þá var út­ tektarnefnd Landssamtaka lífeyris­ sjóða gagnrýnd af mörgum fyrir að hafa farið fremur mjúkum höndum um lífeyrissjóðina í úttekt sinni sem kynnt var í febrúar á þessu ári. Þótti sem dæmi lítið hafa verið farið yfir boðsferðir sem starfsmenn lífeyris­ sjóða fóru í á árunum fyrir hrun. Áætlað heildartap íslenskra líf­ eyrissjóða frá október 2008 til árs­ loka 2010 er talið hafa numið um 380 milljörðum króna. Þess skal getið að í október 2008 fóru eignir íslensku líf­ eyrissjóðanna niður í um 1550 millj­ arða króna en nema í dag rúmlega 2250 milljörðum króna. Fyrir sama tímabil hefur verðbólga verið um 23 prósent og því er raunhækkun á eignum sjóðanna frá hruni um 22 prósent. Frjálsi í fyrsta sæti Í úttekt DV í dag er farið yfir stöðu íslenskra lífeyrissjóða á árinu 2011. Voru 20 stærstu lífeyrissjóðum lands­ ins gefin stig eftir því hvernig þeir stóðu sig. Þeir þættir sem voru hafð­ ir til hliðsjónar voru rekstarkostn­ aður og fjárfestingargjöld sjóðanna árið 2011, raunávöxtun sama árs og tryggingafræðileg staða þeirra. Út­ tektin er byggð á skýrslu Fjármála­ eftirlitsins (FME) um stöðu sjóðanna sem FME kynnti á blaðamannafundi í júlí á þessu ári. Athygli er vakin á því að einungis var farið yfir stöðu sam­ tryggingadeilda en ekki séreigna­ deilda. Sá sjóður sem hlaut flest stig var Frjálsi lífeyrissjóðurinn. Var sjóð­ urinn með næstlægstu upphæð í rekstrarkostnað og fjárfestingarjöld á hvern virkan sjóðfélaga, það er þeirra sem greiddu í sjóðinn á árinu 2011. Þá var Frjálsi með næstbestu raun­ ávöxtunina árið 2011 sem og næst­ bestu tryggingafræðilegu stöðuna. Í samtali við DV segir Arnaldur Lofts­ son að þessi staða Frjálsa lífeyris­ sjóðsins komi ekki á óvart. Sjóðurinn hafi verið kosinn besti lífeyrissjóð­ ur á Íslandi af erlenda fagtímaritinu Investment Pension Europe síð­ ustu þrjú ár. Ítarlegri umfjöllun er um Frjálsa lífeyrissjóðinn er hér á opnunni í úttekt DV í dag. Íslenski lífeyrissjóðurinn lenti í öðru sæti í úttekt DV og Lífeyrissjóður verslun­ armanna í þriðja sæti. Slæm staða Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja Athygli vekur hversu mikill mismun­ ur er á tryggingafræðilegri stöðu líf­ eyrissjóðanna. Sú staða mælir getu lífeyrissjóðanna til þess að standa við skuldbindingar sínar. Sá sem stendur best er Íslenski lífeyrissjóðurinn með 1,8 prósent stöðu og er eini lífeyris­ sjóðurinn af þeim 20 sem DV skoð­ aði sem er með jákvæða trygginga­ fræðilega stöðu. Sá sem kom verst út er Lífeyrissjóður Vestmannaeyja með nærri 95 prósenta neikvæða stöðu. Líkt og flestir þekkja eru sum­ ir sjóðir þó með ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga og þurftu því ekki að skerða réttindi sjóðfélaga sinna jafn mikið og aðrir sem ekki njóta slíkrar ábyrgðar. Í skýrslu FME frá júlí 2011 kom fram að almennt hafi safnast mikill halli á þeim sjóðum sem lend­ ir þá á ábyrgðaraðilanum. Mikil umræða hefur verið um stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna rík­ isins (LSR) að undanförnu. Sá sjóð­ ur er með þriðju verstu trygginga­ fræðilegu stöðuna eða ­42 prósent. Þá er Lífeyrissjóður hjúkrunar­ fræðinga með ­64 prósent en sjóð­ irnir tveir eru að mestu leyti reknir sameiginlega og njóta báðir ríkis­ ábyrgðar. Himinn og haf í rekstrarkostnaði Afar mikill munur er á hvað sjóðirn­ ir eyða miklu í rekstarkostnað og fjár­ festingargjöld. Það eru þeir tveir lið­ ir sem lífeyrisþegar þurfa að standa straum af. Þannig nemur umrædd­ ur kostnaður um 8.500 krónum árið 2011 á hvern virkan sjóðfélaga hjá Íslenska lífeyrissjóðnum en 177.000 krónum hjá Lífeyrissjóði starfs­ manna Reykjavíkurborgar. Þess skal þó getið að umræddur mælikvarði getur verið nokkuð villandi þar sem hlutfall virkra sjóðfélaga er mjög misjafnt á milli sjóða. Þetta ætti þó að skipta töluvert miklu máli fyrir þá sem eru að spá í hvaða lífeyrissjóð þeirra eigi að velja sér. Að því gefnu að þeir hafi val um það. Á árinu 2011 eyddu íslensk­ ir lífeyrissjóðir nærri fimm millj­ örðum króna í rekstarkostnað og fjárfestingargjöld. Ef allir sjóðirn­ ir væru með jafn lágt hlutfall í þessa tvo liði og Íslenski lífeyrissjóðurinn hefðu þeir sparað nærri þrjá millj­ arða króna á árinu 2011. Umræða um fækkun sjóðanna hefur oft kom­ ið upp á undanförnum árum. Hef­ ur umræddur kostnaður þá oft verið nefndur. Bjartar framtíðarhorfur Í skýrslu FME sem kynnt var í júlí á þessu ári þar sem farið var yfir stöðu lífeyrissjóðanna kom fram að draga mætti úr halla í lífeyris­ kerfinu með því að hækka iðgjöld, skerða réttindi eða hækka lífeyris­ aldur. Þrátt fyrir að íslenskir lífeyr­ issjóðir hafi sætt harðri gagnrýni í kjölfar hrunsins er ljóst að staða þeirra til framtíðar ætti að vera nokkuð björt. Þannig má sjá í töflu með frétt að árið 2060 er því spáð að Ísland verði með lægsta hlutfall eldri borgara 65 ára og eldri. Munar meira en helmingi á Íslandi sem er talið koma best út með 33 pró­ senta hlutfall 65 ára og eldri á með­ an umrætt hlutfall í Lettlandi gæti verið komið upp í nærri 70 prósent árið 2060. Einnig má geta þess að íslenska lífeyriskerfið er með næstmestu eign ir í hlutfalli við verga landsfram­ leiðslu af öllum löndum Evrópu. Hol­ land er eina landið með hærra hlut­ fall. Þá greiða um 85 prósent fólks á vinnualdri í lífeyrissjóð sé miðað við skylduaðild. Því má segja að horf­ ur íslenskra lífeyrissjóða séu nokkuð góðar til framtíðar. n Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Þessir fara best með peningana n Rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða nærri fimm milljarðar n 95 prósenta mismunur á tryggingafræðilegri stöðu besta og versta sjóðsins Skuldlaus fasteign líka lífeyrissjóður Ó lafur Margeirsson, dokt­ orsnemi í hagfræði hefur verið duglegur að fjalla um stöðu íslenskra lífeyrissjóða í skrifum á bloggi sínu. DV leitaði til hans og spurði hvort hann ætti einhver ráð handa fólki sem er að velta fyrir sér hvaða lífeyrissjóð það eigi að velja sér. Hafi það yfir höfuð val. „Sjóðirnir bjóða sumir upp á mismunandi fjárfestingarstefn­ ur innan síns samtryggingakerf­ is. Vilji fólk hafa val er það hik­ laust nokkuð sem fólk ætti að hafa í huga þegar kemur að vali á lífeyr­ issjóði. Fyrir utan það er mikilvægt að velja sjóð sem er með jákvæða tryggingafræðilega stöðu, það eru þá minni líkur á því að það lendi í skerðingu á sínum réttindum í ná­ inni framtíð,“ segir Ólafur. Fólk ætti þó almennt líka að hafa í huga að fjárhagslegt öryggi þurfi ekki endilega að vera í formi peningalegrar eignar í lífeyrissjóði. „Skuldlaus fasteign er tvímælalaust „lífeyrissjóður“ í sjálfu sér. Það á sér­ staklega við þar sem nettó ráðstöf­ unartekjur að teknu tilliti til afborg­ ana lána og vaxtakostnaðar geta auðveldlega verið hærri heldur en þegar tekið er fasteignalán og treyst er á útgreiðslu lífeyris þegar vinnu­ ævinni líkur. Að þessu má til dæmis vinna með því að hefja úttekt lífeyris við 60 ára aldur og eyða úttektinni allri í að greiða niður áhvílandi fast­ eignalán,“ segir hann. n n Hagfræðingur segir brýnt að velja sjóð með jákvæða stöðu Borga niður fasteignaskuldir Ólaf- ur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði segir að fólk ætti að huga að því að greiða íbúðalán sín niður sem fyrst. Þrátt fyrir að íslenskir lífeyrissjóðir og ríkissjóður hafi þurft að taka á sig mikinn skell í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins í október 2008 eru framtíðarhorfur íslenska lífeyriskerfisins að mörgu leyti bjartar. Eitt af því sem skiptir miklu máli er að á næstu áratugum mun Ísland ekki eiga við stóraukin vanda við að fjármagna lífeyriskerfið vegna hækkandi hlutfalls eldri borgara, líkt og mörg lönd Evrópu. Samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópu- sambandsins frá því í lok september 2012, er því spáð að Ísland verði yngsta land Evrópu árið 2060. Þá verða íbúar, 65 ára og eldri, einungis 33,5 prósent af heildar íbúafjölda landsins. Með okkur í fimm efstu sætunum eru meðal annars Noregur og Danmörk. Því má segja að mikil aukning í fæðingu barna í kjölfar hrunsins muni skila sér vel til framtíðar. Til samanburðar má nefna að árið 2060 verða um 60 prósent af íbúum Þýskalands 65 ára og eldri og heil 68 prósent af íbúum Lett- lands. Í þessum löndum er fæðingartíðni mjög lág. Löndum eins og Þýskalandi og Lettlandi mun því líklega reynast erfitt eftir nokkra áratugi að halda uppi lífeyriskerf- inu. Það ætti að reynast Íslendingum mun auðveldara. 65 ára og eldri árið 2060 Hlutfall í nokkrum Evrópulöndum Land Hlutfall 1. Ísland 34% 2. Írland 37% 3. Bretland 42% 4. Noregur 43% 5. Danmörk 44% 20. Spánn 56% 21. Grikkland 57% 22. Ítalía 57% 27. Þýskaland 60% 32. Lettland 68% Ísland yngst í Evrópu 2060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.