Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Qupperneq 13
Erlent 13Mánudagur 15. október 2012 Viskí í stað ávaxtasafa Tveggja ára drengur var fluttur á sjúkrahús í Swansea í Wales eftir að hafa drukkið ótæpilegt magn af viskíi. Málið er heldur óvenjulegt enda á það rætur sínar að rekja til alvarlegra mistaka sem starfs- menn veitingastaðarins Frankie & Benny‘s gerðu þegar þér létu drenginn hafa áfengið í staðinn fyrir ávaxtasafa. Drengurinn, Sonny Rees, var á staðnum til að fagna tveggja ára afmæli sínu ásamt fjölskyldu sinni. Móðir hans, Nina Rees, átt- aði sig ekki á mistökunum fyrr en sonur hennar var nærri búinn með drykkinn. Hún hafði hvatt hann til að klára drykkinn en fannst svipbrigðin á andliti hans einkennileg í hvert skipti sem hann teygaði sopa. Nina ákvað svo að taka sjálf sopa og kvartaði í kjölfarið til framkvæmdastjóra staðarins sem trúði henni ekki fyrr en hann tók sjálfur sopa. Sonny var fluttur á sjúkrahús, vel í glasi, þar sem hann var undir eftirliti lækna. Hann fékk að fara heim að því loknu og varð ekki meint af drykkjunni. Forsvars- menn Frankie & Benny‘s hafa fyr- irskipað rannsókn á málinu. Ein áskrift á hvern íbúa Farsímaáskriftir á heimsvísu eru orðnar nánast jafn margar og fjöldi jarðarbúa, eða um sex millj- arðar. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Alþjóðafjarskiptasam- bandinu, sem er ein af sérstofn- unum Sameinuðu þjóðanna. Í tölum sambandsins eru farsíma- áskriftir í Kína einn milljarður. Könnun sambandsins náði til 155 landa. „Inni í þessum tölum er fjöldi símakorta í notkun, ekki fjöldi símtækja eða fólks. Þannig að ef einhver er með tvö virk síma- kort en aðeins einn síma teljast það tvær áskriftir,“ segir Susan Teltscher, framkvæmdastjóri sam- bandsins. Stofnunin hefur einnig tekið saman tölur um internetnotkun og voru netnotendur á heimsvísu í lok árs 2011 tveir milljarðar. Í hart við glæpagengi Bandarísk yfirvöld hafa skil- greint glæpasamtökin MS–13 sem „alþjóðleg glæpasam- tök“ sem gerir yfirvöldum kleift að frysta eigur meðlima samtakanna. Þúsundir með- lima eru í samtökunum sem teygja anga sinna til fjölmargra landa; Bandaríkjanna, Kanada, Mexíkó og ríkja Mið-Ameríku. Samtökin græða milljónir á milljónir ofan á sölu og smygli fíkniefna auk þess að stunda aðra glæpi. Með þessari endur- skilgreiningu á samtökunum mega bandarískir bankar ekki eiga í viðskiptum við meðlimi samtakanna. Innri markaðurinn 20 ára! Innri markaður Evrópu varð að veruleika árið 1992 og nær í dag til yfir 500 milljón manna í 27 aðildarríkjum ESB og EES ríkjanna þriggja; Íslands, Noregs og Liechensteins. Utanríkisráðuneytið, sendinefnd ESB á Íslandi og Evrópustofa efna til málstofu þriðjudaginn 16. október 2012 kl. 16:00-17:30 á Hótel Borg, Gyllta salnum, í tilefni af 20 ára afmæli innri markaðar ESB. Stjórnandi umræðu: Kristín Halldórsdóttir, forstöðumaður Enterprise Europe Network, Evrópumiðstöð. Umræður og spurningar úr sal. Móttaka með léttum veitingum. Fundurinn er öllum opinn. Vissir þú að:  EES samningurinn tryggir að Íslendingar geta búið, stundað nám og unnið í hvaða landi innri markaðarins sem þeir kjósa.  EES samningurinn veitir Íslendingum rétt til þátttöku í fjölda samstarfsáætlana ESB á sviði mennta-, menningarmála og rannsókna.  Viðskipti milli ESB ríkja jukust úr 800 milljörðum evra árið 1992 í 2.540 milljarða evra árið 2010.  Árið 2011 fór 82.7 % af vöruútflutningi Íslands til annarra ríkja á innri markaðinum. Lítil og meðalstór fyrirtæki – tækifæri á innri markaði ESB Dagskrá:  Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.  Gauti Marteinsson, verkefnisstjóri Evrópumiðstöðvar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  Herweig Lejsek, stofnandi og framkvæmdastjóri Videntifier Forensic.  Piotr Banas, stjórnarsvið innri markaðar og þjónustu, framkvæmdastjórn ESB. N ú, þegar innan við þrír mánuð- ir eru eftir af árinu, bendir flest til þess að árið 2012 verði það heitasta í Bandaríkjunum frá upphafi mælinga. Haldið hefur verið utan um hitatölur í Bandaríkjunum frá árinu 1895. Fyrstu níu mánuðir ársins, frá janúar til loka september, eru heitustu fyrstu níu mánuðir frá upphafi mælinga og bendir flest til þess að þeir mánuðir sem eftir eru af árinu verði nokkuð hlýir. Nýliðinn september var í tuttug- asta og þriðja sæti yfir heitustu sept- embermánuði frá upphafi og sext- ándi mánuðurinn í röð þar sem hiti er yfir meðallagi samkvæmt töl- um bandarísku veðurstofunnar. Meðal hiti í Bandaríkjunum fyrstu níu mánuði ársins var 59,8 gráður á Fahrenheit, eða um 15,4 gráður á Celsius. Marsmánuður á þessu ári er sá hlýjasti frá upphafi mælinga eins og júlímánuður. Allir mánuðir sem af eru ári, fyrir utan september, eru í hópi tuttugu hlýjustu mánaða frá upphafi mælinga. Samkvæmt þriggja mánaða spá bandarísku veðurstofunnar verða komandi mánuðir nokkuð hlýir mið- að við meðaltal undanfarinna ára- tuga. Nick Wiltgen, veðurfræðingur hjá weather.com, sagði í ágúst síðast- liðnum að líkurnar á því að árið 2012 yrði ekki það heitasta frá upphafi mælinga væru einungis um þrett- án prósent. Hann bætti hins vegar um betur í þessari viku og sagði að líkurnar í dag væru um sjö prósent. Samkvæmt þessu bendir flest til þess að árið 2012 verði það heitasta í Bandaríkjunum frá upphafi mæl- inga. jonbjarki@dv.is Hitamet að falla í Bandaríkjunum n Tölur eru til frá árinu 1895 Hlýtt í veðri Marsmánuður á þessu ári er sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Sama gildir um júlímánuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.