Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn
E
ftir að rannsóknarskýrsla sýndi
hvernig stjórnmálamenn
skemmdu Orkuveitu Reykja-
víkur fyrir okkur eigendunum
voru flestir sammála niður-
stöðu skýrsl unnar um að stjórnmála-
menn ættu að hætta að stýra Orkuveit-
unni og láta fagfólk um það; fólk sem
hefði þekkingu á rekstri og starfsemi
risastórs orkufyrirtækis.
En ekki Sóley Tómasdóttir, borgar-
fulltrúi Vinstri grænna. Að mati Sóleyj-
ar er mjög æskilegt að hún sé í stjórn
Orkuveitunnar, til að veita aðhald.
„Ég held að við eigum einmitt að fara
þveröfuga leið og auka afskipti stjórn-
málafólks af Orkuveitunni,“ útskýrði
hún í samtali við Stöð 2.
Í fyrsta skipti í lengri tíma var far-
ið að taka á óráðsíu í rekstri Orku-
veitunnar á síðustu tveimur árum.
Aðdragandinn að því var einfaldur.
Nýja borgarstjórnin ákvað að setjast
ekki sjálf í stjórn Orkuveitunnar. Nýr
stjórnarformaður var fenginn til starfa,
laus við pólitísk tengsl, og hófst strax
handa við að minnka óhóflega eyðslu
fyrirtækisins. Á endanum var ráðinn
forstjóri með faglegu umsóknarferli,
hlaðinn af reynslu og þekkingu af
starfsemi fyrirtækisins. Tveir stjórn-
málamenn sem báru mesta ábyrgð á
stöðu Orkuveitunnar, Alfreð Þorsteins-
son og Kjartan Magnússon, voru ekki
ánægðir með niðurskurðinn. Þeir
vildu meiri lán, og halda úti fleiri störf-
um, þótt verið væri að sólunda eign-
um almennings.
Sóley trúir því eflaust einlæglega
að hún geri betur en Kjartan, Alfreð,
Björn Ingi Hrafnsson, Guðlaugur Þór
Þórðarson og fleiri sem á undan hafa
komið. Það er ein algengasta villan í
umbótum í mannkynssögunni að það
nægi að skipta um persónur, á þeim
grundvelli að ákveðnar persónur séu
betri en aðrar. Það sem þarf er að
greina kerfislæga veikleika og læra að
forðast þá.
Þegar fyrirtæki eins og Orkuveit-
unni, eða Landsvirkjun, er stýrt af
stjórnmálamönnum myndast hags-
munaárekstur. Fyrirtæki í almanna-
eigu verður notað í þágu flokkshags-
muna, eins og Björn Ingi Hrafnsson
útskýrði í rannsóknarskýrslunni:
„Menn [fara] að hugsa pólitískt um
ákvarðanir stjórnarinnar í staðinn fyrir
að hugsa það faglega hvað er best fyrir
fyrirtækin.“
Það er ástæða fyrir því að stjórn-
málamenn eru helst ekki látnir stýra
fyrirtækjum. Þeir eru stjórnmála-
menn. Það er gott fyrir stjórnmála-
menn að fá 112 til 250 þúsund krón-
ur aukalega í laun á mánuði, og fá að
stýra hlutum, en það er ekki gott fyrir
almenning.
Eins og Helga Jónsdóttir, einn af
fyrrverandi stjórnarmönnum Orku-
veitunnar, lýsti: „Ég hef aldrei verið í
stjórn sem mér finnst hafa verið jafn-
fjarri því og stjórn Orkuveitu Reykja-
víkur að skynja grundvallarleikregl-
ur í stjórnun fyrirtækis, og skilin milli
stjórnmála og fyrirtækjareksturs.“
Sagan er uppfull af fólki sem telur
sig betur umkomið að beita valdi sínu
en aðrir. Auðvitað fær Sóley tekjur fyrir
að vera í stjórn Orkuveitunnar, þótt hún
hafi engan faglegan bakgrunn til þess.
Hún er menntuð í uppeldisfræðum og
hefur reynslu af allt öðrum sviðum.
Vinstri grænir og samfylkingarfólk
gagnrýna sjálfstæðismenn og fram-
sóknarmenn harðlega fyrir að raða sér
í helstu stjórnunarstöður og nota eign-
ir almennings til að ota sínum eigin
tota. Það er algeng skoðun þeirra að
vandamál Íslands verði leyst með því
að koma sjálfstæðismönnum frá völd-
um og sjálfum sér til valda. Einhvern
veginn virðast þeir trúa því að betra
sé að þeim sjálfum sé betur treystandi
til að vera í sömu aðstöðu. En nær-
tækt dæmi er að Davíð Oddsson var á
árum áður uppfullur hugsjóna um að
minnka tök stjórnmálamanna á eign-
um samfélagsins. Hann gerði það svo
vel að á endanum fór hann að treysta
sjálfum sér betur en nokkrum öðrum
til að verða seðlabankastjóri, og vin-
um sínum, félögum og ættingjum til
að taka að sér aðrar helstu stofnanir.
Allir halda að þeir séu betri en hin-
ir, en þetta snýst ekki um persónurnar,
heldur prinsippin. n
Leynifundur sjalla
n Titringur meðal sjálf-
stæðismanna í Reykjavík
fer síst minnkandi. Hanna
Birna Kristjánsdóttir og Illugi
Gunnarsson heyja einvígi um
leiðtogasætið í kjördæmun-
um tveimur en Guðlaugur Þór
Þórðarson biður af auðmýkt
um annað sætið. Guðlaug-
ur Þór glímir við nokkurn
vanda vegna lykilhlutverks
innan Orkuveitu Reykjavík-
ur en fjármál stofnunarinn-
ar eru nú alræmd. Nú er um
það talað að Hanna Birna og
Guðlaugur hafi gert með sér
óformlegt kosningabanda-
lag fyrir tilstilli Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar, fyrrverandi
borgarstjóra, sem hafi hitt
Hönnu Birnu á leynifundi.
Risarækja Alfreðs
n Alfreð Þorsteinsson, fyrr-
verandi stjórnarformaður
Orkuveitunnar, þótti ekki
fara troðnar
slóðir þegar
hann stýrði
orkurisan-
um til nýrr-
ar framtíðar.
Það var hann
sem beindi
Orkuveitunni inn á slóð-
ir sem þóttu furðulegar. Þar
var einkennilegasta beygj-
an þegar fyrirtækið tók að
rækta risarækjur fyrir austan
fjall. Um langa hríð var Al-
freð leiðandi í þessu öllu
saman. Seinna tók Guðlaug-
ur Þór við keflinu og fylgdi
forskrift meistara síns.
Umdeild Eyrún
n Meðal þeirra sem sækj-
ast eftir vegtyllum innan
Sjálfstæðisflokksins er Eyrún
Sigþórsdóttir, sveitarstjóri á
Tálknafirði sem vill 2. sæti í
Norðvesturkjördæmi. Eyrún
þykir fara óhefðbundnar
leiðir en hún er umdeild fyr-
ir að þiggja byggðakvóta. Þá
sýndi hún mikinn kjark með
því að innleiða Hjallastefn-
una á Tálknafirði og afhenda
Margréti Pálu grunnskólann.
Deilt er um lögmæti þess
gjörnings.
Elín grimm
n Kjarnakonan Elín Hirst ætl-
ar sér stóra hluti í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Kragan-
um. Þar tekst
hún á við
þungavigtar-
fólk á borð
við Ragnheiði
Ríkharðs-
dóttur, Óla
Björn Kárason
og Jón Gunnarsson. Elín var
ómyrk í máli á fundi sjálf-
stæðismanna í Mosfellsbæ
þar sem hún lýsti því meðal
annars hvernig fréttastofa
Ríkisútvarpsins undir stjórn
Óðins Jónssonar léti stjórnast
af andstæðingum Sjálfstæð-
isflokksins. Elín talar af þekk-
ingu eftir að hafa starfað um
langt skeið innan RÚV.
Ég var á vissan
hátt galgopi
Við erum ólík frá
náttúrunnar hendi
Sigmundur Ernir segist hafa breyst þegar dóttir hans fæddist. – DV Telma Tómasson vill allskonar sjónvarpsfólk. – DV
Við erum betri„Allir halda
að þeir séu
betri en hinir, en
þetta snýst ekki
um persónurnar,
heldur prinsippin
Þ
jóðaratkvæðagreiðslan á laugar-
daginn kemur, 20. október, er
haldin til að virða hvort tveggja
í senn, ákvörðun Alþingis og
vilja þjóðarinnar. Alþingi ákvað á sín-
um tíma með 35 atkvæðum gegn 15 að
halda þjóðaratkvæðagreiðsluna. Meiri
hlutann skipuðu þingmenn úr öllum
flokkum á Alþingi öðrum en Sjálfstæð-
isflokknum. Áður, 28. september 2010,
hafði Alþingi samþykkt einum rómi,
með 63 atkvæðum gegn engu, ályktun
um að „endurskoða ... stjórnarskrá lýð-
veldisins Íslands“. Hinn 12. júní 2010
sagði formaður Sjálfstæðisflokksins
í ræðustóli Alþingis, að flokkur hans
„myndi ekki leggjast gegn þessu máli,
heldur styðja það, að endurskoðun
stjórnarskrárinnar fari fram“. Í sömu
umræðu sagði varaformaður Fram-
sóknarflokksins, sem hafði sett endur-
skoðun stjórnarskrárinnar sem skilyrði
fyrir stuðningi við minnihlutastjórn
Samfylkingarinnar og VG 2009, „mik-
ilvægt, að þing og þjóð gangi í takt: Til
hamingju Ísland.“ Þegar kallað er eftir
því, að þing og þjóð gangi í takt, er það
þingið, sem á að ganga í takt við þjóð-
ina, ekki öfugt. Þingið sækir umboð sitt
til þjóðarinnar. Það stendur skýrum
stöfum í frumvarpi Stjórnlagaráðs til
nýrrar stjórnarskrár, en ekki í lýðveldis-
stjórnarskránni frá 1944.
Kjarni málsins
Hryggjarstykkið í því frumvarpi til nýrr-
ar stjórnarskrár, sem borið verður undir
þjóðaratkvæði 20. október, er niður-
staða þjóðfundarins 2010. Fundinn
sóttu 950 manns af landinu öllu, 18
ára til 91 árs, karlar og konur í nánast
jöfnum hlutföllum. Sjö manna stjórn-
laganefnd, skipuð af Alþingi, skipulagði
þjóðfundinn undir forustu Guðrúnar
Pétursdóttur líffræðings, formanns
nefndarinnar, og birti helztu niður-
stöður hans. Breið samstaða náðist á
Alþingi um skipun stjórnlaganefnd-
ar. Sjálfstæðisflokkurinn átti mikinn og
þakkarverðan þátt í því samkomulagi
og einnig í þjóðfundinum. Þjóðfundar-
gestir voru valdir af handahófi úr þjóð-
skrá. Fjöldi fundarmanna, 950 manns,
tryggir, að niðurstöður þjóðfundarins
endurspegla vilja þjóðarinnar í töl-
fræðilega marktækum skilningi.
Allir Íslendingar, 18 ára og eldri, áttu
jafna möguleika á að veljast til setu á
þjóðfundinum og leggja þar grunninn
að nýrri stjórnarskrá. Það er kjarni
málsins. Hlutverk Stjórnlagaráðs var í
reyndinni ekki annað en að færa niður-
stöður þjóðfundarins í nothæfan frum-
varpsbúning. Stjórnlagaráð taldi það
skyldu sína að virða niðurstöður þjóð-
fundarins að sem flestu leyti. Það tókst
með smávægilegum frávikum eins og
ég lýsti á þessum stað á föstudaginn var.
„Gölluð og úrelt“
Forsaga málsins er kunn. Með lýðveld-
isstjórnarskránni var tjaldað til einnar
nætur. Þetta má lesa í Alþingistíðind-
um (1944, A, bls. 312–313): „[H]efur
greinilega komið í ljós nú í umræðum
... á Alþingi, í blöðum og víðar í tilefni
þjóðaratkvæðagreiðslunnar um lýð-
veldisstjórnarskrána, að brýn nauðsyn
er til þess, að hinni almennu endur-
skoðun verði hraðað og til hennar
vandað. Þjóðin virðist á einu máli um
það, að stjórnskipunarlög þau, sem við
nú búum við, séu á margan hátt svo
gölluð og úrelt, að ekki verði við leng-
ur unað. […] Má fullyrða, að ekkert
hefði hindrað almenning í að láta í ljós
óánægju sína með stjórnarskrána við
atkvæðagreiðsluna í s.l. mánuði ann-
að en sú óhjákvæmilega nauðsyn, að
þjóðin sýndi samhug sinn um stofn-
un lýðveldisins, en léti ekki óánægju
með einstök atriði stjórnarskrárinnar,
sem ekkert stóðu í sambandi við sjálfa
lýðveldisstofnunina, verða til þess að
tvístra þjóðinni.“ Þjóðin þurfti þá að
standa saman sem einn maður að lýð-
veldisstofnun í miðri heimsstyrjöld
meðal annars til að tryggja viðurkenn-
ingu stórveldanna. Flokkarnir smöluðu
kjósendum á kjörstað.
Rannsóknarnefnd Alþingis
Vert er að rifja upp fleira, sem stendur
í einróma ályktun Alþingis 28. október
2010. Þar segir: „Alþingi ályktar að
skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis
verði höfð að leiðarljósi í framtíðinni, ...
að taka verði gagnrýni á íslenska stjórn-
málamenningu alvarlega , ... að skýrsla
rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellis-
dómur yfir stjórnvöldum, stjórnmála-
mönnum og stjórnsýslu, verklagi og
skorti á formfestu.“
Og hvað sagði rannsóknarnefnd Al-
þingis (2010, 8. bindi, bls. 184): „Taka
þarf stjórnarskrána til skipulegrar
endur skoðunar í því skyni að treysta
grundvallaratriði lýðræðissamfélagsins
og skýra betur meginskyldur, ábyrgð og
hlutverk valdhafa.“ Endurskoðun stjórn-
arskrárinnar nú er mikilvægur hlekk-
ur í uppgjöri þjóðarinnar við hrunið.
Alþingi óskar eftir leiðsögn kjósenda
20. október. Það gerist sárasjaldan, að
Alþingi ráðfæri sig þannig við fólkið í
landinu. Síðast þurfti potta og pönnur.
Nú dugir kjörseðill. n
Hvers vegna þjóðaratkvæði?
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
jontrausti@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 15. október 2012 Mánudagur
„Sjálfstæðisflokk-
urinn átti mikinn
og þakkarverðan þátt
í því samkomulagi og
einnig í þjóðfundinum.
Kjallari
Þorvaldur Gylfason
Stjórnlagaráðsfulltrúi