Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2012, Blaðsíða 15
Hún var farin að fylgja mér Það er svo skemmtilegt Sara Dögg Ásgeirsdóttir átti erfitt með að aðskilja sig frá Láru. – DVJónas Sigurðsson segir íbúa Þorlákshafnar leggja sér lið. – DV Enga stjórnmálamenn í OR! Spurningin „Já, ef það verður eitthvað almennilegt í boði.“ Gréta Morthens 20 ára þjónn „Já, ætli það ekki.“ Sverrir Ljár Björnsson 24 ára þjónn „Nei.“ Tara Sif Haraldsdóttir 23 ára starfsmaður í Hinu húsinu „Já, þá í von um að meira réttlæti muni ríkja í samfélaginu okkar.“ Oddur Albertsson 55 ára kennari með meiru „Já, ef stjórnmálaaflið er bót frá því sem þegar stendur til boða.“ Árni Thoroddsen 58 ára kerfishönnuður Kemur til greina að kjósa nýjan flokk? 1 Sakaður um vændi, ofbeldi og framhjáhald Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður talaði um kjaftasögurnar í helgarblaði DV. 2 Hitti veru af öðrum heimi Leik-konan Sara Dögg Ásgeirsdóttir hitti verndara sinn í hugleiðslu. 3 Sauð til dauða Starfsmaður túnfiskverksmiðju fannst látinn eftir að hafa lent í stórri suðuvél sem sauð túnfisk. Hann mallaði þar yfir nótt. 4 Saka æskuvin Bjarna Rand-vers um þjófnað Aðstandendur Vantrúar saka æskuvin Bjarna Rand- vers Sigurvinssonar um að hafa stolið trúnaðargögnum frá félaginu. 5 Lífið er of stutt til að vera lítill Kraftakarlinn Magnús Bess Júlíusson, betur þekktur sem Maggi Bess, fagnaði afmæli sínu í vikunni. 6 Sigurlíkur Obama dvína Líkurnar á sigri Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningum vestanhafs sem fram fara síðar í vetur minnka með hverjum deginum sem líður. 7 Forstjóri Hafró segir brott-kast nauðsynlegt DV.is sagði frá því á miðvikudag að mikið brottkast hafi verið á afla í rannsóknarleiðangri skipsins Bjarna Sæmundssonar 2. október síðastliðinn. Mest lesið á DV.is Í kjölfar kolsvartrar skýrslu um Orku­ veitu Reykjavíkur komu hugmyndir um endurbætur. Sú endurbót sem slegið var upp í mörgum fjölmiðlum var að nú yrðu engir stjórnmálamenn í stjórn Orkuveitunnar. Mátti á því skilja að stjórnmálamenn væru þeirr­ ar tegundar að þau fyrirtæki sem þeir kæmu að yrðu óhjákvæmilega spill­ ingu að bráð. Nú getur verið að heppilegra sé að sérfræðingar eða almennir borgarar stjórni Orkuveitunni og allt eins getur verið að það verði líklegra til árangurs. Samt sem áður kveikti umræðan um skýrsluna hjá mér gamalkunnugt stef um að lausnin á vanda íslensku þjóðarinnar væri að fjarlægja ákvarð­ anir frá stjórnmálamönnum og koma þeim til einkaaðila eða sérfræðinga. Í starfi í pólitík á miklum umrótatím­ um hef ég oft heyrt kröfuna um að pólitíkusar séu ekki hér eða þar því það leiddi óhjákvæmilega til spillingar og stjórnleysis. Ég hef stundum reynt að ræða þetta viðhorf og liggur yfir­ leitt að baki sú hugmynd að pólitíkusar gangi fyrst og fremst erinda sérhags­ muna og hafi yfirleitt ekki vit á því sem um er að ræða. Ég hef líka unnið í nefndum og ver­ kefnum þar sem sérfræðingar og fólk úr atvinnulífinu tekur ákvarðanir – þar hef­ ur mér ekki þótt sérhagsmunagæslan neitt minni. Flestir eru að ganga ein­ hverra hagsmuna og þó sérfræðingarnir séu fljótari að koma sér inn í málin eru þeir líka leiknir að rökstyðja þá niður­ stöðu sem hentar hagsmunum þeirra. Hættan er líka sú að of margir telja að þegar búið er að losa stjórnmálamenn frá ákvarðanatöku þurfi ekki að hafa eftirlit með verkinu. Lausnin er ekki að finna fólk með rétta merkimiða eða starfsheiti til að sitja í stjórnum. Allt fólk getur orðið spillingu að bráð og allir geta látið spilla sér með valdi eða pen­ ingum. Enginn maður er svo sérstakur að hann sé hafinn yfir vafa. Stjórnmálamenn eiga að eyða mikl­ um tíma í að útskýra ákvarðanir sín­ ar og þeir eiga að geta skýrt samhengi milli stefnu og framkvæmdar á sann­ færandi hátt. Stjórnmálamenn eiga í hverju tilviki að geta gefið trúverð­ ugar skýringar á því hvernig ákvarðan­ ir þeirra mótuðust fremur af almanna­ hagsmunum en sérhagsmunum. Stjórnmálamenn eiga að svara sérstak­ lega fyrir þau verk þar sem þeir gætu átt hagsmuna að gæta og þau verk þarf að tortryggja. Þannig þarf það að vera um alla menn sem fara með almannafé eða gæta almannahagsmuna á annan hátt. Þeir eiga á hverjum tíma að geta gefið trúverðugar útskýringar á ákvörðunum sínum og lagt fram gögn sem styðja mál þeirra. Það er ekki spurning um traust – það er spurning um eðlilegt aðhald með störfum sem skiptir okk­ ur öll máli að séu heiðarlega af hendi leyst. n Við öllu búnir Stór hluti starfs slökkviliðsmanna felst í því að búa sig undir hið versta. Þeir þurfa þess vegna að æfa sig við hinar ýmsu aðstæður. Í liðinni viku æfði slökkviliðið við gömlu höfnina á Austurbakkanum í Reykjavík en eins og sjá má var mikið um að vera. mynd Sigtryggur AriMyndin Umræða 15mánudagur 15. október 2012 „Enginn maður er svo sérstakur að hann sé hafinn yfir vafa. Það þarf að gefa sér tíma Sigurveig Káradóttir kennir landinum að meta súpur. – DV J óhanna Sigurðardóttir forsætis­ ráðherra sagði í vikunni að það væri óþarfi að amast við fram­ kvæmdum Landsvirkjunar við Mývatn og allt væri í samræmi við reglur. Jóhanna hefur sýnt umhverfis­ málum algjört áhugaleysi í gegnum tíð­ ina. Þannig lét hún til dæmis Unni Brá Konráðsdóttur, þingmann Sjálfstæðis­ flokksins, sitja í verkefnisstjórn ramma­ áætlunar fyrir sína hönd. Ég leyfi mér að efast um að forsætisráðherra hafi kynnt sér tíu ára gamalt og gallað um­ hverfismat virkjunarinnar, verndar­ áætlun Mývatns eða nýja umsögn Um­ hverfisstofnunar áður en hún fullyrti af fullkomnu kæruleysi úr ræðustóli Alþingis að það væri óþarfi að ,,amast" við framkvæmdum Landsvirkjunar við Mývatn. Á sömu nótum talaði Bryndís Hlöðversdóttir, flokkssystir forsætis­ ráðherra, núverandi stjórnarformaður Landsvirkjunar og fyrrverandi stjórn­ arformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Hún sagði í viðtali að framkvæmdir við virkjanir í Bjarnarflagi væru í fullu samræmi við lög og reglur og lét þar við sitja. Í báðum tilfellum var um útúr­ snúning að ræða. Því hefur ekki verið haldið fram að lög hafi verið brotin. Einungis hefur verið bent á að glopp­ ur í skipulagslögum hafi verið notaðar til að hefja framkvæmdir við Mývatn áður en endanlegt framkvæmdaleyfi, virkjanaleyfi og starfsleyfi hafa ver­ ið gefin út og áður en rammaáætlun hefur verið samþykkt á Alþingi. Mest áhersla hefur verið lögð á að fram­ kvæmdirnar byggi á tíu ára gömlu umhverfismati sem taki ekki nægi­ legt tillit til þeirrar reynslu sem hefur fengist af rekstri jarðvarmavirkjana á þeim tíma, þar á meðal mengunar frá affallsvatni og brennisteinsvetni. Stjórnmálamenn af gamla skólan­ um eru gjarnir á að nota útúrsnúninga eins og þá sem Jóhanna og Bryndís beittu. Ótal oft hafa lélegar, jafnvel sið­ lausar, ákvarðanir verið réttlættar með því að þær séu löglegar. Mér lék forvitni á að vita hvaðan upplýsingar forsætisráðherra og stjórn­ arformanns Landsvirkjunar um lög­ mæti framkvæmdanna væru komn­ ar. Þess vegna fór ég inn á heimasíðu Landsvirkjunar og komst þar að því að yfirlögfræðingur Landsvirkjunar er Jón Sveinsson, fyrrverandi formað­ ur einkavæðingarnefndar fyrir hönd Framsóknarflokksins. Sá hinn sami og stýrði meðal annars einkavæð­ ingu Símans og sölu á ÍAV sem síðar var dæmd ólögmæt í Hæstarétti. Í því tilfelli hafði Jón setið í stjórn ÍAV fyrir hönd ríkisins og lögmannsstofa Jóns hafði líka starfað um árabil fyrir ÍAV. Því hafði Jón mikla viðskiptahagsmuni af því hver eignaðist ráðandi hlut í fyrir­ tækinu þegar það yrði einkavætt. Samt var Jón látinn annast kynningu á ÍAV í söluferlinu þar sem hann er meðal annars talinn hafa vanmetið land í eigu fyrirtækisins um milljarða króna. Fyr­ irtækið endaði að lokum í höndum hóps sem skipaði Jón stjórnarformann. (Sjá umfjöllun DV og 24stunda). Nú er þessi sami Jón orðinn yfir­ lögfræðingur Landsvirkjunar og að því er virðist einn helsti lögfræðiráðgjafi Samfylkingarinnar í virkjanamálum. Er nema von að Róbert Marshall hafi ekki talið sig eiga samleið með flokkn­ um lengur? n Lögfræðingur Jóhönnu í virkjanamálum Af blogginu Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar Aðsent Inga Sigrún Atladóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.