Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Page 8

Vísbending - 21.12.2015, Page 8
8 BENEDIKT JÓHANNESSON RITSTJÓRI 21 ÖRSAGA Ævisaga anno 1950 Sólskinsstund. Ögurstund. Sögustund. Ævisaga anno 1969 Rómantík. Erótík. Pólitík. Ævisaga anno 2015 Misbeiting. Örvænting. Játning. Gamansaga Ósýnilegi maðurinn fór á bar með síamstvíburum og sat á milli þeirra. Mannkynssaga Einræðið er liðið undir lok og samræðið tekið við. Biblíusaga Hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. Sjálfsævisaga Ég, um mig, frá vöggu, til grafar. Örsaga Síðan tók Þormóður töngina og kippti á brott örinni. En þar voru á krókar og lágu þar á tágar af hjartanu, sumar rauðar, sumar hvítar, og er hann sá það mælti hann: „Vel hefir konungurinn alið oss. Feitt er mér enn um hjartarætur.“ Síðan hné hann aftur og var þá dauður. Lýkur þar frá Þormóði að segja. Framhaldssaga (Frh. á bls. 42) Þjóðsaga Þjóð meðal þjóða. - Glötuð þjóðsaga. Smásaga Tvísaga Einu sinni var karl og kerling í koti sínu. Einu sinni var karl og kerling í koti sínu. Fornaldarsaga Ár vas alda. Nokkru fyrr er upphaf sögu vorrar. Lygasaga Þessi saga er ósönn. Flökkusaga Margs verður vís sá sem víða ratar. Ef hann ratar. Ástarsaga Eigi leyna augu ef ann kona manni. Ástin er blind. Margsaga Sjá tvísaga og endurtakið. Oft. Morðsaga Geir finnur. Enginn finnur hann. Útvarpssaga Einu sinni var Útvarp Saga. Þar var engin útvarpssaga. Íslendingasaga Eru nú tveir kostir til og er hvorgi góður. Sagan endalausa Sjá margsaga. Endurtakið frá byrjun. V

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.