Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Qupperneq 27

Vísbending - 21.12.2015, Qupperneq 27
27 Stjórnmálamenn um heim allan eru áhugavert við- fangsefni. Einn vandinn er sá að oflátungurinn raðar kringum sig jámönnum. Þeir sem gagnrýna hann eru vitleysingar og blaðamenn sér í lagi illa innrættir og hættulegir óvinir. Leyfi menn sér að benda á að ástandið sé sjúklegt eru þeir sakaðir um rógburð og ómálefnalega umræðu. Samstarfsmenn vita oft af ástandinu, en tala í besta falli um það í hálfum hljóðum fjarri eyrum foringjans og hans hirðar. Völd, hroki og valdníðsla, 47. tbl. BANKAMÁLIN VORU SKOÐUÐ FRÁ ÝMSUM SJÓNARHORNUM. [F]jármálageirinn hefur laðað til sín margt afar hæft og vel menntað starfsfólk sem gerir öðrum atvinnugreinum erfitt um vik. Sérstaklega sé þetta slæmt fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Þá sýnir sagan að mjög stór og samþjappaður fjármálageiri getur opnað á ýmsa möguleika til markaðsmisnotkunar og annarrar glæpsamlegrar starfsemi. Fleygur fjárhirðanna, Gylfi Magnússon, 11. tbl. Þessi kenning minnir á yfirlýsingu Péturs Blöndals um „fé án hirðis“ í sparisjóðum en þeir gengu einmitt ágætlega um árabil á Íslandi þangað til eðli þeirra var breytt. Ekki má heldur gleyma því að margir af þekktustu forkólfum bankanna hafa orðið gjaldþrota eftir hrun, sem bendir til þess að þeir hafi einmitt tekið mikla áhættu sjálfir. Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingarbanka, 38. tbl. Seðlabanki hækkar vexti sem hefur áhrif á fjárfestingu og einkaneyslu. Slík vaxtahækkun, ef hún er ekki fullkomlega fyrirsjáanleg, myndi einnig valda hækkun gengis krónunnar þegar fjárfestar sjá sér hag í að koma með gjaldeyri og kaupa innlend skuldabréf. Peningastefna, fjármagnsflæði og fjármagnshöft, Gylfi Zoega, 35. tbl. Ekki er hægt að segja að það sé þjóðhagslega heppilegt að ríkið eignist Íslandsbanka. Hugmyndir forsjárhyggjumanna um að ríkisbönkunum sé beitt til þess að lækka vexti, væntanlega svo að hægt sé að lána þeim sem eru þeirra flokkum þóknanlegir, eru ekki spennandi. Flókinn stöðugleiki í gjaldeyrismálum, 43. tbl. Margir telja að hægt væri að ná sambærilegum eða betri árangri með samningum við eigendur slitabúanna. Þá yrðu ekki eftirmál. Vandinn við þá leið er að þrotabúin eiga mismiklar eignir í erlendri mynt og eru því ekki öll í sömu stöðu til samninga. Skattur á stöðugleikann? 15. tbl. Nú er fullyrt að tekjurnar [af stöðugleikaframlagi] fari ekki í neyslu eða framkvæmdir, þær nýtist aðeins til þess að bæta skuldastöðu ríkissjóðs. Á endanum hljóta þær þó að standa undir útgjöldum hins opinbera eins og hver önnur skattheimta. Þær standa meðal annars undir þeim skuldbindingum sem ríkið tók á sig með almennri lækkun húsnæðislána. Komið er fordæmi fyrir því að leggja þungar álögur á óvinsælan hóp til þess að styðja vinsæl málefni. Fordæmalausar aðgerðir, Sigurður Jóhannesson, 32. tbl. Stöðugleikaskat turinn og samningarnir við slitabúin verður eflaust sú aðgerð sem m enn munu minnast le ngst. Allir vita að betra er að gefa en þiggja ráð. Vísbending er örlát á þau. Stundum halda menn að lengd og gæði funda haldist í hendur. Hið rétta er að ekki er auðvelt að einbeita sér að verkefni of lengi í senn. Ef fundir dragast á langinn er hætt við að þeir renni út í sandinn. Markvissir eða marklausir fundir? 5. tbl. Hagfræðin gerir ráð fyrir því að menn hegði sér með yfirveguðum hætti og leiti alltaf mesta hagnaðar. Í raun og veru gerist það alls ekki, því að mjög oft hegða menn sér hreinlega óskynsamlega. Hvaða yfirvegaður maður myndi eyða peningum í alls kyns óþarfa sem flest heimili eru full af? Er eitthvert vit í að henda mat? Eða að borða og drekka í óhófi? Afstæðiskenningin í hagfræði, 25. tbl. Það leikur lítill vafi á því að án uppbyggingar sprota sem leggja áherslu á vöxt og nýsköpun staðnar íslenskt atvinnulíf og lífskilyrði hér á landi versna í samanburði við nágranna- löndin. Vistkerfi sprotafyrirtækja í Reykjavík og á Íslandi er þess vegna ekki spurning um stolt heldur spurning um framtíð þjóðar. Vistkerfi í fararbroddi, Eyþór Ívar Jónsson, 30. tbl.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.