Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Page 28

Vísbending - 21.12.2015, Page 28
28 STJÓRNMÁLAMENN UM HEIM ALLAN ERU ÁHUGAVERT VIÐFANGSEFNI. Kjötkatlapólitíkusar verða alltaf til, menn sem hafa þá stefnu eina að komast í aðstöðu til þess að úthluta gæðum almennings til þeirra sem þeir hafa velþóknun á. Á Íslandi eru mörg dæmi um slíka menn sem hafa haft litlar hugsjónir aðrar en þær að fá að vera með í veislunni. Miklu alvarlegra er þegar stjórnmálaleiðtogar hafa enga stefnu, enga framtíðarsýn aðra en að ná fram á næsta horn án þess að lenda í árekstri. Hvernig verður umhorfs á Íslandi árið 2050, og hvernig viljum við að það verði? Autt blað 1. tbl. Á Íslandi er það nánast náttúrulögmál að þeir sem koma fram í fjölmiðlum og segjast vera með þykkan skráp eiga afar erfitt með að þola gagnrýni og bregðast við henni með önuglyndi, jafnvel þó að þeir sjái seinna að sér þegar það er orðið of seint. Er náttúrulögmál að menn sem ná langt séu asnar? 31. tbl. Sagt var að Winston Churchill hefði sífellt verið að búa sig undir að koma fyrirvaralaust með snjöll svör. Ættu allir að hafa þjálfara?, 23. tbl. Krugman hefur átt sér bandamenn á Íslandi á ýmsum tímum. Á Eyjunni birtist pistill eftir Stefán Ólafsson 7. apríl 2013, skömmu fyrir kosningar: „Paul Krugman styður leið Framsóknar.“ Krugman berst enn við staðreyndir, 26. tbl. Oft mætti forsetinn sjálfur fylgja sínum ráðum og sýna þá hógværð sem full innistæða er fyrir hjá honum. Talað af hógværð, 35. tbl. Niðurstaðan er, að það Rússagull, sem vitað er um frá 1940 til 1972, væri um þessar mundir að minnsta kosti virði 471.077.457 ísl. kr., um 3,5 millj. dala. Svo sannarlega hefur munað um það fé í landi, þar sem aðeins bjuggu 156 þúsund manns árið 1955. Hvers virði var Rússagullið? Hannes H. Gissurarson, 29. tbl. Halldór Ásgrímsson fv. forsætisráðherra lést á árinu. Vitnað var í ræðu hans árið 2006: „Stóra spurningin er hvort við verðum þá með sjálfstæða íslenska krónu eða hvort við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Við verðum að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar eru vandamál og spurningar eru uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjármálamarkaði.“ Framtíðarsýn Halldórs, 21. tbl. Viðskiptabann Rússa á matvæli kann því miklu fremur að eiga sér efnahagslegar skýringar en stjórnmálalegar ástæður. Það mun ekki ganga að selja rússneskum almenningi innflutt matvæli á sama verði í dollurum og áður, en það þýðir tvöfalt verð í rúblum. Samdráttur í kaupmætti almennings leyfir honum ekki slíkan munað. Af þorski og olíu, Vilhjálmur Bjarnason, 32. tbl. Ef ferðafrelsi milli Evrópulanda verður heft í kjölfarið kostar það samfélögin aukin útgjöld til landamæravörslu, sem ekki býr til sérstök verðmæti. Enn meira verður tapið þó ef frjáls flutningur þeirra sem leita starfa annars staðar á sameiginlega vinnumarkaðinum verður heftur. Verðmæti þessa frelsis er mikið, bæði fyrir einstaklingana sem ella væru atvinnulausir og hina sem þurfa að greiða atvinnuleysisbætur. Hryðjuverk og hagkerfið, 45. tbl. Stun dum er bes t að ko ma boðs kapnu m til skila með d æmis ögum . Svo gerðist það sem ekki er óeðlilegt hjá ungum bóhem. Grettir þurfti að spjalla við félaga sína á börunum fram eftir nóttu og var engan veginn upplagður að skrifa mikið á daginn. Hann gat ekki staðið í skilum með afborganir á húsinu og pabbi hans varð að bjarga honum áður en lánið féll í gjalddaga. Karlinn skipaði Gretti að taka sig saman í andlitinu og fara í meðferð. Hann gekk svo langt að biðja Alla frænda að fylgjast með því að hann skrifaði eitthvað á hverjum degi. Gamli svíðingurinn segist ekki bjarga syni sínum aftur nema hann klári meðferð áður en karlinn færir lánið á sig. Hann heimtar meira að segja að Grettir sýni honum svart á hvítu kafla í nýju bókinni. Þetta kemur auðvitað ekki til greina. Ég hef aldrei kynnst öðru eins miskunnarleysi. Konan og barnið þurfa að þjást, bara vegna þess hve sá gamli er samansaumaður. Grimm örlög, 28. tbl. Stjórnmálin fyrr og nú voru mörgum höfundum hugstæð.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.