Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Page 31

Vísbending - 21.12.2015, Page 31
31 að sjálfstæðri mynt og markaðsvextir hérlendis hækkuðu vegna verðbólgu og aukinnar áhættu. Pólitísk, eða samfélagsleg, viðmið um „sanngjarna“ vexti voru hins vegar ekki aðlöguð í kjölfarið og héldu áfram að miða við hina gömlu dönsku vexti. Íslensk stjórnvöld brugðust við hækkun markaðsvaxta eftir fullveldi með því að lögsetja mun lægri hámarksvexti árið 1933 en jafnvægi á lánamarkaði sagði til um. Það olli viðvarandi umframeftirspurn eftir fjármagni og varð einnig til þess að ákveðnum hópum lántaka, t.d. húsbyggjendum, var úthýst úr bankakerfinu og þeir urðu að leita á svartan markað eftir fjármagni. Svo má segja að húsnæðislánakerfið sem komið var á fót með stofnun Veðdeildar Landsbankans árið 1900, hafi fallið saman við fullveldið 1918 þegar danskir fjárfestar hættu að kaupa skuldabréfa- útgáfur deildarinnar. Það var í raun ekki endurreist fyrr en eftir upptöku verðtryggingar með Ólafslögum 1979 sem hefur gert íslenskum lánastofnunum kleift að lána til lengri tíma með föstum vöxtum með viðráðanlegri greiðslubyrði. Á tímabilinu frá fullveldi til verðtryggingar stóð ákaflega takmörkuð fjármögnun til boða fyrir húsbyggjendur úr hinu formlega lánakerfi og því var þrautaráðið að leita á náðir okurlánara. Það er athyglisvert að í hinni áköfu umræðu um okurlán á eftirstríðsárunum var aðaláherslan á upphrópanir um illt innræti okraranna. Hins vegar bar mun minna á umræðu um rót vandans sem stafaði af þensluhvetjandi hagstjórn samhliða lögsetningu vaxta. Þessi umræða bergmálar enn á okkar tímum þegar því er hástöfum haldið fram að afnám verðtryggingar muni bæta hag lánþega. Verðtryggingin – líkt og okurlánin fyrrum – á tilvist sína að þakka handarbakarvinnubrögðum í hagstjórn hérlendis sem gera sambærileg lánaform og þekkjast erlendis – líkt og fasta nafnvexti – ómöguleg í framkvæmd á Íslandi. Þar til landsmenn bæta ráð sitt í þessum efnum er verðtryggingin – líkt og okurlánarar eftirstríðsáranna – malum neccesarium eða nauðsynlegt böl. Hvernig fóru okurlánin fram? Samkvæmt lögum nr. 73/1933 voru vextir lögbundnir þannig að leyfilegir hámarksvextir voru 5% á ári, ef samið var um vexti af skuld, en þeir ekki tilteknir. Væri skuld hins vegar tryggð með veði í fasteign eða handveði mátti taka af henni 6% ársvexti. Af öðrum skuldum voru leyfilegir allt af 8% ársvextir. Með breytingum á téðum lögum frá 1952 voru hámarksvextir af veðtengdum lánum hækkaðir í 7%. Sjá lög nr. 75/1952. Dráttarvextir máttu að hámarki vera 1% hærri, eða á bilinu 8-9% eftir því hvort um veðtengd lán var að ræða eður ei. Viðurlög við okri fólust í sektum er voru á bilinu fjór- til 25-faldur ólöglegur ágóði af lánaviðskiptunum. Dæmdu okurlánarar fjórir áttu það sameiginlegt að hafa lánað Blöndalsbúð, en rannsóknin hafði einnig dregið upp fleiri tilvik um okurlán. Svo virðist sem allir fjórir okurlánararnir hafi fylgt svipuðum leikreglum við lánveitingar sem voru hin sömu og tíðkuðust í venjulegum víxilviðskiptum, s.s. að vextir væru teknir fyrirfram með afföllum eða lækkun á kaupvirði.14 Hins vegar var ákaflega erfitt að festa hendur á raunverulegum afföllum eða vaxtakjörum sem fylgdu víxlum okraranna. Viðskiptin fóru þannig fram að lánardrottinn keypti víxil af skuldunaut með reiðufé og án vitna. Á víxlinum gat staðið 10.000 krónur og lögleg vaxtakjör – en hve afföllin voru mikil og hvað margar krónur skiptu um hendur við undirskrift víxilsins var allt annar handleggur. Í öllum tilvikum stóð orð gegn orði á milli lánveitenda og lántaka hver vaxtakjörin væru. Ljóst er að lögfræðingarnir þrír sem hlutu dóm voru fyrst og fremst milligöngumenn fyrir aðra fjársterka aðila, bæði með því að Í biblíunni er okur talið synd. Jesús fór í musterið og rak út víxlarana.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.