Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Side 37

Vísbending - 21.12.2015, Side 37
37 Jólakveðja frá KPMG. Bestu óskir um gleðileg jól og velfarnað á nýju ári. hans var rjúkandi rúst og brátt skellti hann kóngnum sínum á hliðina, sneri svo borðinu og sagði –Tökum aðra. Í þetta sinn ætlaði sá eldri greinilega að afgreiða málin í hvelli, honum lá á að vinna strákinn, þetta varð að hraðskák þótt þeir væru ekki með klukku, faðirinn sat við og lék hratt og strákurinn svaraði jafnan að bragði, brátt urðu mikil uppskipti og það fór svo að drengnum tókst einhverveginn að vinna skiptamun. Endataflið var samt æsispennandi, faðirinn reyndi að vekja upp drottningu en drengurinn sá við honum, og vann á ný. Þeir tóku þriðju skákina. Hún var löng og flókin og seig, það var teflt í þögn og loft var lævi blandið. En ekki er að orðlengja það, drengurinn sveið á endanum út sigur, þótt um hríð hann hefði virst standa höllum fæti. Faðirinn stóð upp, pakkaði niður taflmönnunum og gekk út úr eldhúsinu með samanbrotið borðið og ljósbrúna trékassann undir öðrum olnboganum. Og samviskubitið hvolfdist yfir drenginn. Hvað hafði hann gert? Á meðan hann tefldi þá hugsaði hann bara um það, um framvinduna, næsta leik, mikilvægi þess að vinna, en nú sat hann einn eftir í eldhúsinu og honum leið ömurlega. Hann hafði eyðilagt eitthvað. Hann fór inn í herbergið sitt án þess að kveðja. Var lengi að sofna, á hann sóttu allskyns vondar hugsanir, kvíði, nagandi samviskubit. Hann hrökk upp tvisvar um nóttina, það gerðist annars aldrei, í kringum hann flögruðu vondir draumar og þungar ásakanir. Um morguninn þegar hann vaknaði var hann með kvíða yfir að þurfa að fara fram, hitta föður sinn, kveið því þó enn meir að kannski myndi faðirinn ekki hafast upp úr bælinu eins og stundum gerðist, en þegar hann kom svo í eldhúsið sagði móðir hans að faðirinn hefði farið snemma út, að sinna ýmsum málum. Um hádegisbil snaraðist faðirinn heim, var hinn hressasti, hafði farið að hitta bankastjóra út af einhverju sem hann hafði trassað of lengi, nú var það klappað og klárt, og honum hafði líka loksins tekist að fá innheimta gamla skuld frá fyrirtæki sem hann hafði unnið fyrir í fyrra; rétti móðurinni talsverða peninga, góður með sig, var svo rokinn aftur. Ekkert minnst á skák, kvaddi bara strákinn glaðlega. Og við kvöldmatarborðið var hann jafn hress, sagði frá því sem hann hafði komið í verk þennan daginn; honum hafði líka tekist að útvega sér bíl og vinnu, myndi byrja strax í fyrramálið. Talaði bara við hann Bjarna gamla. Ja, hann hafði líka gert sitthvað fleira; skaust meðal niðrá stöð og hitti félaga sína í skákklúbbnum þar, og hafði gefið þeim öll skáksettin sín; taflmennina og skákborðin og líka allar klukkurnar. Hann væri hættur svoleiðis tímasóun og vitleysu. Nú varð móðirin forviða. Varstu að gefa þetta allt frá þér? Já, hann nennti þessu ekki lengur. Hefði engan áhuga á að tefla meir. En hefði ekki mátt eiga þetta á heimilinu samt? Af hverju gafstu ekki heldur stráknum þetta? Ég held að hann hafi engan áhuga á skák! Nú. Mér sýnist hann alltaf vera liggjandi yfir taflmönnum. Er það ekki vinur? Nei, ég er orðinn hundleiður á þessu líka. Held ég nenni aldrei að tefla framar. Og þannig var það. Hvorugur tefldi oftar. Kjörís óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. V Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.