Vísbending - 21.12.2015, Blaðsíða 40
40
Léttvægir í þjóðarsögunni
Íslensk sagnaritun hófst á dögum Ara fróða. „Ef dæma skyldi
eftir fróðleik sem í Íslendingabók er veittur virðast ekki líkur á
því að nokkru sinni hafi verið víkingar á Íslandi. Víkingar eru
innanstokksmunir úr sagnaskáldskap sem komst í tísku eftir daga
Ara,“ skrifaði Halldór Laxness eitt sinn. Rétt er að Ari fróði nefnir
víkinga ekki einu orði í Íslendingabók, fyrstu Íslandssögunni, sem
rituð var snemma á 12. öld. Nær ritið þó frá landnáminu á 9. öld og
fram til samtíma höfundarins, en það tímabil spannar víkingaöldina
fyrrnefndu. Ekki er þó að efa að Ari fróði hefur heyrt um víkinga að
fornu og nýju. Þeir koma fyrir í ýmsum gömlum kveðskap sem hann
hlýtur að hafa þekkt. Kannski einnig í forneskjusögum sem á hans tíð
voru sagðar fólki til skemmtunar, þótt þær hafi varla verið skráðar á
bókfell á þeim tíma. Og vel má vera að víkingar hafi enn látið að sér
kveða á dögum Ara, þegar siglt var meðfram ströndum Noregs, vestur
Fóru víkingar ekki í víking?
Útrásarmenn víkingaaldar „voru kallaðir víkingar og
hernaður þeirra víking,“ segir í ágætri bók nýlegri,
Söguþjóðin eftir Jónas Kristjánssonar. Óhætt er að
segja að þetta sé ríkjandi skoðun sem menn hafa
lengst af ekki efast um. Enda styðja ýmis dæmi þetta:
„Hann hafði verit víkingur mikill inn fyrri hlut ævi sinnar,
ok þá er hann var í víkingu, mætti hann skjaldmey
einni, er Brynhildur hét,“ segir um Bryn-Þvara í Bósa
sögu. Um Ingimund gamla segir í Landnámu að hann
var „víkingur mikill og herjaði í vesturvíking jafnan.“
En þegar betur er athugað kemur í ljós að víkingar
fornsagnanna eru yfirleitt alls ekki sömu mennirnir og
fara í víking. Þýskur fræðimaður, Jana Krüger, hefur í
nýlegri doktorsritgerð ‘Wikinger’ im Mittelalter (2008)
sýnt fram á það með rækilegri rannsókn á texta
rúnarista, fornkvæða og konungasagna að orðin
víkingur og víking eru í norrænu að jafnaði notuð um
tvo ólíka hópa sem gjarnan takast á í hernaði.
Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð á texta
Íslendingasagna og fornaldarsagna eins og þörf er
á, en í fljótu bragði virðist hið sama vera þar uppi á
teningnum.
Menn hafa áður tekið eftir því að stundum er eins og
höfundar íslenskra fornsagna forðist að nota orðið
víking um hernað ýmissa fornkappa utanlands.
Gunnar á Hlíðarenda fer utan því hann vill „í hernað
og afla sér fjár“ eins og segir í Njáls sögu. Helgi og
Grímur Njálssynir eru í herferðum, um tíma með Kára
Sölmundarsyni. Alls staðar taka þeir fé ófrjálsri hendi
og fella saklausa menn, meðal annars konungssoninn
á Mön. En höfundur sögunnar kallar þá hvorki víkinga
né ferðir þeirra víkingu. Víðar í fornsögunum virðast
höfundar gæta þess af fullri meðvitund að koma ekki
víkingsnafni á kappa sína.
Í Heimskringlu segir frá því þegar Ólafur Tryggvason,
síðar Noregskonungur, fer á unga aldri í víking um
Eystrasalt, Evrópulönd, til Englands og víðar. Þessum
herferðum er lýst mjög á eina lund: hann drepur
marga menn, brennir hús ofan af sumum, hirðir fé af
fórnarlömbum sínum og snýr heim aftur. En Ólafur er
samt ekki talinn víkingur. Sama er að segja um arftaka
hans, Ólaf Haraldsson. Í Heimskringlu er hann látinn
fara í víking 12 ára gamall. Því er lýst hvernig hann
ferðast land úr landi með lið sitt, herjar á menn, vinnur
sigra og fær mikið fé. Leikurinn berst meðal annars til
Englands þar sem Ólafur berst við hlið Aðalráðs
konungs. Eftir að hafa unnið Lundúni heldur hann til
Kantaraborgar og vinnur hana einnig, drepur fjölda
manna og brennir borgina. Illvirki vinnur hann einnig
í Frakklandi. En aldrei er hann nefndur víkingur.
Á bak við þetta kann að leynast einhver málsöguleg
þróun orðanna sem þarf að rannsaka frekar. Viðhorf
til víkinga og víkingar hafa án efa einnig verið að
taka breytingum þegar fornsögurnar eru skráðar á
12., 13. og 14. öld. Er líklegt að þau hafi orðið nei-
kvæðari með tímanum og gæti kristinna siðaskoðana
æ meira þegar fram líða stundir
Orðið víkingur virðist helst notað um sjóræningja og
illvirkja sem liggja í leyni, fara aftan að mönnum og
hafa engin markmið með gjörðum sínum önnur en
að ræna og auðgast. Í víking fara aftur á móti kappar
með göfugan ásetning um að vinna framaverk, efla
sæmd sína og sinna og freista gæfunnar, en snúa
síðan aftur til friðsamlegra lífshátta.
víkingaöldinni og láta hana jafnvel ná fram á 13. öld. Verða þá
Snorri Sturluson og Gissur jarl að víkingum!
Fram undir lok 19. aldar fékk þessi almennari notkun orðsins
víkingur lítinn byr á Íslandi og meðal íslenskra fræðimanna. Gamla
hefðin var svo sterk. En svo skýtur orðinu víkingaöld upp kollinum,
fyrst 1879 sýnist mér i fljótu bragði, og um svipað leyti var farið að
nota samheitið víkingaskip um langskip og knerri formanna, jafnt
kaupmanna sem sjóræningja, en fram að því var það sjaldan notað
nema um sjóræningjaskip. Gauksstaðaskipið sem Norðmenn grófu
upp úr fornum haugi árið 1880 olli hér þáttaskilum, og ekki síður
sá viðburður að Norðmenn sigldu eftirlíkingu af skipinu þvert yfir
Norður-Atlantshafið á heimssýninguna í New York árið 1893. Skipið
var látið heita Víkingur. Þetta vakti mikla athygli á Íslandi. Hægt og
hljótt hélt nýja hugtakið innreið sína í íslenskt mál. Dropinn holar
steininn.