Vísbending


Vísbending - 21.12.2015, Page 45

Vísbending - 21.12.2015, Page 45
Um áramótin flytja síðustu fyrirtækin inn í Frelsisturninn, dýrustu byggingu veraldar og þá hæstu á vesturhveli, en 104 hæða byggingin teygir sig 541 metra upp í háloftin syðst á Manhattan eyju. Turninn rís þar sem tvíburaturnarnir stóðu fram að hryðjuverkaárásunum þann 11. september 2001. Nær strax eftir áfallið var ákveðið að byggja turn og minnismerki á lóðinni. Hafist var handa við að hanna bygginguna, en David Child, sá hinn sami og teiknaði hæsta hús jarðar, Burj Khalifa, á heiðurinn af verkinu. Verkið hófst í apríl 2006 og er nú að ljúka tæplega tíu árum síðar með framúrkostnaði upp á milljarð dollara. Upphafleg kostnaðaráætlun var upp á þrjá milljarða dollara, en byggingin mun kosta rétt rúm- lega fjóra milljarða dollara fullkláruð. Sú upphæð er fjórum sinnum hærri en Hafnarstjórn New York og New Jersey, eigendur nýja turnsins og áður tvíburaturn- anna tveggja, fengu í tryggingarbætur fyrir þá báða. Til þess að standa straum af byggingarkostnaðinum hefur hafnarstjórnin hækkað brúar- og jarðganga- gjöld að og frá Manhattan um helming. Nú hefur Nýja-Jórvíkurborg fengið enn eitt mannvirkið að dáðst að. Frelsisturninn. PÁLL STEFÁNSSON RITSTJÓRI

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.