Hagskýrslur um skólamál - 01.01.1923, Page 24

Hagskýrslur um skólamál - 01.01.1923, Page 24
22 Barnafræðsla 1916 20 (Fellahjeraði í Norður-Múlasýslu) 10, en árið 1908—09 voru 15 hjeruð með 10 kenslustöðum eða fleirum, jafnvel alt upp í 21 (í Svarfdælabjeraði). í töflu IX (bls. 25) sjest, hvernig farkennararnir skiftust árin 1916—20 eftir tölu staðanna, sem þeir kendu á. Árið 1919—20 voru farkennarar 157 og rúml. þriðjungur þeirra eða 54 kendu aðeins á einum stað, 43 kendu á 2 stöðum, 42 á 3 stöðum, 12 á 4 stöðum, 4 á 5 stöðum og 2 á 6 stöðum eða fleirum. c. Stundafjöldi á viku. Lecons de chaque semainc. í töflu IX (bls. 25) sjest, hvernig farkennararnir hafa skifst árin 1916—20 eftir því, hve margar stundir þeir kendu á viku. Árið 1919 —20 er óupplýst um 4 kennara, hve margar stundir þeir kendu viku- lega, en af hinum kendu 89 25—30 stundir í viku, 63 31—36 stundir og 1 yfir 36 stundir. Aftur á móti sjest ekki, hve margar stundir á viku börnin hafa notið kenslunnar, því að kennararnir hafa getað skift þeim i flokka og látið þau mæta til skiftis eða látið sum mæta í færri stundum en önnur, en um slíkt eru engar upplýsingar í skýrslunum. d. Námsgreinar. Les branches d'enseignement. í farskólunum er það langalgengast, að aðeins sjeu kendar þær námsgreinar, sem lögboðnar eru. í töflu IX (bls. 25) sjest hve margir farkennarar hafa kent aðrar námsgreinar árin 1916—20. Árið 1919— 20 hafa það verið 39 kennarar eða um */4 hluti kennaranna. Hvaða námsgreinar umfram hinar lögboðnu hafa verið kendar í farskólun- um árin 1916—20 sjest á bls. 10* hjer að framan og hve mörg börn hafa notið kenslu i þeim. E. Kostnaður við kensluna. Depense de l’enseignemenl. í 3. töflu er yfirlit um kostnaðinn við barnafræðsluna alt frá því er barnafræðslulögin gengu í gildi. Er talinn sjer í lagi kostnað- urinn við föstu skólana, kostnaðurinn við farskólana og kostnaður- inn við eftirlitskensluna, og svo kostnaðurinn við alla barnafræðsl- una í einu lagi, En í töflunum hjer á eftir (töflu V og VI, X

x

Hagskýrslur um skólamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um skólamál
https://timarit.is/publication/1133

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.