Fréttablaðið - 05.11.2014, Page 2
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
VINNUMARKAÐUR Mikill hiti hefur
færst í umræður um launakjör
Íslendinga síðustu daga og búast
menn við erfiðum samninga-
viðræðum í vetur. Bjarni Ben-
ediktsson fjármálaráðherra sagði
í gær að ef gengið yrði að kröf-
um Læknafélags Íslands myndu
útgjöld vegna launa lækna aukast
um helming. Eins óskaði Sigmund-
ur Davíð eftir skoðun ASÍ á háum
launakröfum lækna.
Þorbjörn Jónsson, formaður
læknafélagsins, vildi ekki stað-
festa tölur fjármálaráðherra og
kvað eðlilegt að hann svaraði fyrir
þær sjálfur. „Við höfum aldrei
dregið dul á það að við förum fram
á verulegar launahækkanir. Við
höfum ekki viljað fara í karp um
tölur og prósentur í þeim efnum
en það er ljóst að um umtalsverða
hækkun er að ræða.“
Þorbjörn telur samt að nokkur
árangur sé að nást í umræðunni.
„Markmið mitt er að ná samningi
sem fyrst svo að verkfallsaðgerðir
stöðvist. Það þjónar ekki tilgangi
að karpa um tölur og pró-
sentur á síðum blað-
anna. Stóru tíðindin
eru hins vegar þau að
ráðamenn þjóðarinn-
ar telja að læknar hafi
dregist aftur úr á síð-
ustu árum. Það hafa
þeir sagt opin-
ber-
lega
og er merki um að við séum að ná
ákveðnum árangri í málflutningi
okkar,“ segir hann.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra sagðist í viðtali
við fréttastofu Sjónvarps vilja fá
að heyra afstöðu ASÍ til þeirrar
kröfugerðar að hækka laun lækna
meira en annarra stétta.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
undrast þessa umleitan forsætis-
ráðherra og telur hann horfa fram
hjá eigin ábyrgð á stöðu mála.
„Þótt maður eigi ekki að láta orð
forystumanna ríkisstjórnarinn-
ar koma sér á óvart þá tekst þeim
það samt alltaf.“ Gylfi segir stöð-
una sem uppi er á vinnumarkaði
nokkuð slæma og búið sé að gefa
tóninn. „Sigmundur og Bjarni eru
á flótta frá sjálfum sér. Þeir hafa
búið til nýja viðmiðun og um það
standa deilurnar, að menn njóti
þeirra viðmiðunar. Það þýðir ekki
fyrir forsætisráðherra að benda á
ASÍ í þeim efnum enda komum við
ekki nálægt kröfugerð lækna eða
samningaviðræðum þeirra.“
Ábyrgðina segir hann
fyrst og fremst ríkisstjórnarinn-
ar. Með því að hafa samið um 30
prósenta launahækkun framhalds-
skólakennara á forsendum þess að
um þjóðarsátt hafi verið að ræða
hafi viðmiðið verið sett.
„Þótt óreyndir séu þá bera þeir
samt sem áður ábyrgð á því ástandi
sem upp er komið á vinnumark-
aðnum á Íslandi,“ segir Gylfi. „Það
er ástæða fyrir því að menn eru
með góðar væntingar um hækk-
un launa. Til að mynda þegar þeir
töluðu um laun mennta-
skólakennara. Sé það
rétt að læknar hafi
einnig setið eftir í
launaþróun inni á
spítölum þá er ekk-
ert óeðlilegt að þeir
vilji sækja ríflegar
hækkanir. Ábyrgð-
in fyrst og fremst er
ráðamanna þessara
ríkisstjórnar.“
sveinn@
frettabladid.is
ASÍ segir ástandið á
ábyrgð ríkisstjórnar
Fjármálaráðherra segir útgjöld til launa lækna aukist um helming verði farið
að kröfum þeirra. Formaður Læknafélagsins segir árangur hafa náðst í við-
ræðum. Forseti ASÍ segir ekkert óeðlilegt við að læknar sæki launahækkanir.
Við
höfum aldrei
dregið dul á
það að við
förum fram á
verulegar
launahækk-
anir.
Þorbjörn Jónsson,
formaður Læknafélags Íslands
BRETLAND, AP Flóttamannastofn-
un Sameinuðu þjóðanna kynnti í
gær metnaðarfulla herferð gegn
ríkisfangsleysi. Stefnt verði að
því að innan áratugar verði eng-
inn maður ríkisfangslaus.
Milljónir manna búa nú við það
að vera hvergi ríkisborgarar, og
eru þá hvorki með fæðingarvott-
orð né önnur persónuskilríki.
Ástandið hefur versnað mjög
undanfarin misseri, einkum
vegna átakanna í Sýrlandi.
Nýfædd börn kvenna, sem flúið
hafa átökin þar, lenda mörg í
þessari stöðu. - gb
Herferð gegn ríkisfangsleysi:
Enginn verði
ríkisfangslaus
FERÐAÞJÓNUSTA Upplýsingamiðstöð
Austurlands á Egilsstöðum hefur
verið lokað og óvíst er hvenær
starfseminni verður framhaldið.
Ástæðan er fjárskortur.
Svo segir í tilkynningu frá Aust-
urbrú, sem rekið hefur miðstöðina.
Þar segir að um mikla afturför í
þjónustu við ferðamenn sé að ræða.
Sífellt minna fjármagn frá Ferða-
málastofu Íslands auk þess sem
Fljótsdalshérað ákvað nýverið að
endurskoða þátt sinn í rekstrin-
um eru ástæður lokunarinnar, en
Austurbrú leitar leiða til að opna að
nýju. - shá
Ferðamenn án upplýsinga:
Loka miðstöð
vegna fjárskorts
HEILBRIGÐISMÁL „80 mg tafla
af OxyContin selst líklega á kr.
5.000.“ Þetta má lesa á vef SÁÁ
þar sem greint er frá því að ný,
sterk verkjadeyfandi lyf séu
komin á ólöglega vímuefnamark-
aðinn hér á landi.
„OxyContin hefur bæst í flokk
þeirra lyfja sem fólk er að selja
en ekki nota einhverra hluta
vegna. Þetta er morfínskylt
ávanabindandi lyf og misnotað
sem slíkt. Misnotkun þess hefur
verið mikið vandamál í Banda-
ríkjunum í langan tíma,“ segir
Valgerður Rúnarsdóttir, læknir
hjá SÁÁ.
Ólafur Einarsson, verkefn-
isstjóri lyfjagagnagrunns hjá
Embætti landlæknis, segir að
brögð hafi verið að því að einstak-
lingar hafi farið á milli lækna til
að fá OxyContin ávísað. „Við skoð-
um þetta reglulega og ef við sjáum
slíkt bregðumst við strax við. Við
skoðun á ávísunum á OxyContin
á árunum 2012 og 2013 kom hins
vegar í ljós að ávísunum fækkaði.
„Það er ávísað mun meira af
öðrum lyfjum í flokki sterkra
verkjalyfja. En almennt eru
læknar mjög á varðbergi í sam-
bandi við þessi lyf.“
Að sögn Ólafs hefur verið
meira um að einstaklingar fái
önnur ávanabindandi lyf hjá
fleiri læknum en einum og nefn-
ir í því samhengi svefnlyf. Hann
bendir á að gripið hafi verið
til aðgerða til að auka aðgengi
lækna að upplýsingum.
- ibs
SÁÁ segir ný sterk ávanabindandi verkjalyf komin á ólöglega vímuefnamarkaðinn hér á landi:
Taflan líklega á fimm þúsund krónur
OxyCont-
in hefur bæst í
flokk þeirra
lyfja sem fólk
er að selja en
ekki nota
einhverra hluta
vegna. Þetta er morfínskylt
ávanabindandi lyf.
Valgerður Rúnarsdóttir,
læknir hjá SÁÁ
STJÓRNSÝSLA „Það er ekki mitt að meta
það hvort það hafi verið mistök eða ekki,“
sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög-
reglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu,
sem kom í gær fyrir stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd Alþingis vegna skýrslu um
aðgerðir lögreglunnar við mótmæli árin
2008 til 2011.
Sigríður sagði skýrsluna einsdæmi og
að slík samantekt yrði ekki gerð aftur.
Geir Jón Þórisson, þáverandi yfirlög-
regluþjónn sem gerði skýrsluna, sagði
menn geta gagnrýnt textann og ásakað
hann um hitt og þetta. „Þarna voru lög-
reglumenn sem sögðu sínar skoðanir og
skýrslan var aldrei ætluð til húslestrar,“
sagði Geir Jón við Vísi í gær.
Einn þeirra sem nefndir eru í skýrsl-
unni hefur kært lögregluna. „Ein kæra
hefur borist og ekkert frekar um það að
segja á þessu stigi,“ er svar ríkissaksókn-
ara við fyrirspurn Fréttablaðsins. - gar
Lögreglustjórinn ekki reiðubúinn að segja umdeilda skýrslu vera mistök:
Engar nýjar kærur hafa borist
FYRIR ÞINGIÐ
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir lög-
reglustjóri (lengst
til hægri) mætir
á fund stjórnskip-
unarnefndar í gær,
ásamt Rannveigu
Þórisdóttur, stjórn-
anda upplýsinga- og
áætlunardeildar
lögreglunnar á
höfuðborgarsvæð-
inu og Jóni H. B.
Snorrasyni aðstoð-
arlögreglustjóra.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SIGMUNDUR DAVÍÐ
GUNNLAUGSSON
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
BJARNI
BENEDIKTSSON
SPURNING DAGSINS
ALÞINGI Styrktarfélag barna með einhverfu afhenti í gær þingmönn-
um sérkennslugögn sem keypt voru fyrir fé úr söfnuninni Blár apríl.
Alls söfnuðust tæpar 4,5 milljónir króna sem nýttar voru til kaupa á
heyrnarhlífum og kúlusessum.
„Eftir að hafa ráðfært okkur við sérfræðinga var þetta lendingin.
Gögnin takmarka utanaðkomandi áreiti og börnin geta því einbeitt sér
betur að námi,“ sagði Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður félagsins.
„Þingmennirnir hleyptu söfnuninni af stað með því að ganga með
bláan hálsklæðnað á degi einhverfu og því þótti vel við hæfi að þeir
rækju smiðshöggið.“ - joe
Fjórar heyrnarhlífar og sessur fyrir hvern skóla landsins:
Sérkennslugögn fyrir 4,5 milljónir
ÞINGMENN Heyrnarhlífum og sessum veitt viðtaka. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ísólfur, eruð þið í rusli?
„Við erum í rusli og stuði á víxl.“
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í
Rangárþingi eystra, hyggst ræða við full-
trúa Gámaþjónustunnar vegna meintrar
vanrækslu verktaka sem á að sækja rusl eins
íbúa sveitarfélagsins.