Fréttablaðið - 05.11.2014, Síða 12
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12
ÚKRAÍNA Petró Pórósjenkó Úkraínu-
forseti hefur fyrirskipað her lands-
ins að auka viðbúnað sinn og fjölga
í herliði í hernaðarlega mikilvæg-
um borgum í austurhluta landsins.
Þetta er sagt gert vegna möguleika
á nýrri sókn aðskilnaðarsinna.
Í frétt BBC kemur fram að
Pórósjenkó segi að stjórnarherinn
skuli leggja áherslu á að verja borg-
irnar Mariupol, Berdyansk, Khark-
iv og norðurhluta Luhansk-héraðs.
Forsetinn ræddi við fjölmiðla að
loknum fundi sínum og yfirmanna
hersins sem haldinn var í gær vegna
umdeildra kosninga í héröðunum
Donetsk og Luhansk sem fram fóru
um helgina.
Pórósjenkó sagðist vera fylgjandi
núgildandi friðarsamkomulagi en að
hann íhugaði að hætta við að veita
Donetsk og Luhansk aukna sjálfs-
stjórn líkt og samkomulagið gerir
ráð fyrir. Tilkynnt var um friðar-
samkomulagið þann 5. september
síðastliðinn eftir margra mánaða
átök úkraínska stjórnarhersins og
aðskilnaðarsinna á bandi Rússlands-
stjórnar.
Alexander Sakharatjsenkó, 38 ára
gamall leiðtogi uppreisnarmanna í
hópi aðskilnaðarsinna í austurhluta
Úkraínu, var í gær í kjölfar kosning-
anna um helgina svarinn í embætti
sem æðsti maður sjálfsstjórnar-
svæðis þar.
Athöfnin fór fram í leikhúsi sem
varið var þungvopnuðum hermönn-
um í helsta vígi uppreisnarmanna a
sjálfsstjórnarsvæðinu sem aðskiln-
aðarsinnar kalla Alþýðulýðveldi
Donetsk.
Úkraínustjórn og bandamenn
hennar á Vesturlöndum hafa for-
dæmt framkvæmd kosninganna.
atliis@frettabladid.is, olikr@frettabladid.is
Úkraínuher
gert að auka
viðbúnaðinn
Fundað var í þjóðaröryggisráði Úkraínu í gær.
Stjórnin býr sig undir að geta hrundið nýrri sókn
aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Leiðtogi að-
skilnaðarsinna í Donetsk var sór embættiseiði í gær.
FUNDAÐ Í ÖRYGGISRÁÐI ÚKRAÍNU Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti og Arsení
Jatseník utanríkisráðherra takast í hendur fyrir fund þjóðaröryggisráðs landsins í
Kænugarði í gær. Úkraínustjórn segist enn styðja friðarumleitanir við aðskilnaðar-
sinna en eykur um leið viðbúnað og segist búin undir stríð. NORDICPHOTOS/AFP
REYKJAVÍKURBORG Fjárhagsáætl-
un meirihlutans í borgarstjórn
Reykjavíkur gerir ráð fyrir 437
milljóna króna afgangi borgar-
sjóðs á næsta ári. Útlit er fyrir
að 130 milljóna króna tap verði
á rekstrinum í ár. Tapið er sagt
skýrast með auknum launakostn-
aði í kjölfar kjarasamninga.
Í tilkynningu frá meirihluta Sam-
fylkingar, Bjartrar framtíðar, VG
og Pírata segir að fjárhagsáætlun
einkennist af ábyrgum rekstri.
„Fyrirtækin okkar eins og Orku-
veitan eru enn að greiða niður
miklar skuldir en á næstu fimm
árum verða skuldir OR farnar
niður um 80 milljarða,“ er haft
eftir Degi B. Eggertssyni borgar-
stjóra.
Lækka á gjaldskrár leikskóla,
taka upp systkinaafslætti þvert á
skólastig og hækka frístundakort-
ið. Fjölga á almennum félagslegum
leiguíbúðum um fimm hundruð á
næsta ári. Framlög eru aukin lítil-
lega til velferðarmála.
Útsvar verður óbreytt eða 14,52
prósent. Álagningarhlutföll fast-
eignaskatta og lóðarleigu verða
sömuleiðis óbreytt.
Þá mun borgin fjárfesta fyrir
9,2 milljarða króna á árinu 2015.
„Undirbúin verður viðbygging við
Sundhöllina og Borgarbókasafnið,
auk skóla, sundlaugar og menning-
armiðstöðvar í Úlfarsárdal,“ segir
um fjárfestingarnar. - gar
Sköttum haldið óbreyttum á næsta ári:
Borgarsjóður tapar
vegna kjarasamninga
BORGARSTJÓRINN Dagur B. Eggerts-
son kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar fyrir árið 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjum
og styrktu Bleiku slaufuna um leið
Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega
hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða.
ein öruggustu dekk sem völ er á
ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum
breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja
eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla
Bíldshöfða 5a, Rvk
Jafnaseli 6, Rvk
Dalshrauni 5, Hfj
Aðalsímanúmer
515 7190
Opnunartími:
Virka daga kl. 8-17
Laugardaga: sjá MAX1.is
Fáðu ráðgjöf frá sérfræðingum MAX1. Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is
MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum út nóvember
og hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins.
SENDUM UM ALLT LAND
Flutningur með Flytjanda
500 kr. hvert dekk
Knarrarvogi 2, Rvk (ath. ekki dekkjaþjónusta)
MAX1 &