Fréttablaðið - 05.11.2014, Side 18
5. nóvember 2014 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Jú, ég var ógurlega
krúttaralegt barn en ég er
miklu fegurri kona núna en
ég var um tvítugt eða
þrítugt. Það er eins og það
hafi bara ræst úr mér.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
SIGURJÓN JÓNSSON
Mánagötu 29,
Grindavík,
lést á bráðamóttöku Landspítalans
í Fossvogi laugardaginn 1. nóvember.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, föstudaginn 7. nóvember
kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Samtök
sykursjúkra og Hjartaheill.
Sigríður Ágústsdóttir
Ásdís Sigurjónsdóttir Reimar Ásgeirsson
Tryggvi Hrafn Reimarsson Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EYJÓLFUR EINAR BRAGASON
arkitekt,
lést á Akershus-sjúkrahúsinu í Lørenskog,
Noregi, mánudaginn 27. október. Útförin
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13.00.
Kristín Kristmundsdóttir
Pétur Örn Eyjólfsson Elín Ösp Gísladóttir
Elísabet Björt Eyjólfsdóttir Jónas Ingi Jónasson
Edda Björg Eyjólfsdóttir Stefán Már Magnússon
og barnabörn.
Ástkær bróðir okkar og mágur,
STEINAR EINARSSON
sjómaður,
Hringbraut 136,
Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
22. október sl. Útförin hefur farið fram.
Vilborg Einarsdóttir Hörður Kristinsson
Jökull Einarsson Björg Sigurðardóttir
Helga Björk Einarsdóttir
MARK BELL
tónlistarmaður
er látinn. Við þökkum hlýhug og stuðning við
andlát hans. Útförin fór fram fimmtudaginn
30. október sl. frá Wakefield Chapel
í Yorkshire, Englandi.
Adam Marksson Bell
Daníel Marksson Bell
Móeiður Anna Sigurðardóttir
Tony Bell, Susan Bell, Helen Bell
Ásdís Skúladóttir
Skúli Á. Sigurðsson
Sigurður G. Lúðvígsson
Móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma,
HELGA K. EINARSDÓTTIR
bókasafnsfræðingur,
síðast til heimilis að Melgerði 15
í Kópavogi,
er látin. Jarðarförin fer fram frá Salnum í
Kópavogi fimmtudaginn 6. nóvember kl. 15.
Einar Torfi Finnsson Ingibjörg G. Guðjónsdóttir
Hjörleifur Finnsson
Glóey Finnsdóttir Scott Riddell
Örn Þorvaldsson
Rannveig Þorvaldsdóttir
barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGURLAUG INGÓLFSDÓTTIR
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
lést laugardaginn 1. nóvember.
Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir Kristinn Tómasson
Soffía Ragnarsdóttir Steindór Sigurðsson
Ingibjörg Ragnarsdóttir Axel Bragason
Ragna Sigurlaug Ragnarsdóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
f. 23. apríl 1928,
áður til heimilis að Melgerði 26, Kópavogi,
lést á Droplaugarstöðum,
mánudaginn 27. október sl.
Jarðsungið verður frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 6. nóvember kl. 15.00.
Kári Stefánsson Bjarnheiður Elísdóttir
Björg Stefánsdóttir Þorsteinn Steinþórsson
Ernir, Dúna, Elísa, Sunna, Sigríður Björg og Steinþór Örn
Emma Stefanía og Fálki Stefán
Elskuleg móðir okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
SIGNÝ ÁGÚSTA GUNNARSDÓTTIR
áður til heimilis í Jöldugróf 7,
lést á dvalarheimilinu Eir 20. október.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 6. nóvember kl. 15.00.
Gunnar Loftsson Halldóra Ragnarsdóttir
Magnús Loftsson Elsa Bjarnadóttir
Reynir Loftsson Guðný Jónasdóttir
Birgir Loftsson Helga Ágústdóttir
Rúnar Loftsson
Arnar Loftsson
Björg Sigurlaug Loftsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir mín,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR GUÐNÝ
MATTHÍASDÓTTIR
frá Arnardal,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði
þann 30. október. Útförin fer fram
frá Ísafjarðarkirkju, laugardaginn
8. nóvember kl. 14.00.
Matthías Berg Stefánsson Eyrún Þóra Guðmundsdóttir
Guðmunda Björk Matthíasdóttir Garðar Rafn Eyjólfsson
Sigríður Guðný Matthíasdóttir Tryggvi Ölver Gunnarsson
og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
systir, mágkona og frænka,
SIGRÚN BIRNA HELGADÓTTIR
Leirubakka 8, Reykjavík,
lést sunnudaginn 2. nóvember á líknar-
deildinni í Kópavogi. Hún verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
7. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Karitas hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustu.
Kristín Berg Bergvinsdóttir
Alexandra, Lea og Kristófer
Helgi Bergvinsson Linda Björgvinsdóttir
Brynjar, Róbert, Bergvin og Viktor
systkini og fjölskyldur.
Hálf öld, takk fyrir, það verður sko
partí!“ segir Helga Braga Jónsdótt-
ir leikkona sem á fimmtugsafmæli
í dag. „Reyndar bara fjölskylda og
vinir sem ætla að hittast og fagna,
en alvörupartí engu að síður.“
Spurð hvort hún muni ekki verja
deginum í dekri segir Helga Braga
það nú ekki alveg ganga upp. „Það
þarf að græja snittur,“ segir hún og
hlær.
„Systir mín, Ingveldur Ýr, hefur
reyndar yfirumsjón með veitingum,
en ég hjálpa til. Fór samt í ondúler-
ingu í gærmorgun og skelli mér svo
í smink fyrir partíið. Lét meira að
segja klippa á mig topp í tilefni tíma-
mótanna, hálfrar aldar topp.“
Fimmtugsafmælið er ekki eina af-
mælið sem Helga Braga fagnar í ár
því hún á líka 35 ára leikafmæli og 25
ára útskriftarafmæli sem leikkona.
Spurð hvað henni sé efst í huga við
þennan áfanga grípur hún til klisj-
unnar og segir: „Þakklæti, vinir
mínir, þakklæti,“ og skellihlær. „Ég
er bara að springa úr hamingju,“
bætir hún við. „Það er bara eitthvað
svo gaman að lifa, í alvöru!“
Helga Braga er á fullu í uppistandi,
fyrirlestrahaldi og að skemmta á
kvennakvöldum og segir það hafa
verið aðalatvinnu sína síðan 1998,
þótt hún hafi auðvitað alltaf verið
að leika í leikhúsum, bíómyndum og
sjónvarpsþáttum meðfram því. „Ég
er bara að gera alls konar ofsalega
skemmtilegt,“ segir hún.
„Mér líður svo miklu, miklu betur
og ég lít miklu betur út en ég hef
nokkurn tíma gert. Jú, ég var ógur-
lega krúttaralegt barn en ég er miklu
fegurri kona núna en ég var um tví-
tugt eða þrítugt. Það er eins og það
hafi bara ræst úr mér.“
Spurð hvort hún hafi einhver plön
fyrir seinni hluta ævinnar neitar
Helga Braga því en segist hins vegar
hafa plön fyrir seinnihluta þessa
mánaðar. „Ég er að fara til New York
og á tónleika með Billy Joel í Madi-
son Square Garden, hvorki meira né
minna. Þar er langráður draumur
loks að rætast. Það er ein af mörg-
um afmælisgjöfum sem ég gef sjálfri
mér, ég er nefnilega búin að vera að
gefa mér afmælisgjafir allt þetta ár,
enda á ég svo mörg afmæli.“
fridrikab@frettabladid.is
Miklu fegurri kona í dag
Helga Braga Jónsdóttir leikkona er fi mmtug í dag en auk þess fagnar hún á þessu ári 35
ára leikafmæli og 25 ára útskrift arafmæli úr leiklistarskóla. Það er sko tilefni til partís.
HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR „Það er bara eitthvað svo gaman að lifa, í alvöru!“
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM