Fréttablaðið - 05.11.2014, Side 22
| 4 5. nóvember 2014 | miðvikudagur
Tap af rekstri Keiluhallarinnar
nam 77 milljónum króna á síðasta
ári samkvæmt samandregnum árs-
reikningi félagsins.
Rekstrarhagnaður fyrir afskrift-
ir og fjármagnsliði nam hins vegar
tæplega 42 milljónum króna. Árið
áður nam tap ársins 34,7 milljónum
króna en rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði nam 39,2
milljónum króna.
Eignir félagsins nema tæplega
740 milljónum króna en skuldirnar
nema tæplega 652 milljónum króna.
Eigið fé er því um það bil 88 millj-
ónir króna. Helstu eignir félagsins
eru fasteignir sem eru bókfærðar á
rúmar 549 milljónir króna, bifreið-
ar á níu milljónir króna og áhöld og
tæki á 59 milljónir. Í ársreikningn-
um segir að á meðal viðskiptaskulda
séu gjaldfallnar skuldir við birgja,
en ekki hafi verið færðir dráttar-
vextir inn í reikningsskilin. - jhh
Hundraða milljóna skuldir gera rekstur Keiluhallarinnar afar erfiðan:
77 milljóna tap hjá
Keiluhöllinni í fyrra
Í ÖSKJUHLÍÐ Starfsemi hefur verið rekin í
Keiluhöllinni Öskjuhlíð frá árinu 1985.
FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL.
Þegar horft er til byggingafram-
kvæmda síðastliðna áratugi má
sjá að framkvæmdatoppar skýrast
með einum eða öðrum hætti vegna
aðkomu stjórnvalda, segir Ásdís
Kristjánsdóttir, forstöðumaður efna-
hagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
Nærtækasta dæmið sé óheppi-
leg tímasetning byggingarreglu-
gerðar sem innleidd var fyrst í árs-
byrjun 2012. Ásdís segir í samtali
við Fréttablaðið að reglugerðin hafi
leitt til aukins byggingarkostnaðar.
„En á meðan byggingarkostnaður er
hærri en fasteignaverð er lítill hvati
til nýbygginga,“ segir hún. Þess
vegna skapist þær aðstæður að ekki
sé nægt framboð til að mæta væntri
eftirspurn „Áhrifin eru því til þess
fallin að ýkja niðursveifluna sem að
lokum leiðir til íbúðaskorts, áhrif
sem hafa líklega nú þegar komið
fram“ segir Ásdís.
„Aðkoma stjórnvalda hefur í
gegnum tíðina ýkt sveiflur í bygg-
ingarstarfsemi. Mikilvægt er að
greinin fái að vaxa út frá undir-
liggjandi efnahagsþáttum fremur
en út frá aðgerðum stjórnvalda“
segir Ásdís.
Háð sveiflum í efnahagslífinu
Ásdís hélt erindi á ráðstefnu Sam-
taka iðnaðarins um stöðu íslensks
byggingariðnaðar sem fram fór í
gær. Ásdís segir það vera mjög ein-
kennandi fyrir byggingariðnað-
inn hve mikinn óstöðugleika hann
býr við. Geirinn sé útsettur fyrir
íslenskri hagsveiflu og sé því frem-
ur afleiðing hagsveiflna en orsök.
„Og að einhverju leyti er hann
líklega útsettari en ella fyrir sveifl-
um vegna þess að hér á landi er
ríkjandi eigendastefna. Við eigum
flest okkar eignir og auðsáhrifin
eru því mjög sterk. Þegar vel árar
og eignaverð hækkar þá eykst svig-
rúm heimila til skuldsetningar og
spenna myndast á byggingarmark-
aði. Þegar kreppir að þá snýst þessi
spírall við og samdrátturinn verð-
ur hraður. Atvinnugreinin skrepp-
ur því hraðar saman þegar krepp-
ir að en tekur jafnframt hraðar við
sér þegar hagkerfið vex á ný,“ segir
Ásdís.
Hún bendir að auki á að bygging-
argeirinn í öðrum löndum sveiflist
einnig í takt við ganginn í hagkerf-
inu, það að atvinnugreinin sé útsett
fyrir hagsveiflunni á því einnig við
í öðrum löndum. Hins vegar er það
séríslenskt fyrirbrigði hvað óstöð-
ugleikinn er mikill í byggingariðn-
aði, enda hagsveiflan hér á landi
almennt meiri en gengur og gerist
í öðrum iðnríkjum. Ásdís segir að
með því að skoða vinnumarkaðstöl-
ur megi glöggt sjá óstöðugleikann,
bæði í uppsveiflunni og niðursveifl-
unni. Starfsfólki í byggingariðnaði
fjölgaði um 6.700 á þensluárunum
en hefur fækkað um ríflega 7.000
frá árinu 2008.
Staðan á byggingarmarkaði fer
batnandi. „Nýjustu tölur frá Sam-
tökum iðnaðarins benda til þess að
fullgerðar íbúðir verði fleiri en þær
hafa verið á síðustu árum. Aftur
helst þetta í hendur við umsvifin í
hagkerfinu. Efnahagsbatinn hefur
Aðkoma stjórnvalda ýkir sveiflur
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að aðkoma stjórnvalda ýki
sveiflur í byggingastarfsemi. Hún segir að staða byggingageirans hafi batnað frá hruni, en sé enn þá viðkvæm.
Ásdís segir að byggingarreglugerð frá árinu 2012 auki kostnað og dragi úr hvata til nýframkvæmda.
VOND TÍMASETNING Ásdís
Kristjánsdóttir, forstöðu-
maður efnahagssviðs
Samtaka atvinnulífsins,
segir byggingareglugerðina
hafa komið á óheppi-
legum tíma.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VIÐTAL
Jón Hákon Halldórsson
jonhakon@frettabladid.is
VERKFRÆÐINGUR Aðalstarf Yrsu eru ekki skapandi skrif
heldur er hún afkastamikill verkfræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
gengið vonum framar, það ríkir hér
stöðugleiki og spár gera ráð fyrir
áframhaldandi hagvexti. Smám
saman erum við að rétta úr kútn-
um,“ segir Ásdís.
Fjárhagsleg staða nokkuð góð
Ásdís segist telja að fjárhagsleg
staða geirans sé í heild nokkuð góð.
„Við erum á svipuðum stað og árið
2003 þegar hagkerfið var í þokka-
legu jafnvægi. Skuldastaðan hefur
skánað verulega samfara afskrift-
um skulda og auknum umsvifum í
hagkerfinu. Eigið fé í greininni var
veruleg neikvætt á árinu 2010 þegar
hagkerfið gekk í gegnum alvarleg-
an samdrátt, en hefur nú byggst
upp og afkoman batnað. Bygging-
argeirinn var í verulegu ójafnvægi
árið 2007 og því viljum við fremur
miða okkur við stöðuna eins og hún
var 2003 sem var mun eðlilegra ár.
Það eru sterkar vísbendingar um
að geirinn er að rétta úr kútnum,“
segir Ásdís. Reyndar sé staðan enn
viðkvæm og það megi sjá á því að
fjórðungur fyrirtækja sem eru með
eignir yfir 10 milljónir króna sé enn
þá að glíma við neikvætt eigið fé, en
það er ekkert óeðlilegt. „Þetta var
mikill skellur sem varð við efna-
hagshrunið og það tekur einfaldlega
tíma fyrir atvinnugreinina að vinna
sig út úr þessu,“ segir Ásdís.
Ásdís segir að óvissa og svipting-
ar í rekstrarskilyrðum fyrirtækja
veiki samkeppnisstöðu og leiði til
minni framleiðni og lakari kaup-
máttar. „Slíkt á ekki aðeins við um
fyrirtæki í byggingariðnaði held-
ur almennt um allar greinar. Saga
byggingariðnaðarins endurspeglar
mikilvægi þess að hér ríki stöðug-
leiki og öguð hagstjórn.“
Yrsa Sigurðardóttir ehf., eignarhalds-
félag rithöfundarins Yrsu Sigurðardóttur,
hagnaðist um tæplega 9,8 milljónir króna
í fyrra, en hagnaðurinn nam 12,2 milljón-
um króna fyrir tekjuskatt. Ársreikningn-
um var skilað til ársreikningaskrár þann
9. október síðastliðinn.
Hagnaður félagsins í fyrra er öllu minni
en árið á undan en þá nam hagnaður árs-
ins eftir skatta tæplega 13,6 milljónum
króna og hagnaður fyrir skatt var tæplega
17 milljónir króna.
Yrsa greiddi sér fi mm milljónir króna
í arð á síðasta ári. Eftir arðgreiðsluna
nemur eigið fé félagsins rúmlega 19
milljónum króna. Bækur Yrsu hafa notið
mikilla vinsælda hér á Íslandi en þær
eru einnig gefnar út erlendis. Í fyrra gaf
hún út bókina Lygi en árið á undan kom
bókin Kuldi út. Hagnaður félags Yrsu er
þó einungis brot af hagnaði Gilhaga ehf.,
félags Arnaldar Indriðasonar. Fram kom
í Viðskiptablaðinu í september að Gilhagi
hagnaðist um 82,6 milljónir króna í fyrra
eftir skatta. Árið 2012 var hagnaðurinn
139,2 milljónir.
Eigur Gilhaga eru metnar á tæpar 540
milljónir. Þar af eru 104 milljónir bundnar
í verðbréfum en 434 milljónir í handbæru
fé. - jhh
Hagnaður Yrsu Sigurðardóttur ehf. nam tíu milljónum króna á síðasta ári en er þó einungis brot af hagnaði eignarhaldsfélags Arnaldar:
Greiddi sér fimm milljónir króna í arð
Þegar vel
árar og
eignaverð
hækkar þá
eykst svig-
rúm heimila
til skuldsetn-
ingar …
strarvörurRek
vinna með þér -
Skiptum á þrotabúi Asks Yggdras-
ils er lokið, en búið var tekið til
skipta í byrjun apríl. Engar eign-
ir fundust í búinu en lýstar kröfur
námu 15 milljónum króna. Askur
Yggdrasils var upphafl ega heild-
söluverslun og smásöluverslun
sem seldi lífrænt ræktaðar mat-
vörur. Heildsöluverslunin er
áfram rekin á annarri kennitölu
en smásöluverslunin sameinaðist
Lifandi markaði. Það fyrirtæki
var tekið til gjaldþrotaskipta fyrr
á árinu. - jhh
Skiptum á Ask Yggdrasils lokið:
15 milljóna
gjaldþrot