Fréttablaðið - 05.11.2014, Side 30

Fréttablaðið - 05.11.2014, Side 30
FÓLK|FERÐIR Upphaflega var Portobello Road einungis bugðóttur sveitavegur sem kallaður var Green Lane. Þegar uppbygging Portobello- býlisins hófst árið 1740 var vegurinn nefndur eftir býlinu og rúmlega hundrað árum síðar, eða 1850 fór gatan að taka á sig mynd líka þeirri sem fólk þekkir í dag. Staðsetningin hafði þar mikið að segja en gatan kúrði milli tveggja rísandi hverfa á þessum tíma þar sem bjuggu vel stæðir Lundúnabúar, Paddington og Notting Hill. Þar blómstruðu því verslanir og sölubásar. Aðal- lega var verið að selja mat í sölubásunum en árið 1945 var farið að selja notaða heimilismuni og húsgögn sem vatt síðar upp á sig og í dag er antíksala stór hluti markaðsstemmingarinnar í götunni. Maturinn leikur þó enn þá stórt hlut- verk og margir heimsækja Portobello einungis til að fá sér gott að borða. MATUR ÁVÍSUN Á IÐANDI MANNLÍF FERÐIR Matarmarkaðir og skransölur eru ávísun á iðandi mannlíf. Portobello- markaðurinn er vinsæll viðkomustaður þeirra sem heimsækja London. OSTAR Bragðlaukarnir verða ekki fyrir vonbrigðum þegar frægasti markaður Lundúnaborgar er heimsóttur. GOTT Í GOGGINN Við götuna standa ótal veitingastaðir og krár þar sem hægt er að borða en til að fá mannlífið beint í æð er skemmtilegt að borða eitthvað á ferðinni. KRÆSINGAR Matur hefur alltaf leikið stórt hlutverk á mörkuðum Portobello og margir heimsækja götuna einungis til að fá sér eitt- hvað gott í gogginn. BLÓMSTRANDI VERSLUN Portobello var heppilega stað- sett milli vaxandi hverfa þeirra vel stæðu, Paddington og Notting Hill. Þar blómstruðu því verslanir og sölubásar snemma á nítjándu öld. Inniheldur aðeins náttúrulegar jurtir td. Sítrónu Melissu og Chamomillu ásamt blöndu B vítamína og magnesíum. SOFÐU RÓTT Í ALLA NÓTT Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.